Frétt

bb.is | 07.05.2003 | 08:42Byggðastofnun býst við fjölda umsókna um hlutafjárframlög

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur aðsetur í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur aðsetur í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði.
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir eftirspurn eftir áhættufjármagni mun meiri en framboðið og því eigi hann von á fjölmörgum umsóknum um hlutafjárkaup. Fyrir skömmu auglýsti stofnunin 350 milljónir til umsóknar sem hlutafjárframlag til nýsköpunarfyrirtækja. „Það er mikil vöntun í þjóðfélaginu á þessu fyrirbæri sem hefur stundum verið kallað „þolinmóðir peningar“ og miklu meiri eftirspurn en framboð á fjármögnun til nýsköpunar- og þróunarstarfs. Við höfum fengið mikil viðbrögð við auglýsingu okkar og fundið fyrir miklum áhuga. Þegar hafa borist fjölmargar fyrirspurnir“, segir forstjóri Byggðastofnunar. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, tekur í sama streng og segir ljóst að mikil vöntun sé á eiginfjárfjármögnun til nýsköpunarfyrirtækja á landsbyggðinni.
„Menn hafa dregið úr því að leita eftir peningum með þessu marki af því að þeir hafa ekki verið til staðar. Menn hafa frekar farið út í að taka lán. Þess vegna er fínt að fá þetta framlag Byggðastofnunar en menn þurfa að vera með mótaðar hugmyndir“, segir Aðalsteinn Óskarsson.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða veitir ráðgjöf við gerð umsókna um hlutafjárframlag frá Byggðastofnun. „Ég held að það sé alveg ljóst, að ef Byggðastofnun er að koma inn í fyrirtæki sem hluthafi, þá ætlar hún ekki að vera sá hluthafi sem krefst mesta arðsins eða vill komast sem fyrst út úr fyrirtækjunum aftur“, segir Aðalsteinn Óskarsson. „Mörg fyrirtæki úti á landi hefur einmitt vantað þetta þolinmóða fjármagn. Fjárfestingarsjóðirnir hugsa alltaf um hversu mikla arðsemi þeir geta fengið og hversu hratt þeir geta náð peningunum út úr fyrirtækjunum aftur. Þeir hafa ekki nýst okkur sem skyldi en kannski eru fyrirtækin okkar líka of lítil til að koma til greina hjá þessum sjóðum.“

Hjá Byggðastofnun eru menn að horfa í fjárfestingar í nýsköpun en Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri segir hana geta birst víða, meðal annars í hefðbundnum atvinnugreinum. „Við höfum þetta frekar opið og erum að reyna að loka okkur ekki inni í skilgreiningum“, segir hann, en ýmist kemur til greina að fjárfesta í starfandi fyrirtækjum eða verkefnum á undirbúningsstigi.

Stjórn Byggðastofnunar mun fjalla um umsóknirnar en Aðalsteinn segir að á síðari stigum verði haft samráð við Atvinnuþróunarfélögin á hverjum stað við mat á umsóknum. Mismunandi skilafrestur er á umsóknum eftir atvinnugreinum. „Við eigum von á miklum fjölda umsókna og erum að reyna að stýra álaginu með þessu“, sagði Aðalsteinn Þorsteinsson.

Alls koma 500 milljónir króna til ráðstöfunar hjá Byggðastofnun til nýsköpunar á landsbyggðinni. Forstjórinn segir að ætlunin sé að úthluta þeim 150 milljónum sem eftir eru mestmegnis í formi styrkja og verði það auglýst á næstunni.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli