Frétt

Kristín Þórisdóttir | 07.05.2003 | 08:18Umræða um fólk

Kristín Þórisdóttir.
Kristín Þórisdóttir.
Undanfarið hafa verið umræður um efndir eða vanefndir Framsóknarflokksins á milljarðaloforði sínu til handa vímuefnavörnum og forvarnastarfi. Kristinn H. Gunnarsson hefur lagt fram tölur sínum mönnum til verndar. Það getur gott og vel verið satt og rétt að samkvæmt ýmsum útreiknings- og fræðikenniningum hafi loforðið verið efnt, eins og það var skilið af þeim sem það gáfu. Hitt er svo annað mál, að m.a. ég og margir fleiri sem láta þessi mál sig varða skildu gefið loforð aðeins öðruvísi.
Við skildum þetta loforð á þann hátt að milljarðurinn ætti fyrst og fremst að fara til stuðnings og uppbyggingar hinna ýmsu áhugasamtaka sem unnið höfðu og vildu halda áfram að starfa að meðferðar- og forvarnastörfum. Vissulega liggja fyrir tölur máli Kristins til stuðnings, 600 miljónir hér og 200 miljónir þar.

Eftir stendur þó sú staðreynd, að meðferðarheimilum hefur verið lokað vegna fjárskorts, önnur hafa að einhverju leyti verið færð til. Á mínu tungumáli er þetta tilfærsla á tölum.

Í allri þessari umræðu vill oft gleymast að við erum erum að tala um fólk. Afleiðing drykkju eða neysla á vímefnum leggur ekki bara líf neytandans í rúst heldur stendur að baki hvers fíkils eða drykkjumanns stórskemmt fjölskyldumunstur. Fái það fjölskyldumunstur að halda áfram að þróast óbreytt er ekki mikil von til að við getum breytt framtíð barna okkar og komið í veg fyrir að þau leiðist út í ógæfusamt líferni.

Hitt er þó mun mikilvægara að við horfumst í augu við hvað er að. Hvers vegna er ástandið eins og það er? Af hverju eru ungmenni, sem mörg hver eru búin að fá grunnfræðslu um skaðsemi reykinga, drykkju og vímuefnanotkunar, enn að leiðast út á þessa braut? Er það vegna þess að eitthvað vantar upp á? Er þetta eðlileg þróun í okkar samfélagi?

Því miður tel ég að svarið við þessum spurningum sé Já.

Samfélag okkar er þannig að það er ómögulegt að framfleyta fjölskyldu á eins manns launum. Frítímar foreldra eru fáir og vinnudagurinn langur. Í flestum tilfellum þurfa báðir foreldrar að vinna úti til þess að geta séð sér og börnum sínum fyrir grunnþörfum, þ.e. fæði, klæðum og húsaskjóli. Fæstir foreldrar hafa orku í að gefa mikið meira og þaðan af síður fjárráð til að styðja við bakið á börnum sínum í hinum ýmsu tómstundstörfum sem boðið er upp á.

Gefum okkur dæmi. Einstæð móðir með 1 barn. Hún vinnur í verslun frá 9 til 18 og aðra hverja helgi. Hún hefur u.þ.b. 120.000 krónur í brúttólaun. Barnið hennar hefur mikla hæfileika í tónlist og áhuga á að taka þátt í íþróttum. Þessi ofurkona vill að sjálfsögðu leggja sitt af mörkum til að barn hennar fái sem besta æsku og geti stundað sína íþrótt og áhugamál. En hvað á þessi kona að gera? Tónlistarskólinn kostar u.þ.b. 50.000 krónur á ári og íþróttastarfið 15-20.000 krónur fyrir utan keppnisferðir og annan tilkostnað sem fylgir.

Eftir að þessi kona er búin að borga leigu af íbúð hefur hún ekki nóg til að sinna grunnþörfum heimilsins, hvað þá heldur að veita sér eða barni sínu þann munað að taka þátt í uppbyggjandi tómstundastarfi. Barni þessarar konu eins og svo mörgum öðrum börnum verður að neita um þátttöku í heilbrigðri, skemmtilegri og uppbyggjandi félagsstarfsemi.

Þessu þarf að breyta.

Frjálslyndi flokkurinn leggur m.a. til að stutt verði við bakið á foreldrum og forráðamönnum barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi í formi skattafsláttar. Með þessu vill Frjálslyndi flokkurinn stuðla að því að börn og unglingar fái þann sjálfsagða rétt að stunda heilbrigða íþrótta- og tómstundaiðkun og þar með styðja við fjárhag heimilanna sem greiða götu barna og unglinga í íþróttum og tómstundastarfi. Heilbrigð tómstundaiðkun er forvörn til framtíðar.

Frjálslyndi flokkurinn vill hækka persónuafslátt einstaklings um 10.000 krónur á mánuði.

Frjálslyndi flokkurinn vill taka upp sérstakan persónuafslátt fyrir börn, þannig að þeir sem hafa börn á framfæri sínu fái notið hærri skattleysismarka.

Einnig telur Frjálslyndi flokkurinn að nauðsynlegt sé að tryggja launafólki lágmarks framfærslulaun fyrir venjulegan vinnudag.

Allt þetta mun koma venjulegum launþega til góða og stuðla að betra og fjölskylduvænna samfélagi.

Setjum því X við F í komandi kosningum.

– Kristín Þórisdóttir, skrifstofumaður á Ísafirði,
skipar 5. sæti á framboðslista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli