Frétt

bb.is | 06.05.2003 | 17:28Ráðstefna um Vestfirði sem aflstöð íslenskrar sögu haldin í júní

Líkneski Ólafs helga, verndardýrlings kirkjunnar í Vatnsfirði við Djúp.
Líkneski Ólafs helga, verndardýrlings kirkjunnar í Vatnsfirði við Djúp.
Ráðstefna undir heitinu „Vestfirðir – aflstöð íslenskrar sögu“ verður haldin í Menntaskólanum á Ísafirði dagana 13.-15. júní. Þar er ætlunin að leiða saman þá sem fengist hafa við rannsóknir á vestfirskri sögu og menningu á einn eða annan hátt og fá þá til að kynna viðfangsefni sín. Einnig er vonast til að með þessu verði hægt að ýta undir frekara samstarf þessara aðila. Með þessari ráðstefnu verður hleypt af stokkunum rannsóknaverkefni sem fengið hefur heitið Vestfirðir á miðöldum og áætlað er að standi yfir í fimm ár. Markmið verkefnisins er að stuðla að grunnrannsóknum á sögu Vestfjarða frá landnámi til 18.aldar. Ætlunin er að taka svæðið fyrir sem eina heild og rannsaka það ítarlega frá sjónarhóli ólíkra fræðigreina.
Með þessu móti er vonast til að hægt verði að ná fram heildstæðri mynd af sögu svæðisins. Þetta hefur ekki verið reynt áður hérlendis en tíðkast víða erlendis.

Að verkefninu standa Hugvísindastofnun Háskóla Íslands (Miðaldastofa), Fornleifastofnun Íslands, Senter for studier i vikingtid og nordisk middelalder (Middelaldersenteret) við Oslóarháskóla, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Byggðasafn Vestfjarða. Andrea Sigrún Harðardóttir á Ísafirði hefur verið ráðin til starfa við verkefnið. Þar sem starfið er nýtt af nálinni er ráðningin tímabundin enn sem komið er.

Ástæður fyrir þessum áhuga á Vestfjörðum eru af ýmsum toga. Svæðið er vel afmarkað landfræðilega. Þar hafa varðveist mjög fjölskrúðugar heimildir frá miðöldum og geta fá jaðarsvæði í Evrópu státað af öðru eins. Auk þess er svæðið einstaklega áhugavert vegna þess að á mörgum skeiðum sögunnar var mannlíf á Vestfjörðum í fararbroddi almennrar þróunar á Íslandi. Því munu væntanlegar rannsóknir ekki einungis varpa ljósi á sögu Vestfjarða heldur einnig ná að skýra sögu landsins í heild. Á næstu árum stendur til að vinna að ýmsum þverfaglegum rannsóknum á svæðinu og mun verkefninu ljúka með umfangsmiklum fornleifagrefti í Vatnsfirði við Djúp og útgáfu á heildstæðu riti um sögu Vestfjarða.

Ráðstefnan hefst að kvöldi föstudagsins 13. júní með því að opnuð verður sýning í Menntaskólanum á Ísafirði á afritum af vestfirskum handritum. Um kvöldið verður mótttaka fyrir ráðstefnugesti í Neðstakaupstað á Ísafirði.

Á dagskrá ráðstefnunnar er margt áhugavert enda um að ræða rannsóknir í ólíkum fræðigreinum. Meðal þeirra sem erindi flytja verða Torfi H. Tulinius miðaldafræðingur, Adolf Friðriksson fornleifafræðingur, Jón Viðar Sigurðsson sagnfræðingur, Helgi Þorláksson sagnfræðingur, Bergljót S. Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur, Sverrir Tómasson miðaldafræðingur, Þórunn Sigurðardóttir íslenskufræðingur, Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur, auk ýmissa annarra sérfræðinga á ólíkum sviðum.

Einnig má nefna kynningu á ferðaþjónustuverkefni í tengslum við Gísla sögu Súrssonar sem er í deiglunni í Dýrafirði. Ætlunin er að ráðstefnugestir skreppi á slóðir Gísla Súrssonar á laugardeginum. Þá um kvöldið verður hátíðarkvöldverður þar sem tónlist eftir séra Ólaf á Söndum í Dýrafirði verður í hávegum höfð.

Ráðstefnan stendur fram á sunnudaginn 15. júní og er öllum opin. Þeir sem ætla að taka þátt í allri dagskránni eru beðnir um að skrá sig fyrir 15. maí hjá Hugvísindastofnun Háskóla Íslands í netpósti eða hjá Þróunarsetri Vestfjarða í síma 450 3000. Hins vegar er hverjum og einum velkomið að líta inn og hlýða á einn og einn fyrirlestur. Hér verður einhvern næstu daga greint nánar frá dagskrá ráðstefnunnar, fyrirlesurum og viðfangsefnum þeirra.

bb.is 18.09.2002
Rannsóknaverkefnið „Vestfirðir á miðöldum“ að komast á rekspöl

bb.is 06.07.2001
Hugmyndir um miðaldarrannsóknir á Vestfjörðum vöktu áhuga

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli