Frétt

Davíð Björn Kjartansson | 05.05.2003 | 15:39Hvar er réttlætið?

Davíð B. Kjartansson.
Davíð B. Kjartansson.
Hún er athyglisverð umræðan hjá sumum stjórnmálaflokkum um þessar mundir. Hún gengur, að því er virðist, eingöngu út á það að innkalla kvótann af núverandi handhöfum hans í nafni réttlætisins. Mikið er talað um hinn svokallaða gjafakvóta, sem settur var á 1984 og hefur verið umdeildur, en hverjir eru handhafar kvótans í dag? Það eru, að mestu leyti, þeir sem hafa keypt sig inn í kerfið, eða aukið við sig aflaheimildir undanfarin ár, og reynt að standa sig þrátt fyrir allt.
Mér finnst umræðan einungis hafa snúist um þá sem hafa selt sig út úr kerfinu, en ekki þá sem hafa keypt sig inn í það. Ekkert er spáð í afleiðingar breytinganna fyrir þá sem eru að reyna að láta enda ná saman við núverandi aðstæður. Hvor myndi standa betur að vígi við að leigja aftur af ríkinu – sá sem hefur selt sig út úr greininni eða sá sem kvótinn hefur verið tekinn af og skuldar að miklu leyti með tilheyrandi afborgunum næstu ár? Er það „réttlæti“ eða sanngirni að sá sem hefur selt sig út eða bíður með kvótalítinn bát (búinn að selja stóran hluta af aflaheimildunum og bíður eftir að kerfinu verði breytt) leigi af ríkinu, við hliðina á þeim sem að kvótinn hefur verið tekinn af og hann skilinn eftir með skuldirnar af fyrri viðskiptum?

Enn önnur „réttlætis“-umræða hefur heyrst frá sömu flokkum og er hún ekki síður merkileg. Hér er um að ræða hugsanlega aukningu á heildarkvóta þorsks. Talað er um að hún ætti ekki að fara til þeirra sem orðið hafa fyrir skerðingu á kvóta, heldur til svokallaðra nýliða í útgerð, sem hljómar vel nema hvað það yrðu væntanlega mest þeir sem þegar hafa selt kvótann.

Byggðamálin hafa verið til umræðu í þessu samhengi. Hvaða breytingar á fiskveiðistjórnuninni eru líklegastar til þess að styrkja veikustu byggðirnar?

Guðmundur Halldórsson, formaður Smábátafélagsins Eldingar, er samnefnari fyrir baráttu fyrir sinni byggð í Bolungarvík og smábátaútgerð. Honum hefur orðið vel ágengt með sín sjónarmið, sem ganga m.a. út á línuívilnun til dagróðrarbáta og aukna áherslu á vistvænar veiðar innan núverandi kerfis. Margfeldisáhrif slíkra breytinga fyrir minnstu byggðirnar yrðu mikil og kippa ekki stoðunum undan því sem vel hefur verið gert í útgerð á undanförnum árum.

Ég skora á frambjóðendur allra flokka að skoða vel hvað hefur verið að gerast í útgerð á undanförnum árum, jafnt hjá stórum sem smáum og þar á meðal trillum. Menn og konur hafa þurft að kaupa sig inn í kerfið – það er staðreynd sem lítið hefur verið haldið á lofti af einhverjum ástæðum. Menn hafa verið að leita leiða innan þess kerfis sem hefur verið við lýði, hvort sem þeim hefur líkað við kerfið að öllu leyti eða ekki. Vita þeir ekki, frambjóðendurnir sem boða umbyltingar á kerfinu, að kvótinn hefur gengið kaupum og sölum allan tímann, eða allt að 70-80% af honum? Halda þeir virkilega að við verðum í betri málum ef við tökum kvótann af þeim sem gera út í dag og færum hann þeim sem að seldu sig út úr núverandi kerfi? Mér finnst það skylda þeirra sem eru að boða svo veigamiklar breytingar að gera fólki grein fyrir hinni raunverulegu stöðu útgerðarinnar í dag.

Og hver er hin raunverulega staða? Margir hafa tekið stór lán á undanförnum árum til að kaupa þorskkvóta. Sá kvóti er að stórum hluta horfinn í skerðingum undanfarinna ára. Hins vegar þarf að greiða af þessum lánum næstu árin, án þess að hafa til þess tekjur eins og til var stofnað. Hvaða réttlæti er það að þeir fái ekki neitt til baka sem gerir þeim kleift að standa við skuldbindingar sínar?

– Davíð Björn Kjartansson, trillusjómaður í Hnífsdal.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli