Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 03.05.2003 | 16:20Samfylkingin vildi afnema dagakerfið

Einar K. Guðfinnsson alþingismaður.
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður.
Það hefur ekki farið framhjá neinum að Samfylkingin vill afskrifa veiðirétt manna. Jafnt stórra sem smárra útgerða. Þannig eiga útgerðir minni báta með litlar aflaheimildir að keppa við hinar stóru á uppboðsmarkaði með veiðiheimildir og kallast það réttlæti, að sögn talsmanna fyrningar- og afskriftarleiðar. Hitt hefur ekki farið eins hátt að Samfylkingin lagði fram frumvarp, á 125. löggjafarþingi, þar sem í fyrstu grein er kveðið á um afskriftir, fyrningu, á veiðidögunum hjá svo kölluðum dagabátum. Þeir vilja með öðrum orðum afskrifa dagana líka rétt eins og tonnin og kílóin.
Allt er þetta nákvæmlega sett niður. Í fyrstu var ætlunin að skerða dagana um 20 prósent, næsta ár um 25 prósent, þá um 33 prósent og loks um 50 prósent. Að því búnu áttu þessir bátar að fá aflahlutdeild eða kvóta.

Flýtiafskriftaleiðin

Nánar er gerð grein fyrir þessum útfærðu tillögum í athugasemdakafla frumvarpsins. Þar er sagt orðrétt: „Þessi flokkur báta er of smár og með of lítinn hluta aflaheimildanna til að skynsamlegt sé að hafa um hann sérreglur. Veiðiréttur hvers báts í þessum flokki er afar takmarkaður og augljóst virðist að þeir verði betur settir í því almenna kerfi sem taka á við.“

Þetta er mikilvægt að menn hafi nú í huga. Og það sem meira er: Samkvæmt hugmyndum Samfylkingarinnar eiga afskriftir aflaheimildanna hjá skipum með kvóta að taka 10 ár. Í frumvarpi þeirra á Alþingi var hins vegar ráð fyrir því gert að þessi aðlögun tæki bara 5 ár. Menn ættu vera komnir inn í dýrðina dagalausir en með heimild til að bjóða í aflaheimildir í kapp við aðrar útgerðir innan 5 ára. Þvílík rausn!

Með öðrum orðum: Útgerðir með aflakvóta eiga að búa við fyrningu, eða afskriftir. Dagabátarnir eiga að fá yfir sig flýtiafskriftir svo sem skemmstan tíma taki að útrýma klukkustunda- og dagafyrirkomulagi við fiskveiðar.

Við höfum styrkt dagakerfið – þeir vilja ekki sjá það

Við höfum hins vegar á þessu kjörtímabili verið að styrkja forsendur þessa kerfis. Horfið hefur verið frá því að mæla sóknareiningarnar í dögum. Nú eru þær mældar í klukkustundum. Þetta fyrirkomulag er manneskjulegra og betra fyrir þá sem þessar veiðar stunda. Hópi sjómanna var síðan gefinn kostur á að stunda útgerð sína innan þessa fyrirkomulags.

Það var þetta kerfi sem þeir Samfylkingarmenn vildu afnema og setja inn á uppboðsmarkaðinn. Sem betur fer var því afstýrt. En í rauninni var ekki að undra þó þeir Samfylkingarmenn vilji dagakerfið (klukkustundakerfið) feigt. Þeir hafa nefnilega kveðið upp úr um það að „niðurstaða þingflokks Samfylkingarinnar sé sú að hið pólitíska verkefni nú sé að leysa eignarhaldsdeiluna [um fiskveiðistjórnun, innskot mitt, EKG] á grundvelli aflamarkskerfisins“. – Þeir vilja sem sagt ekki sjá neitt daga- eða klukkustundakerfi við fiskveiðar. Þeir vildu útrýma því.

– Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli