Frétt

Annas Sigmundsson | 03.05.2003 | 15:54Kvótakerfið

Annas Sigmundsson.
Annas Sigmundsson.
Núna síðustu daga og vikur hafa kosningamálin verið efst á baugi hjá okkur landsmönnum. Þar hefur umræðan um sjávarútvegsmál leikið stórt hlutverk og þá sérstaklega hjá okkur Vestfirðingum. Allir flokkarnir hafa mótað sér stefnu í þessu máli og hafa stjórnarandstöðuflokkarnir allir lagt til fyrningarleið. Vinstri-grænir 5%, Samfylkingin 10% og Frjálslyndir 20%. Framsóknarflokkurinn hefur lagt til aukinn byggðakvóta og að ákvæði verði sett í stjórnarskrá um að fiskistofnarnir séu sameign þjóðarinnar.
Ég tel að tillögur stjórnarandstöðuflokkanna um fyrningarleið séu fráleitar. Það myndi skapa mikið óöryggi fyrir okkur Vestfirðinga ef taka ætti aflaheimildir okkar og bjóða þær upp. Fyrirtæki sem hafa lagt í fjárfestingar í kvóta- og skipakaupum myndu þurfa að auka skuldir sínar verulega til að endurheimta aflaheimildirnar. Ef þetta eru einu tillögur þessara flokka fyrir okkur Vestfirðinga, þá held að þessum flokkum sé best haldið áfram í stjórnarandstöðu. Vissulega hafa verið sviptingar hjá okkur síðustu ár en að taka upp fyrningarleið til að leiðrétta það, það er ábyrgðarlaus tillaga sem vonandi mun aldrei ná fram að ganga.

Hér á eftir mun ég fara yfir úthlutun kvótans í upphafi, sögu þess og hvort það fyrirkomulag hafi verið réttlátt.

Um fá mál hefur meira verið deilt um á Íslandi en setningu kvótakerfisins, sem sett var á með lögum 20. desember 1983. En reynslan hefur kennt Íslendingum það, að útgerðarmenn leggja kostnað hver á annan með ofveiði, ef aðgangur að fiskimiðunum umhverfis landið er óheftur.

Kvótakerfinu komið á fót

Á árunum 1977-1983 var við lýði hér á landi svokallað skrapdagakerfi. Það byggðist á úthlutun veiðileyfa til skipa ásamt hámarki á úthaldsdögum og á hlutfalli þorsks við aðrar fisktegundir. Þessi aðferð var því nokkurs konar blanda afla- og sóknartakmarkana sem leiddi til mikillar samkeppni um að ná sem mestu af fyrirfram ákveðnum heildarkvóta fyrir allan flotann. Í öllum hamaganginum sem fylgdi var erfitt að halda aflanum innan markanna og fór hann því oft langt fram úr þeim. Önnur neikvæð afleiðing var sú, að fiskveiðiflotinn hélt áfram að stækka og leiddi til mikillar offjárfestingar í sjávarútvegi. Takmarkanir á þorskveiðum urðu líka þess valdandi, að sókn jókst mikið í aðrar botnfisktegundir sem varð mörgum áhyggjuefni.

Aflahrunið 1982 og 1983 var síðan endanlegur áfellisdómur yfir skrapdagakerfinu þar sem verg þjóðarframleiðsla dróst saman um 2% árið 1982 og 5,4% árið eftir. Hagvöxtur hafði verið 2,5% að meðaltali á ári á tímabilinu 1972 til 1982. Var landsmönnum þar af leiðandi orðið ljóst að mikilvægi sjávarútvegs fyrir íslenska hagkerfið kallaði á hagkvæmari fiskveiðistjórnun en verið hafði í notkun fram til þessa. Á þessum árum voru því miklar vangaveltur um hlutverk, markmið og fyrirkomulag komandi fiskveiðistjórnunarkerfis.

Þann 14. nóvember 1983 var skipuð nefnd af sjávarútvegsráðherra undir formennsku forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Nefndin var skipuð í framhaldi af útgáfu „svartrar skýrslu“ Hafrannsóknastofnunar þar sem hún ráðlagði verulegan samdrátt í þorskveiðum. Í nefndinni áttu sæti allir helstu hagsmunaaðilar sjávarútvegsins og mælti hún með því að koma á fót svokölluðu kvótakerfi. Í kjölfar þess voru samþykkt lög um stjórn fiskveiða á Alþingi þann 20. desember 1983.

Markmiðin með setningu laganna voru að takmarka veiði til að ná fram sem hagkvæmastri nýtingu botnfiskstofnanna, koma í veg fyrir að fiskveiðiflotinn héldi áfram að stækka og jafnframt að draga úr hvers konar óhagræðisáhrifum sem ofsókn og offjárfestingu fylgir. Með gildistöku laganna um kvótakerfið var þannig reynt að ná fram þessum markmiðum með því að gefa ekki út ný veiðileyfi án úreldingar skipa og einnig með því að útdeila einkarétti yfir ákveðnu aflamagni til útgerðarmanna.

Með yfirráðaréttinn tryggðan gátu útgerðarmenn skipulagt sig til þess að veiða aflahlutdeild sína á sem hagkvæmastan hátt og með sem minnstum kostnaði og því fylgdi vissulega hvatning til nýjunga og tilraunastarfsemi. Þar sem aflakvótarnir voru framseljanlegir, með takmörkunum þó, var einnig opnað fyrir möguleikana á því að þeir kæmust í hendur þeirra sem gætu unnið úr þeim á sem verðmætastan hátt.

Úthlutun til útgerðarmanna

Þorsteinn Gylfason veltir því fyrir sér af hverju kvótakerfið sé ranglátt. Hafa sumir nefnt eignatilfærslu til sögunnar, aðrir gjafakvóta, enn aðrir hafa talað um sægreifa og er þá einkum sett út á það að auðæfi hafa safnast fyrirhafnarlítið á h

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli