Frétt

Sigurjón Þórðarson | 02.05.2003 | 14:10Við erum stolt

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Við í Frjálslynda flokknum erum stolt af sjávarútvegsstefnu okkar. Við höfum mótað stefnuna í samráði við sjómenn, útgerðarmenn, fiskifræðinga, fiskverkendur, lögfræðinga, viðskiptafræðinga og fleiri ábyrga aðila sem vilja sjávarútveginum og byggðum landsins vel. Stefna Frjálslyndra hefur fimm markmið að leiðarljósi. Þau eru:
1. Að vernda fiskistofna.
2. Að koma í veg fyrir brottkast og auka verðmæti sjávarafurða.
3. Að tryggja byggð í landinu.
4. Að opna sjávarútveginn fyrir nýliðum.
5. Að kollvarpa ekki starfandi útgerðum.

Við í Frjálslynda flokknum höfum djúpa sannfæringu um að stefna okkar verði þjóðinni til heilla. Á undanförnum mánuðum höfum við kynnt stefnu okkar í sjávarbyggðum landsins og rætt við þá sem starfa í sjávarútvegi. Í sannleika sagt hefur ekki ríkt eintóm lognmolla á þessum fundum heldur hefur verið tekist á með rökum um stefnuna. Hún er alls ekki hafin yfir alla gagnrýni frekar en önnur mannanna verk, en samt sem áður hefur yfirgnæfandi meirihluti fundarmanna fallist á að stefna Frjálslynda flokksins sé til mikilla bóta fyrir þjóðina.

Hræðsla kvótaflokkanna

Kynning á stefnunni hefur skilað okkur síauknu fylgi í sjávarbyggðum landsins. Nú er svo komið að kvótaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru orðnir hræddir við uppgang Frjálslynda flokksins og reyna með ýmsum hætti að slá ryki í augu kjósenda með furðulegum hræðsluáróðri.

Það eru fleiri orðnir hræddir við uppgang Frjálslyndra í skoðanakönnunum. Einn frambjóðandi Samfylkingarinnar og yfirlýstur andstæðingur kvótakerfisins varði lunganum úr tíma sínum í sjónvarpsumræðum í að gagnrýna góða stefnu okkar Frjálslyndra. Væri ekki nær fyrir stjórnarandstöðuna að einblína á það verkefni að fella núverandi ríkisstjórn í stað þess að vera verja púðri í innbyrðis deilur?

Staðreyndin er sú, að ef núverandi ríkisstjórn heldur velli mun núverandi fiskveiðióstjórn halda áfram og kvótaflokkarnir halda áfram að herða snöruna um hálsinn á sjávarbyggðunum. Halldór og Davíð hafa einfaldlega lýst þessu yfir nú í aðdraganda kosninganna, að þeir ætli að halda áfram óbreyttu kerfi sóunar og byggðaeyðingar. Að vísu segja þeir í hinu orðinu að það eigi að sníða einhverja galla af kerfinu og koma á móts við einhverja. En allt það tal er með óljósum hætti og reynsla sl. 8 ára að þeir munu frekar reyna að festa kerfið enn í sessi og skeyta í engu um sjávarbyggðir landsins.

Þjóðin vill ekki kvótakerfið

Skoðanakannanir hafa sýnt að yfir 80% þjóðarinnar eru á móti núverandi fiskveiðióstjórn sem hvetur til brottkasts og stuðlar að byggðaeyðingu. Þjóðin er algjörlega andvíg kerfinu, þrátt fyrir þungan áróður núverandi ríkisstjórnar og LÍÚ fyrir kerfinu sem hafa kallað kerfið besta fiskveiðistjórnarkerfi í heimi. Núverandi forsætisráðherra reyndi að söngla þennan söng um að það ætti að viðhalda óbreyttu kerfi á opnum stjórnmálafundi á Ísafirði og uppskar í kjölfarið þau viðbrögð hjá flokksbundnum Sjálfstæðismönnum að hann ætti að þegja frekar en að mæra kvótakerfið.

Ég hvet landsmenn til þess að kynna sér stefnu Frjálslyndra á heimasíðu okkar en slóðin er www.xf.is

– Sigurjón Þórðarson líffræðingur,
í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæminu.

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli