Frétt

Sigurður Pétursson | 01.05.2003 | 12:09Frelsi og jafnrétti, gott í munni en hvað með raunveruleikann?

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Hvaða stjórnmálaflokkur hér á landi þolir verst frelsi og jafnrétti? Það fer líklega ekki milli mála. Þó að Framsóknarflokkurinn gæti gert nokkurt tilkall til þess titils, þá er annar stjórnmálaflokkur sem stingur hann af í því kapphlaupi. Báðir núverandi stjórnarflokkar eiga heiðurinn af einhverju versta ójafnrétti sem lagt hefur verið á þjóðina í áratugi. Með kvótakerfi í sjávarútvegi hefur ótrúlegum fjármunum verið stýrt í vasa ákveðinna útvalinna einstaklinga, svo engin dæmi eru um slíkt allt frá dögum einveldis og einokunar.
Peningar og völd hafa verið flutt frá vinnandi fólki til sjós og lands og fengin í hendur útvöldum einstaklingum í formi einkaréttar til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, fiskimiðin við landið. Afleiðingin hefur verið einhver mesta eignatilfærsla sem sögur fara af, þar sem forréttindum úthlutað af ríkisvaldinu er breytt í verslunarvöru sem er keypt og seld, leigð og endurleigð, til að skapa auðæfi í vasa fárra útvaldra.

Allt þetta gerist í skjóli pólitískrar verndar sem forysta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa tryggt. Flokkar sem skreyta sig með hugtakinu frelsi til athafna og framtaks úthluta sérréttindum og verja forréttindi, eins og einvaldsstjórnir fyrri alda.

Samfylkingin hefur sett fram stefnu sem bæði getur leitt þjóðina út úr ógöngum kvótakerfisins, án þess að kippa fætinum undan þeim fyrirtækjum sem nú starfa við sjávarútveginn, og jafnframt opnað leið til að nýta stærstu auðlind þjóðarinnar þannig að allir njóti sama möguleika til að nýta sér hana. Þessi leið afskrifta og uppboðs veiðiheimilda hefur þegar vakið hörð viðbrögð.

En frá hverjum? Frá þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem notið hafa forréttindanna, þeim aðilum sem fengið hafa einkarétt á nýtingu fiskistofnanna. Og svo frá leikbrúðum og brellumeisturum þessara sömu aðila. Þeir stjórna málflutningi stjórnarflokkanna, tvíburaflokkanna Sjálfstæðis og Framsóknar. Þessir tveir flokkar hafa bitið sig svo fast í roð kvótakerfisins, að það þarf heljartak þjóðarinnar til að losa þá úr þeim viðjum. Það gerist ekki nema þeir fái réttláta ráðningu við kjörborðið.

Þessir sömu stjórnmálaflokkar stjórnuðu um áratugaskeið öllu viðskiptalífi landsmanna. Enginn mátti flytja út fiskafurðir, nema með einkaleyfi ráðuneyta sem þessir flokkar fóru með. Útflutningur frystra afurða var bundinn á klafa helmingaskipta, einkaleyfa úthlutað af stjórnmálamönnum. Það var ekki fyrr en jafnaðarmenn ákváðu að brjóta niður þessa einokun að breyting varð á. Þá spáðu menn vandræðum, verðlækkun og hruni (alveg eins og núna þegar afskrifa á kvótakerfið).

Sú spá gekk ekki eftir. Þeir sem innleiddu frelsi í útflutningsmálum voru ekki boðberar frjálshyggjunnar, heldur fulltrúar jafnaðar og réttlætis. Sama átti við um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnarandstöðu hamaðist hann gegn samningunum og taldi hann stórhættulegan fyrir efnahagslíf landsmanna (hann skipti um skoðun þegar hann komst í ríkisstjórn). Þeir einu sem allan tímann héldu fram sjónarmiðum markaðarfrelsis og jafnréttis voru jafnaðarmenn. Og nú vildu allir Lilju kveðið hafa.

Annað dæmi má nefna. Faðmlög forræðisflokkanna um landbúnaðinn hafa verið svo áköf og ástríðufull, að þeir eru langt komnir með að kæfa hann. Allt í nafni umhyggjunnar. Byggt hefur verið upp margra hæða hafta- og úthlutunarkerfi, og eftir því sem nýjar hæðir bætast á reglugerðaveldið fúna undirstöðurnar. Bændur þurfa að sópa burt fúnuðu kerfi með hjálp nýrra frelsisafla.

Þegar kemur að jafnréttinu fer Sjálfstæðisflokknum enn ver en í frelsinu. Það er bara einsog Flokkurinn og Jafnrétti eigi enga samleið. Enda ekki nema von, þar sem grundvöllur flokksins hefur aldrei byggt slíkum hugsjónum. Ungar velmenntaðar konur geysast fram á ritvöllinn og vitna með Flokksforystunni um það hve Flokkurinn hafi staðið sig vel í jafnréttismálunum. En það merkilega er að þær nefna allar sama atriðið máli sínu til stuðnings, nefnilega lög um fæðingarorlof.

Það er auðvitað sorglegt, að allar þessar frambærilegu, velskrifandi konur geti ekki nefnt fleiri mál Flokknum til dýrðar í jafnréttismálum. Í það minnsta fer ekki mikið fyrir konum á framboðslistum Flokksins, og sumstaðar þarf að fara alla leið aftur í sjötta eða sjöunda sæti framboðslistanna til að finna annað en misjafnlega miðaldra karla. Það er einhver innantómur hljómur og sorglegur blær yfir öllu tali sjálfstæðiskvenna um ást flokksins á jafnréttismálum, og ekki hægt annað en vorkenna þeim. Þær ættu kannski að íhuga að veita Flokk

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli