Frétt

Sturla Böðvarsson | 30.04.2003 | 18:06Til áréttingar: Kristni H. Gunnarssyni svarað – aftur!

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra.
Þingflokksformaður Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, virðist eiga erfitt með að skilja hvernig það gerðist að fjárveiting kom inn á samgönguáætlun til lengingar flugbrautar á Þingeyri. Líklega var rangt af mér að setja fram fulleinfalda skýringu á framgangi málsins, þ.e. að segja fjármagn það sem á sínum tíma var eyrnamerkt til lýsingar við Ísafjarðarflugvöll væri nú nýtt til lengingar Þingeyrarflugvallar. Það gat Kristinn H. Gunnarsson ekki sætt sig við sem skýringu.
Til að upplýsa Kristin H. og aðra áhugamenn um þessi mál, þá skal undirstrikað að framganga þessa máls var þessi:

Fjármagn hafði verið tryggt til uppsetningar næturflugsbúnaðar á Ísafirði – næturflugslýsing reyndist ekki raunhæfur kostur og gekk því ekki eftir að svo komnu máli. Því gátu þeir fjármunir runnið annað.

Flugráð, sem skipað er af samgönguráðherra og er honum til ráðuneytis, ályktaði um frestun á snertilendingarflugbraut í nágrenni Reykjavíkur.

Samgönguráðherra felur Flugráði að skoða möguleika þess að lengja flugbrautina á Þingeyri og fara í endurbætur í Grímsey með því að færa til fjármuni í áætluninni.

Flugráð ályktar um málið og leggur til við ráðherra að fjármagn verði fært til innan ramma samgönguáætlunar, svo unnt verði að fjármagna lengingu flugbrautarinnar á Þingeyri og endurbætur í Grímsey.

Samgönguráðherra gerir tillögu til samgöngunefndar Alþingis, í góðu samstarfi við formann nefndarinnar, að samgönguáætlun verði breytt í meðförum þingsins.

Tillaga samgönguráðherra, og þar með tillaga samgöngunefndar Alþingis, er samþykkt í meðförum Alþingis og framganga verkefnisins er þar með tryggð.

Annað: Þingflokksformaðurinn hefur, líkt og undirritaður, áhuga á jarðgangagerð milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Mín áhersla hefur alla tíð verið sú, að í kjölfar þeirra jarðganga sem nú er unnið að kæmu næst göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Það var skýr tillaga mín við gerð jarðgangaáætlunar. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins veit það væntanlega manna best, að það var hans eigin þingflokkur sem fékk þeirri tillögu minni breytt í þá veruna að rannsóknir myndu jafnframt hefjast fyrir austan. Þar með var áherslum í jarðgangagerð dreift. Ef þingflokksformaðurinn er nú sammála mér um þá forgangsröðun að göngin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar séu næst í röðinni fagna ég því.

Sem samgönguráðherra hef ég verið svo lánsamur að hafa meira framkvæmdafé til samgöngumála og hafa tryggt málaflokknum enn aukið fjármagn á næstu árum en dæmi eru um í samgöngusögu þjóðarinnar. Það að fjármagnið sé tryggt tryggir framkvæmdir. Þegar liggur fyrir að farið verði í rannsóknir til undirbúnings jarðgangaframkvæmdum fyrir vestan. Að rannsóknum loknum, og að loknum þeim jarðgangaframkvæmdum sem nú eru í útboði, liggur beinast við að hafist verði handa við gerð ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.

– Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.


Sjá fyrri þætti þessarar umræðu:

bb.is 30.04.2003
Kristinn H. Gunnarsson: Fjaðralaus flýgur lágt

bb.is 28.04.2003
Sturla Böðvarsson: Að skreyta sig með fjöðrum annarra

bb.is 22.04.2003
153 mkr. fjárveiting vegna lengingar flugbrautar á Þingeyri

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli