Frétt

Leiðari 17. tbl. 2003 | 30.04.2003 | 11:20Þeir verða að vakna

Í tvo áratugi hefur þjóðinni verið talin trú um að kvótakerfinu hafi verið ætlað það hlutverk að byggja upp fiskistofna, sem komnir voru að hruni. Í aðdraganda kosninganna hefur því hins vegar verið lýst yfir, að því hafi verið komið á fót til bjargar útgerðinni, sem á þeim tíma hafi verið rjúkandi rúst! Haft er eftir Einari Oddi Kristjánssyni alþingismanni, að áherslubreyting flokks hans í sjávarútvegsmálum sé „viðurkenning á að aðferðir við fiskveiðistjórnun hafi ekki dugað“. Linnulaust hefur almenningi verið talin trú um að frjálst framsal aflaheimilda væri möndull kvótakerfisins. Nú segir formaður Framsóknarflokksins að „framsalið hafi verið ágalli [á kvótakerfinu] alla tíð“.

Árum saman hefur BB lagt áherslu á eftirfarandi í skrifum sínum um kvótakerfið: Að greina þurfi á milli strandveiðiflota og úthafsflota; að efla beri krókaveiðar, vistvænustu veiðiaðferðina og einu færu leiðina til að sjávarbyggðirnar nái stöðu sinni á ný; að enginn geti átt óveiddan fisk og selt hann á okurverði; að efla beri rannsóknir á áhrif veiðarfæra á lífríkið.

Nú vill formaður Framsóknarflokksins auka veiðiskylduna í 75%. Hvers vegna ekki að stíga skrefið til fulls? Banna framsalið! Það skyldi nú aldrei vera að það „særi réttlætiskennd þjóðarinnar“ að pétri og páli sé úthlutað veiðiheimildum ókeypis, ár eftir ár, til þess eins að selja þær eða leigja. Hví í ósköpunum veigra þingmenn sér við að uppræta braskið í eitt skipti fyrir öll? Hverra hagsmuna eru þeir að gæta? Hverju breytir „stjórnarskrárbundin þjóðareign“ meðan stjórnvöld halda verndarhendi yfir óheftu braski með hana?

„Ég er ekki viss um að allir þingmenn geri sér grein fyrir hvað þeir voru að samþykkja“, eru fleyg orð Kristjáns Pálssonar alþingismanns þegar svefnvana þingmenn björguðu bankakerfinu fyrir horn með einskisverða pappíra með því að heimila veðsetningu aflaheimilda, nokkrum mánuðum eftir að þáverandi seðlabankastjóri, Steingrímur Hermannsson, hafði gráti nær beðið bönkunum liðsinnis. Kristján hafði rétt fyrir sér. Nú segja þeir sem stóðu fyrir veðsetningu þjóðareignarinnar að verði hróflað við kerfinu fari allt til höfðingjans í Neðra. Eftir tuttugu ára viðveru kvótakerfisins er útgerðin skuldugri en nokkru sinni fyrr.

Verkafólk fagnar frídegi sínum í aðdraganda þingkosninga að þessu sinni. Á frídegi verkalýðsins er fagnaðarefni að þingmenn virðast byrjaðir að rumska af langtíma óréttlæti í fiskveiðistjórnun, sem leitt hefur þungar búsifjar yfir sjávarþorpin í landinu. Það nægir þó íbúum þessara staða engan veginn að þingmenn losi svefninn. Þeir verða að vakna!!
s.h.


bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli