Frétt

bb.is | 29.04.2003 | 17:26Yfir átján hundruð þúsund flettingar á bb.is í þessum mánuði

Flettingar á bb.is í aprílmánuði komust í nótt yfir 1.800.000 (eina komma átta milljónir) en það gerir ríflega sextíu þúsund flettingar á dag að jafnaði. Innlit á vefinn í mánuðinum fóru þá jafnframt yfir 100.000 en það gerir um 3.500 innlit á dag að jafnaði. Flettingar á bb.is í mánuðinum eru um tvöfalt fleiri en voru í desember og þrefalt fleiri en voru í júní á síðasta sumri. Ef skoðaðar eru vefmælingar modernus.is, þar sem gerðar eru talningar á rúmlega 70 íslenskum vefjum, kemur í ljós að hlutfall flettinga á bb.is á móti innlitum er langtum hærra en almennt gerist. Þetta merkir með öðrum orðum að þeir sem fara inn á bb.is staðnæmast þar miklu lengur og skoða og lesa fleira en almennt gerist á einstökum vefjum.
Ástæða þessa munar er einmitt hinn mikli fjölbreytileiki bb.is og hversu margt er þar að skoða og lesa. Jafnframt verður vefurinn að teljast skýr í framsetningu og aðgengilegur. Til samanburðar eru innlit á fréttavefinn visir.is síðustu fjórar vikur nokkuð á níunda hundrað þúsund en flettingar tæplega þrjár og hálf milljón. Þannig ná þær ekki að vera tvöfalt fleiri en á bb.is.

Fréttavefurinn mbl.is ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska fréttavefi með rúmlega þrjár milljónir innlita og tæplega tíu milljónir flettinga síðustu fjórar vikur. Fullyrða má, að af íslenskum fréttavefjum er notkunin á bb.is örugglega í þriðja sæti á eftir mbl.is og visir.is. Innlit á vefinn ruv.is eru að vísu fleiri en þar eru flettingar ekki nema um einn fjórði hluti af flettingum á bb.is.

Síðan eru nokkrir aðrir vefir en almennir fréttavefir sem eru með langtum fleiri innlit og flettingar en bb.is, eins og leitarvefirnir leit.is og hugi.is, vefurinn simaskra.is og nokkrir aðrir sértækir vefir. Þar er einkum að nefna tölvuleikjavefinn eve-online.com sem margir ættu að þekkja.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli