Frétt

mbl.is | 29.04.2003 | 15:24Davíð segir tillögur um fyrningar aflaheimilda tilræði við íslenskt efnahagslíf

Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag, að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi vísvitandi rofið sátt sem náðst hefði um hvernig skipta skyldi arðinum af fiskveiðunum og komið fram með þá hugmynd að fyrna beri aflaheimildir útgerðarinnar á 5-20 árum. Sagði Davíð að næði slík stefna fram að ganga yrði það rothögg á sjávarútveginn og alvarleg atlaga að hinum dreifðu byggðum landsins. Þessar vanhugsuðu tillögur séu hreint tilræði við íslenskt efnahagslíf, stöðugleikann og kjör fólksins í landinu.
Davíð sagði að fiskveiðistjórnunarkerfið sem Íslendingar byggju við væri ekki gallalaust en hefði skilað sjávarútveginum og þá um leið þjóðinni allri miklum ávinningi. Stöðugleikinn gæfi möguleika á hagræðingu og það hefði sjávarútvegurinn svo sannarlega nýtt sér. Helst væri nú kvartað yfir því að of mikill auður skapist í greininni, og það þrátt fyrir að aflaheimildir í þorskinum hafi fyrir nokkrum árum verið skornar niður um nær helming.

„Hafa menn gleymt því þegar sjávarútvegurinn var í eilífðar vandræðum? Hafa menn gleymt bjargráðasjóðunum, gengisfellingunum, sértæku efnahagsaðgerðunum, neyðarefnahagsagerðunum og hvað þetta hét nú allt saman? Þetta er liðin tíð. Það er liðin tíð að skattpeningarnir okkar séu notaðir til að bjarga fyrirtækjum í sjávarútvegi. Besti mælikvarðinn á það hversu vel aflamarkskerfið hefur dugað okkur Íslendingum er hversu mjög menn deildu um hvernig skipta skuli arðinum af fiskveiðunum. Það náðist um það sátt í svokallaðri auðlindanefnd að leggja ætti hóflegt gjald á sjávarútveginn umfram það sem gert er við aðrar atvinnugreinar. Í þessu fólst sáttargerð sem ætlað var að skapa frið um þessa mikilvægu grein og tryggja þannig að afraksturinn af auðlindinni okkar yrði sem mestur.

Það hljóta því að teljast mikil vonbrigði, í ljósi þeirrar sáttar sem gerð hafði verið, að stjórnarandstöðuflokkarnir, Samfylking, Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn skulu vísvitandi hafa rofið þá sátt í aðdraganda kosninga og hafi nú náð saman um eina tillögu í sjávarútvegsmálum. Í öllu sínu annars innbyrðis sundurlyndi sem einungis innvígðir sérfræðingar fá skilið hefur þeim tekist að koma fram með þá hugmynd að fyrna beri aflaheimildir útgerðarinnar á 5 til 20 árum. Næði slík stefna fram að ganga yrði það rothögg á sjávarútveginn og um leið alvarleg atlaga gegn hinum dreifðu byggðum landsins. Það hljóta allir að sjá hversu hrikalegar afleiðingarnar verða. Ef tíu prósent aflaheimilda til dæmis Siglfirðinga eða Akurnesinga yrðu teknar í ríkissjóð á næsta ári og fyrir lægi að taka ætti önnur tíu prósent á næsta ári og svo koll af kolli þar til allt um þryti þá þyrfti ekki um að binda í þeim byggðarlögum. Eftir stæðu allslaus sjávarútvegsfyrirtæki án kvóta, en með miklar skuldir vegna fjárfestingar við hagræðingu í greininni. Hinar vanhugsuðu tillögur eru hreint tilræði við íslenskt efnahagslíf, stöðugleikann og kjör fólksins í landinu," sagði Davíð á aðalfundi SA.

Davíð fjallaði m.a. um umræðuna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu og sagði að tveir lögfræðingar, annar þeirra prófessor við Háskóla Íslands og sá sem sett hefði sig mest inn í Evrópumál af fræðimönnum þar og ritað vandaðan og þykkan doðrant um Evrópulögin, hefðu gefið frá sér álit eftir ítarlega rannsókn þar sem komist sé að athyglisverðri niðurstöðu. Þar komi meðal annars fram, svo ótvírætt sé, að fiskveiðistefnan verði ekki hin íslenska heldur sú evrópska, gangi Ísland í Evrópusambandið.

„Við inngöngu hyrfi svo til allt lagasetningarvald á sviði sjávarútvegsmála óafturkallanlega til sambandsins. Löggjöf um sjávarútvegsmál kæmi því frá Brussel, ekki frá íslenskum stjórnvöldum. Þá staðfestir rannsóknin að hæpið sé að telja að Ísland fengi varanlegar undanþágur frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB. Það er meðal annars byggt á úttekt á aðildarsamningi Norðmanna við ESB, sem var hafnað í þjóðaratkvæði árið 1994. Nýlegur aðildarsamningur Möltu við sambandið segir sömu sögu, þá að varanlegar undanþágur fást ekki frá reglum þess um sjávarútveg. Ekki er síður athyglisverð sú niðurstaða rannsóknarinnar að ESB mundi í aðildarviðræðum líklega gera kröfur á hendur Íslandi um aðgang að veiðum í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir skip frá ESB ríkjum. Einnig mundu reglur ESB um svokallað kvótahopp auðvitað gilda fyrir Ísland eins og aðra í sambandinu og opna veiðar við landið fyrir útgerðum í löndum þess," sagði Davíð.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli