Frétt

| 28.12.2000 | 14:35Víkingur með barnshjarta

Jón Laxdal leikari.
Jón Laxdal leikari.
Leikarinn Jón Laxdal á Keisarastóli (Kaiserstuhl) í Sviss er í viðtali í Bæjarins besta sem kemur út í dag. Hann er „Bakkapúki“ frá Ísafirði, fæddist við Sundstrætið og varði ómældum tíma í æsku í fjörunni við „Nestakusta“ eða Neðstakaupstað eins og það heitir á máli fullorðinna. Lassi er sjálfur löngu orðinn fullorðinn eftir því sem menn af hans tagi geta yfirleitt orðið. Hann er kominn hátt á sjötugsaldur en það er eins og barnið í listamanninum yngist með hverju árinu.
Jón Laxdal eignaðist soninn Jón Laxdal júníor á afmælisdegi sínum í sumar og þar sér hann Lassa litla á Ísafirði endurfæddan. Fjölskylduhagir Jóns Laxdal eru sérstæðir því að kona hans er dóttir sambýlismanns hans sem þá er jafnframt tengdafaðir hans. Fjölskyldan býr í eldfornu húsi í sunnanverðum Svartaskógi við mjúkláta og gróðursæla bakka Rínar áður en áin rennur inn í Þýskaland og verður að fljóti.

Á Keisarastóli rekur Jón leikhúsið sitt fræga, Jón Laxdal Theater. Konan hans starfar á daginn sem geðlæknir en á kvöldin selur hún aðgöngumiðana og lífsförunautur Jóns og tengdafaðir afgreiðir á barnum í leikhúsinu. Í stuttu máli er lífsferill Jóns Laxdal allur hinn ævintýralegasti. Hann kemur stöku sinnum til fósturjarðarinnar og heim á gamla Ísafjörð þar sem systkini hans búa...

Úr því að á annað borð er farið að birta hér á vefnum leiðréttingar á því sem er í Bæjarins besta sjálfu (sbr. klausu fyrr í dag um gamla og góða ritstjórnargrein), má taka eftirfarandi fram:

Skrifari viðtalsins við Jón Laxdal ruglaði saman þeim Garðari Hólm og Álfgrími í Brekkukotsannál, en í kvikmyndinni lék Jón Laxdal reyndar þá báða. Svona meinloka er illskiljanleg og því miður er víst ekki hægt skella skuldinni á tölvutæknina. Jafnvel þó að það sé freistandi.


bb.is | 29.09.16 | 14:50 Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með frétt Alþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli