Frétt

Sælkerar vikunnar – Hrafnhildur Samúelsdóttir og Jósef Vernharðsson | 28.04.2003 | 16:44Fylltur úrbeinaður lambahryggur

Hrafnhildur og Jósef.
Hrafnhildur og Jósef.
Úrbeinið hrygginn og takið lundirnar og leggið í sárið (hryggurinn á að vera í heill). Kryddið með grillkryddi. Setjið fyllingu í hrygginn (sjá hér fyrir neðan) og vefjið honum saman með bandi eins og rúllupylsu. Til að pensla hrygginn að utan hrærum við saman 2 pressuðum hvítlauksrifjum, grillkryddi og 2 msk matarolíu.
Fylling
2 msk Sweet Relish
1 stk saxaður laukur
½ paprika, rauð
3 msk franskt sinnep
2 franskbrauðssneiðar

Allt sett á pönnu og hitað og síðan sett í hrygginn. Steikið í ca. 1 klst við 200°C hita (gott að steikja í steikingarpotti).

Sósa
300 g sveppir steiktir í smjöri og settir í pott ásamt 3 dl sjóðandi vatni
½ piparostur settur út í og látið malla þar til osturinn er bráðnaður
¼ l rjómi
Honig teningar eftir smekk
sósujafnari
ekki skaðar að setja smáskvettu af koníaki

Salat
2 stk epli, smátt skorin
125 g döðlur, smátt skornar
100 g smátt skorið suðusúkkulaði
¼ l þeyttur rjómi
öllu blandað saman

Þetta salat er mjög gott með kjöti. Svo eru sykurbrúnaðar kartöflur og eitthvað súrt og sætt eftir smekk hvers og eins borið með.


Rækjufrauð (forréttur)

300 g rækjur
1 búnt steinselja
½ lítri rjómi
100 g mæjones
1 box sýrður rjómi, 18%
10 blöð matarlím
safi úr hálfri sítrónu
aromat
½ dl vatn

Hakkið rækjurnar í matvinnsluvél. Blandið saxaðri steinseljunni saman við ásamt mæjonesi og kryddinu. Leggið matarlímið í bleyti og leysið það síðan upp í sítrónusafanum og vatninu og hitið í vatnsbaði þar til matarlímið er uppleyst. Kælið aðeins. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við rækjumaukið. Hellið síðan matarlíminu saman við.

Klæðið stórt formkökuform með plastfilmu og setjið síðan rækjufrauðið í formið. Kælið í ísskáp um 6 klukkustundir. Hvolfið síðan á fat skreytt með vínberjum, rækjum, tómötum eða hverju sem vill. Berið fram með ristuðu brauði og kryddsósu.


Mars-ís

120 g púðursykur
3 eggjarauður
2 egg
1 tsk vanillusykur
3 stk Mars-súkkulaði, smátt skorin
½ l rjómi

Þeytið saman egg, eggjarauður og sykur létt og ljóst geymið meðan rjóminn er þeyttur. Blandið varlega saman rjómanum og eggjahrærunni og síðan Mars-súkkulaðinu. Setjið í form og frystið.

Verði ykkur að góðu.

Við viljum skora á hjónin Halldóru Magnúsdóttur og Kristján Haraldsson að koma með næstu uppskriftir. Þau eru þvílíkir listakokkar að leitun er að öðru eins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli