Frétt

Lárus G. Valdimarsson | 28.04.2003 | 14:18Frambjóðandi Birna: Hrist en ekki hrærð

Lárus G. Valdimarsson.
Lárus G. Valdimarsson.
Stuttur pistill míns ágæta kollega Birnu Lárusdóttur bæjarfulltrúa vakti athygli mína en ekki hrifningu. Pistill þessi bar yfirskiftina „Heiðarleiki á hlið“ og birtist hér á vefsíðu bb.is 25.apríl. Þar gerir Birna sér far um að taka úr samhengi ummæli Ingibjargar Sólrúnar þáverandi borgarstjóra í þeirri orrahríð sem háð var innan, og þó aðallega utan borgarstjórnar, síðari hluta desembermánaðar síðastliðins. Nú er það auðvitað þekkt aðferð, en ekki stórmannleg, að affæra ummæli með þessum hætti í þeim tilgangi að reyna slá pólitískar keilur.
Tilgangur þessara skrifa virðist vera sá að reyna telja kjósendum á „landsbyggðinni“ trú um að Ingibjörg Sólrún muni einungis hugsa um hagsmuni höfuðborgarsvæðisins, komist hún í stól forsætisráðherra eftir kosningar. Þetta er náttúrulega fráleitt og flokkast sem gamaldags hræðsluáróður. Slíkur málflutningur getur því ekki talist málefnalegur.

Tvenn ummæli Ingibjargar Sólrúnar leggur frambjóðandi Birna til grundvallar niðurstöðu sinni um meintan skort á heiðarleika og trúverðugleika fyrrum borgarstjóra. Fyrri ummælin eru frá 18. desember og hin síðari úr Kastljósþætti milli jóla og nýárs. Þegar Ingibjörg Sólrún ákvað að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík-Norður, þá var ljóst að hún gerði ráð fyrir að sitja áfram í stóli borgarstjóra út þetta kjörtímabil.

Það ótrúlega ástand sem skapaðist í kjölfar þessarar ákvörðunar sá enginn fyrir enda mun það vera einsdæmi í íslenskri pólitík. Þar fóru pólitísk „stórmenni“ hvert um annað þvert á taugum, með þeim afleiðingum að borgarstjóri neyddist að lokum til að segja af sér til þess að bjarga annars vegar árangursríku samstarfi R-listans og hins vegar andliti pólitískra „stórmenna“. Viðbrögðin við ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar á vettvangi landsmála eru órækasta sönnun þess hve öflugur leiðtogi hún er að mati hennar pólitísku andstæðinga / samherja. Að auki afhjúpaðist hið sanna eðli og innræti margra pólitískra „stórmenna“ – er hér einkum átt við leiðtoga Framsóknarflokksins – svo eftir var tekið!

Borgin og ríkisvaldið

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með pólitík á Íslandi hin síðari ár, að sú staðreynd að Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekist að ná völdum í Reykjavík í kosningum 1998 og 2002, þrátt fyrir einbeittan vilja og baráttu, hefur valdið forystu flokksins ómældum sálrænum þjáningum. Birtingarform þessa hefur einkum mátt merkja í margendurteknum árásum á meirihluta R-lista úr ræðustól á hinu háa Alþingi. Fremstur hefur farið forsætisráðherra af sínu alkunna stórlyndi. Það er því fullkomlega eðlilegt að borgarstjóra hafi fundist mál til komið að hafa tækifæri til þess að svara forsætisráðherra og öðrum á vettvangi Alþingis. Rétt er einnig að minna á að finna má fleiri en eitt fordæmi þess að sitjandi borgarstjóri hafi einnig gegnt þingmennsku, þar á meðal núverandi forsætisráðherra.

Nema það sé trú Sjálfstæðiskvenna að slíkt sé einungis á færi manna úr „hundrað-kalla-klúbbnum“ víðfræga. Jafnréttissýn Samfylkingarinnar nær nefnilega svo langt, að við treystum Ingibjörgu Sólrúnu og öðrum frambærilegum og hæfum kvenframbjóðendum í okkar fremstu röð. Þær gegna ekki hlutverki páfjaðra á framboðslistum.

Nú gæti jafnvel farið svo í einhverri framtíð, að frambjóðandi Birna Lárusdóttir komist til áhrifa með setu á Alþingi. Mér finnst því tilheyra að jafn glæsilegur fulltrúi og hún er temji sér ekki ósiði sem þá að tileinka sér lágkúrulegan málflutning. Mín kynni af Birnu eru þess eðlis, að ég trúi ekki að slíkt sé henni eðlislægt. Ég kýs því að trúa að frambjóðandinn hafi verið „hrist“ eftir að hafa þeyst um okkar víðfeðma kjördæmi, eins og fram kemur í upphafi pistils, og það hafi truflað hennar ágætu dómgreind eitt augnablik.

Um þá niðurstöðu Birnu, að Ingibjörg Sólrún sé ekki trúverðug vegna þess að hún hafi kúvent í sinni afstöðu frá því áðurnefnd ummæli voru sögð þar til hún var útnefnd forsætisráðherraefni Samfylkingar í upphafi þessa árs, er því eins og að bera saman epli og appelsínur. Ummæli og afstaða hugsandi fólks hlýtur ávallt að ákvarðast af aðstæðum og forsendum hverju sinni. Og því er þannig farið, samkvæmt minni reynslu, að fari maður fram með rangar forsendur, eins og Birna gerir hér, þá leiðir það ávallt og undantekningarlaust til rangrar niðurstöðu.

Ekki er ég sérstaklega gefinn fyrir persónudýrkun en verð þó að segja, vegna hugleiðinga Birnu um heiðarleika, að ég tel að fáir ef nokkur íslenskur stjórnmálaleiðtogi standi betur undir

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli