Frétt

Leiðari 52. tbl. 2000 | 28.12.2000 | 10:31Við aldamót

„Sveitarlimur, hreppsómagi, þurfalingur, niðursetningur – þessi orð vöktu skelfingu í hugum þeirra sem þurftu að bera þau, samúð velviljaðra manna, en fyrirlitningu þeirra sem hrokafullir voru og ómannúðlegir.“

Svo segir í bók Gylfa Gröndals, Steinn Steinarr – leit að ævi skálds, þegar fjölskylda Aðalsteins Kristmundssonar var leyst upp og foreldrarnir og þrjú yngstu börnin send hreppaflutningi í fæðingarsveit þurfamannsins, föðurins. Ekki er lengra síðan þetta var en svo, að á meðal okkar er fólk sem man þessa tíma og varð sumt hvert beinir þátttakendur í eða vitni að þeirri skelfilegu niðurlægingu sem því fylgdi að fá þann stimpil á sig sem þessum nafngiftum fylgdi.

Engum blöðum er um það að fletta að fáar þjóðir hafa upplifað aðrar eins breytingar á nær öllum sviðum mannlífs og atvinnuhátta og Íslendingar hafa orðið vitni að og notið á öldinni, sem nú kveður. Og það er heldur enginn vafi á því að fáar þjóðir hafa verið duglegri og framsæknari við að nýta sér aukna tækni og þekkingu eftir því sem á fjörur rak. Og við lok aldarinnar er svo komið að við erum ekki lengur aðeins þiggjendur, bíðandi eftir nýjungum og framförum frá öðrum þjóðum, heldur erum við á fjölmörgum sviðum í fremstu röð og til okkar litið úr mörgum áttum.

Í lok tuttugustu aldarinnar fer ekki á milli mála að mikill meiri hluti þjóðarinnar býr við allt önnur og ólík kjör en var í upphafi og talsverður hluti við ríkidæmi, sem menn vissu ekki að væri til nema í útlöndum og þá helst í kóngasögum. Engu að síður búa fjölmargir þegnar landsins við kjör sem ekki eru sæmandi þjóð sem talin er meðal ríkustu þjóða heims.

Undir lok aldar hafa í máli og myndum verið rifjaðir upp atburðir er ollu straumhvörfum í sögu þjóðarinnar og á það lögð áhersla að þessa sögu verðum við að varðveita. Þó ekki væri nema til að minna okkur á þau sannindi, að við stöndum í þakkarskuld við þá er lögðu grunninn að þeirri velferð sem við búum við í dag, forfeður okkar, sem fæstir fengu að njóta þeirra elda er þeir kveiktu.

Því er vitnað til dapurlegrar bernsku eins af okkar mestu skáldum í upphafi þessarar aldar, að við gleymum okkur ekki í velmeguninni og öllu frelsinu, heldur sýnum þann manndóm við upphaf nýrrar aldar að afmá fátækrastimpilinn af þjóðfélaginu fyrst tuttugasta öldin nægði ekki til þess.

Bæjarins besta þakkar lesendum og viðskiptavinum sextán ára trygga samfylgd. Við lítum björtum augum til nýs árs og nýrrar aldar og vonumst til að eiga áfram jafn góða samleið með hinum fjölmörgu velunnurum blaðsins og við höfum átt hingað til.

Gleðilegt nýtt ár!
s.h.


bb.is | 28.09.16 | 13:25 Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með frétt Norðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli