Frétt

Anna Kristín Gunnarsdóttir | 25.04.2003 | 09:47Menntun er fjárfesting

Anna Kristín Gunnarsdóttir.
Anna Kristín Gunnarsdóttir.
Við Íslendingar segjumst gjarnan búa í stéttlausu samfélagi þar sem jöfnuður ríkir. En ekki þarf grannt að skoða né lengi til þess að sjá að á fáeinum árum hefur orðið til tvenns konar samfélag. Stefna valdhafa undanfarinna ára hefur leitt til aukins ójöfnuðar; búið til ofsaríka og fátæka, vel menntaða og lítt menntaða, dekursvæði og afskipt svæði. Nýjar tölur frá Eurostat, tölfræðistofnum Evrópusambandsins, sýna alvarlega þróun í menntunarmálum Íslendinga. Við stöndum langt að baki þeim Evrópuþjóðum sem við viljum helst bera okkur saman við hvað varðar menntun. Og bilið fer breikkandi. Allt að 40% færri ungir íslendingar en sambærilegur aldurshópur á öðrum Norðurlöndum ljúka öðru en grunnskólaprófi. Þannig hefur verið búið að ungu kynslóðinni okkar sem framtíð landsins byggir á!
Samfylkingin hefur sett fram skýr áhersluatriði til að efla menntun þjóðarinnar. Meðal þess sem skiptir okkur landsbyggðarfólk sérstaklega máli er að fullorðið fólk sem hefur stutta formlega skólagöngu fái annað tækifæri til að afla sér framhaldsmenntunar án þess að þurfa að leggja á sig fjárhagsbyrðar umfram aðra nemendur. Nú þurfa fjarnemendur á framhaldsskólastigi, sem oftar en ekki eru fullorðnar konur, að greiða fyrir hverja námseiningu og geta fjárhæðirnar hlaupið á háum tölum. Þetta er ósanngjarnt, á sama tíma og þeir sem geta tekið strætó í framhaldsskólann sinn greiða aðeins tiltölulega lág skólagjöld.

Efling símenntunar í samvinnu við atvinnulífið og sveitarfélög er grundvallaratriði í samkeppnishæfni fyrirtækja og einstaklinga. Við hana ber að leggja sérstaka rækt. Markviss fræðsla auðveldar fólki að fá vinnu og er þar með gagnleg atvinnulífinu.

Mikill vandi blasir við framhaldsskólum landsins sem hafa verið fjársveltir um langa hríð. Ný framhaldsskólalög eru gölluð og hafa m.a. leitt til þess að verknám hefur að mestu flust til Reykjavíkur. Það hefur aftur leitt til þess að sífellt færri ljúka nú verknámi þar sem sækja þarf það um langan veg, í dýrasta námsumhverfi landsins. Við atvinnulífinu blasir skortur á menntuðum iðnaðarmönnum svo þá þarf nú að sækja til útlanda í umtalsverðum mæli.

Hér er brottfall á framhaldsskólastigi með því mesta sem þekkist og aðeins 60% sérhvers árgangs brautskrást. Þetta er vondur viðskilnaður Sjálfstæðisflokks eftir 12 ára yfirráð í menntamálaráðuneytinu!

Samfylkingin ætlar að fjárfesta í: a) fjarnámi b) átaki í verknámi c) fjölbreyttari námsbrautum d) starfsmiðuðum brautum innan framhaldsskólans e) nýju tækifæri fyrir þá sem ekki ljúka prófum.

Þekkt er að 1% hækkun menntunarstigs leiðir til 3% hagvaxtar. Menntakerfið er jöfnunartæki í þekkingarsamfélagi framtíðarinnar. Það er lykillinn að því að samfélagið verði á ný stéttlaust.

Anna Kristín Gunnarsdóttir. Höfundur skipar 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli