Frétt

kreml.is - Sigurður Pétursson | 23.04.2003 | 10:10Buena Vista Ísafjörður

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Skíðavikan á Ísafirði er hátíð sem allir Ísfirðingar bera í hjarta sér, hvert sem þeir berast um jarðarkringluna. Það er ekkert sem jafnast á við langa, skemmtilega páskaviku í faðmi fjalla blárra með skjannhvítar skíðabrekkur og sólskin á Dalnum, og fjöruga skemmtun fram á nætur. Og allir brottfluttu Ísfirðingarnir sem heimsækja bæinn eru jafn fastur liður í skíðaviku og farfuglarnir á vorin, þó þeir staldri ekki við nema í eina viku. Skíði, snjór og skemmtun. Það eru páskar á Ísafirði. Hvað gera menn þá, þegar það er enginn snjór?
Þetta er búinn að vera undarlegur vetur. Það er varla að það hafi fest snjó á götunum. Fyrst var nú haustið bæði hlýtt og gott og teygði sig alveg til jóla. Þá fannst nú mörgum orðið ansi dimmt, þegar ekki sást einu sinni snjóföl í fjöllunum. En það bjargaðist fyrir horn um áramótin. Þá kom sá mildasti vetur sem elstu menn muna. Auðir vegir suður í allan vetur. Menntaskólakrakkar fara í hópferð til Akureyrar á rútu um miðjan vetur, fjölskyldur skreppa hvert á land sem er í fermingarveislur í apríl og Gamla Apótekið fer í hringferð kringum landið um páska. Það er af sem áður var, þegar Vestfirðir voru lokaðir af meirihluta ársins og ekkert hægt að komast, nema á sjó eða í lofti. Nú eru allir vegir færir. En hvað verður þá um Skíðavikuna?

Bílar streyma í bæinn, með skíði á þakinu (þau hafa legið þar óhreyfð síðan) og Flugfélagið flytur hlöss af gömlum Ísfirðingum til æskuslóðanna. Fólkið kemur, hvort sem það er snjór eða ekki. Skíði, snjór og skemmtun, það er skíðavikan. Ef enginn er snjórinn og ekkert gagn af skíðunum, þá er allavega skemmtunin eftir. Og hún hefur verið til staðar þessa páska sem aðra. Fjölskyldur og vinir hittast, eiga ánægjulegar samverustundir í ró og næði með sínu fólki. Fyrir mörgum eru það hinir einu sönnu páskar. Ýmislegt annað hefur líka staðið til boða.

Reyndar hefur verið hægt að fara á skíði, ef betur er að gáð. Þá er ég ekki að meina snjóinn sem fluttur var ofan af fjöllum niður í bæ, og sprettgangan var haldin á, heldur uppi á Breiðadals- og Botnsheiði. Þar skeiða göngumenn í gríð og erg. Þeir kepptu meiraðsegja í 50 km. göngu. Og þeir Skíðafélagsmenn fundu ágæta brekku fyrir Páskeggjamótið, svo krakkarnir gátu tekið gleði sína. Svo birtist allt í einu úr heiðskírum himni gulur vélfugl eins og yfirnáttúruleg furðuvera og steypti Góu karamellum yfir æskulýðinn. Þá var einsog komin væri alvöru Skíðavika. Í stutta stund.

Söngur, tónlist og skemmtun hefur alltaf verið stór hluti af Skíðaviku Ísfirðinga. Þó að enginn sé snjórinn, þagnar ekki tónlistin. Litli leikklúbburinn og Tónlistarskólinn hafa sýnt Tónaflóð að minnsta kosti annan hvern dag, alla vikuna. Ævintýri með tveimur stórsöngkonum og mörgum söngvurum ekki mikið minni, af báðum kynjum og á öllum aldri, sem bæði leika og syngja sig inn í hjörtu viðstaddra. Undir sýningunni ómar lifandi tónlist nemenda og kennara Tónlistarskólans. Samspil tónlistar, söngs og leiks. Stórsýning. Hátt á annað þúsund manns hafa þegar sótt sýninguna, og enn er séns fyrir þá sem eiga eftir að skella sér vestur. Sýningar standa yfir.

Það er sama hvort þorstinn er andlegur eða líkamlegur. Á Skíðaviku hafa menn yfirleitt getað svalað hvorum tveggja. Ekki brást það nú, frekar en endranær, þó enginn væri snjórinn. Tónlistarfélagið bauð upp á tónleika með einni af dætrum kaupstaðarins, Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur konsertpíanista. Tvær málverkasýningar voru opnaðar, önnur með heimamönnunum Reyni Torfa og Dagnýju Þrastar. Veitingamenn bæjarins buðu upp á úrval skemmtana. Hljómsveitir unga fólksins spiluðu og hétu bæði Ber og Fár eða eitthvað álíka. Mannakorn voru á Hótelinu (hin einu og sönnu með Magnúsi og Pálma og allt) og gott ef ég sá ekki Sigga Björns á flugvellinum, örugglega á leiðinni á Vagninn á Flateyri. Og svo var B.G. með bæði böll og skemmtun. En hápunkturinn, fyrir þann sem þetta ritar, var djasskvöldið í Krúsinni. Það er ekki spurning.

„Buena Vista Ísafjörður“ sögðu menn í Krúsinni þegar þessir síungu öðlingar sendu áheyrendum hverja glitrandi tónlistarperluna á eftir annarri. Vorum við stödd í New York, London, París eða Prag? Heimsklassadjasstónleikar. Nei, við vorum á Skíðaviku á Ísafirði. Buena Vista Ísafjarðar eru: Óli málari, Ólafur Kristjánsson, nýhættur sem bæjarstjóri í Bolungarvík, trillandi á píanóið hverja fúguna á eftir aðra, hvort heldur var róleg ballaða eftir Villa eða dillandi sving eftir klassíkera djassins. Magnús Reynir Guðmundsson, áður bæjarritari en nú bæjarstjórnarmaður, plokkaði uppréttan bassa af leikni, miklu virðulegra þannig en með rafbassann,

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli