Frétt

Stakkur 16. tbl. 2003 | 23.04.2003 | 09:23Skoðanakannanir

Skoðanakannanir benda til þess, að einungis verði kostur á þriggja flokka ríkisstjórnum að kosningum loknum. Þetta er byggt á ummælum forsætis- og utanríkisráðherra. Sá fyrri telur víst að allt stefni í að mynduð verði ríkisstjórn Samfylkingar, Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna, miðað við niðurstöðu skoðanakannana og ummæli forystumanna þeirra. Hinn síðari telur, að hljóti Framsóknarflokkurinn kosningu sem skilar aðeins 7 til 8 þingmönnum, hljóti slíkt að teljast skýr skilaboð frá kjósendum um að hans sé ekki óskað við stjórnvölinn. Reyndar hefur samstarf þessara tveggja flokka verið farsælt og óumdeilt að þjóðarbúið standi vel, þótt stjórnarandstaðan telji þar einungis utanaðkomandi áhrif að verki. En þar sker hún sig skýrt og greinilega frá stjórnarflokkunum, sem telja að ríkisfjármálum sé hægt að stjórna og gera það.

Þriggja flokka stjórnir hafa ekki gefist vel. Nægir að minna á vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar 1971 til 1974, stjórn sama forsætisráðherra 1978 til 1979, ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen 1980 til 1983 og vinstri stjórnina 1988 til 1991 undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Ekki skal því haldið fram, að viljaskortur hafi ráðið eða engu góðu hafi verið komið til leiðar. Hinu verður ekki neitað og dómur sögunnar er á þá leið, að verulegra lagfæringa var þörf í lok stjórnartímans. Í meginatriðum var niðurstaðan sú, að ríkisfjármál þörfnuðust uppstokkunar. Viðtakandi ríkisstjórna, sem allar voru tveggja flokka og gripu til markvissrar fjármálastjórnunar, beið mikil vinna. Flestar fjölflokkastjórnirnar voru vinstri stjórnir með einni undantekningu, ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar 1987 til 1988. Þær tóku við góðu búi, en fórst stjórnin ekki nægilega vel úr hendi þótt viljinn væri góður. Of ólík stefna flokkanna, sem aðildina áttu, réð því að heildarstefnan leið fyrir. Árangurinn varð sá, að ríkisfjármál voru yfirleitt í nokkrum ólestri og þá sjaldan meir en í lok stjórnarsetu 1983, en þá mældist verðbólga 130% og hafa hærri tölur ekki sést hérlendis, þótt oft hafi útlitið verið svart.

Hvað þýðir ríkisstjórn þessara þriggja flokka fyrir Vestfirði? Afnám kvótakerfisins mun kippa stoðunum undan þeim útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum sem hér starfa enn. Svo mikla trú hafa heimamenn, að keypt var hlutafé í Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru fyrir nærri 700 milljónir króna nýlega. Stoðunum kann að verða kippt undan því glæsta fyrirtæki. Verst er, að það telja þeir, sem því hafa lofað, verða til góðs. Framfarir og uppgangur í smábátaútgerð verða kyrkt og nægir að minna á ummæli Davíðs Kjartanssonar í þeim efnum. Hætt er við því að grundvellinum undan núverandi útgerð í Bolungarvík verði kippt burt með sama hætti. Hvar stöndum við þá? Fjármagn til stórútgerðar er ekki á lausu og síst verði það tekið með fjárheimtu í ríkissjóð í formi ótrúlegrar skattlagningar af hverju veiddu kílói þegar í land er komið. Svona loforð gefa menn vart nema þeir haldi að við þau þurfi ekki að standa. Kvótakerfið má laga, en verði hitt að veruleika má vænta þess, að við taki efnahagssveiflur sem kjóendur eldri en 35 ára þekkja alltof vel, en hinir ekki.


bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli