Frétt

mbl.is | 22.04.2003 | 15:29Ógnaði starfsfólki verslunar með exi

Maður réðist með exi inn í verslun í austurborg Reykjavíkur um hádegisbil á laugardag, ógnaði starfsfólki og stal hljómtæki úr hillu. Lögreglan segir að ræninginn hafi náðst nokkrum klukkustundum síðar og fannst þýfið í vistarverum hans. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í Reykjavík eftir páskahelgina. Segir þar að með komu vorsins og hækkandi sól virðist sem bensínfótur ökumanna þyngist. Yfir páskahelgina, frá miðvikudegi að telja, voru 140 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Sex ökumenn mældust á meiri en 50 km hraða yfir leyfilegum hámarkshraða. Sá sem hraðast fór mældist á 151 km/klst á Suðurlandsvegi við Rauðhóla þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.
Þá segir lögreglan að töluvert sé um að ökumenn hafi ekki ökuskírteini meðferðis en sekt við slíku er 5000 krónur. Þá voru 14 grunaðir um ölvun við akstur og eru það nokkuð færri en á síðustu páskum. Á páskadagsmorgun voru 33 bifreiðar stöðvaðar á Vesturlandsvegi og ástand ökumanna kannað. Þeir reyndust allir í lagi.

Laugardag fyrir páska var ekið yfir fót barns á horni Laugavegs og Smiðjustígs. Ökumaður hélt áfram för sinni án þess að nema staðar en faðir barnsins fór með það á slysadeild.

Á páskadag var tilkynnt um bifreið sem ekið var utan vega. Bifreiðin var númerslaus og hafði valdið þó nokkrum skemmdum. Ökumanni var veitt tiltal og bifreiðin dregin af vettvangi. Gróður er mjög viðkvæmur á þessum árstíma og akstur utan vega því sérlega skaðlegur.

Nokkuð var um árekstra og slys í umferðinni um helgina en eftir því sem næst verður komist urðu ekki alvarleg slys á fólki. Eitthvað var þó um háls- og bakmeiðsl. Ökumaður bifhjóls missti stjórn á því rétt eftir miðnætti á páskadag þannig að það fór út fyrir akbrautina og lenti á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild þar sem hann kenndi eymsla í hálsi, öxl og mjöðm.

Nokkuð var um innbrot í bíla um páskana. Algengast er að geislaspilurum, geisladiskum, myndavélum og öðrum verðmætum sé stolið úr bifreiðum. Lögreglan vill minna á að skilja ekki eftir verðmæti sem freistað gæti þjófa í bifreiðum.

Á miðvikudag féll 20 metra ljósamastur með 4 kösturum ofan á bifreið við Holtabakka. Festing við eina af þremur stoðum mastursins hafði gefið sig. Ekki urðu slys á fólki.

Í hádeginu sama dag var tilkynnt um vinnuslys í Grafarvogi. Þar höfðu timburplötur fallið á mann sem skrámaðist lítillega.

Þann dag bárust einnig tilkynningar um innbrot í tvo sumarbústaði í landi Miðdals. Hurðir höfðu verið spenntar upp og farið inn í bústaðina. Úr öðrum bústaðnum hafði tækjum og fleiru verið stolið.

Um kvöldmatarleytið kom maður og tilkynnti um einelti sem hann verður fyrir á vinnustað sínum í Mosfellsbæ

Aðfaranótt skírdags var tiltölulega róleg þó svo að nokkuð væri um pústra og slagsmál. Óskað var eftir aðstoð lögreglu til að kanna leyfi leigubílstjóra í akstri og á skemmtistað í miðborginni voru gestir með hótanir í garð starfsfólks. Svo fór að þeir ruddust inn á staðinn, brutu þar spegil og dyravörður var bitinn í eyra.

Undir morgun óskaði hótelgestur aðstoðar vegna tveggja kvenna sem voru að slást. Í ljós kom að hótelgesturinn hafði leigt herbergi fyrir sig og konu eina en eiginkona hans fengið af því pata og mætti hún á staðinn. Upphófust þá slagsmálin milli kvennanna.

Brotist var inn í félagsheimili í austurborginni og þaðan stolið skjávarpa að verðmæti 500.000 kr.

Um hádegi á skírdag kom rúmenskur karlmaður á lögreglustöðina á Hverfisgötu, framvísaði vegabréfi og óskaði eftir hæli á Íslandi.

Seinna sama dag kom leigubílsstjóri með farþega á lögreglustöð sem gat ekki borgað fyrir aksturinn.

Ekið var á lögreglumann að kvöldi skírdags eftir að ökumaður missti stjórn á skapi sínu vegna stöðumælasektar sem hann hafði fengið. Ruddi hann lögreglumanninum ½-1 metra á undan sér. Lögreglumanninn sakaði ekki.

Aðfaranótt föstudagsins langa var tilkynnt um eld á göngustíg í Öskjuhlíðinni. Krakkar voru í fjörunni og slökktu þau eldinn.

Eftir hádegi var tilkynnt um skemmdir á þremur bifreiðum í miðborginni þar sem gengið hafði verið uppi á bifreiðunum. Bílarnir voru allir töluvert dældaðir.

Á föstudagskvöld var tilkynnt um mikinn vatnsleka í húsi við Barónsstíg. Þar hafði komið upp leki frá baðherbergi í íbúð á 2. hæð Komist var fyrir lekann sem var frá baðkari. Ekki náðist í alla eigendur íbúða en farið var inn í íbúðirnar og sendi tryggingafélagið mann á staðinn til að þurrka upp bleytuna.

Aðfaranótt laugardags voru tveir piltar staðnir að því að selja landa í Grafarvogi. Voru þeir handteknir og viðurkenndu bro

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli