Frétt

| 22.12.2000 | 14:53Jólahátíðin og kærleikurinn

Jól eru hátíð kristinna til þess að minnast fæðingar Jesú Krists, sem talin er hafa orðið um það bil 2 til 7 árum fyrir núverandi tímatal vestrænna ríkja, en það er reyndar miðað við Krists burð!

Kristin trú byggir á boðskap Krists. Hún er svo dæmi sé tekið frábrugðin Gyðingtrú, sem þó mun reyndar hafa sama guð og kristnir. Í Múhameðstrú er Kristur einn spámannanna eins og Abraham, Móse og Múhameð en hefur ekki guðlega náttúru eins og í kristindómi, þar sem hann er þríeinn með Guði og heilögum anda.

Þessi orð eru sett hér á blað til þess að minna á þá staðreynd að trúarbrögð eru í eðli sínu tvíþætt, þau þjóna ríkri trúarþörf en eru í senn félagslegt aðhaldskerfi. Hversu sterkur seinni þátturinn telst á Íslandi er erfitt að meta. Sá fyrri hefur þó nokkru hlutverki að gegna sé tekið mið af skoðanakönnunum. Samkvæmt opinberum tölum í árslok 1999 eru langflestir Íslendingar kristnir, rúm 96%, þar af eru tæp 89% í þjóðkirkjunni.

Ætla má að jól á Íslandi einkennist af friði og kærleika í anda Krists. Þess á milli er ekki svo. Ofbeldi í ýmiss konar mynd færist í vöxt. Kærur vegna manndrápa hafa verið óvenju margar að undanförnu. Líkamsárásir sýnast fara vaxandi og svo mætti áfram telja. Allt of margir telja nærtækustu leiðina til þess að greiða úr sínum málum þá, að grípa til ofbeldis, líkamsmeiðinga eða andlegs ofbeldis, eineltis eða annars. Sú leið á ekkert skylt við kærleika, hvað þá mannasiði, en því miður tala staðreyndir sínu máli.

En það ofbeldið sem skelfilegast virðist er hið ótrúlega miskunnarleysi sem allt of margir ökumenn sýna af sér í umferðinni. Ekið er eins og menn séu einir á vegunum og saklausir vegfarendur eiga sér enga vörn. Engir vegir, einbreiðar brýr eða bílar eiga sök á umferðarslysum. Mannleg hugsun eða öllu heldur hugsunarleysi eiga sökina. Kristilegur kærleikur er nauðsynlegur við stýrið eins og reyndar í öllum mannlegum samskiptum. Þjóðkirkjunni hefur ekki tekist að sýna landsmönnum, að innan hennar ríki ávallt sá kristilegi kærleikur, sem sumir almennir þjóðkirkjumenn telja æskilegan og sjálfsagðan.

En um jól munu allir kristnir menn sameinast, að minnsta kosti á Íslandi, um að kærleikur og friður ríki meðal allra Íslendinga.

Þess má að lokum geta, að mistök urðu í síðustu viku. Þar sem í beinni tilvitnun stóð varðandi óhagræði af flutningi innanlandsflugs til „Reykjavíkur“ átti að standa „Keflavíkur“. Lesandi hafði samband fyrir nokkru og benti á að Kenneth Kaunda hefði verið forseti Zambíu en ekki í Kenya. Skylt er að hafa það sem sannara reynist. Þakkað er fyrir ábendingar og öllum lesendum óskað gleðilegra jóla, kærleiks og friðar með ástvinum sínum um hátíðarnar. Viðskipti með veraldleg gæði setja mikinn svip á jólin. Þess vegna er okkur öllum nausðyn friðar og boðskapar kærleika. Þess vegna höldum við jól.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli