Frétt

mbl.is | 22.04.2003 | 10:53Óðu út á götu í veg fyrir bíla

Snemma á páskadag þurfti lögreglan á Selfossi að hafa afskipti af nokkrum ungmennum sem stunduðu að gana í veg fyrir ökutæki á Austurvegi á Selfossi. Tveir úr hópnum sinntu þó ekki fyrirmælum lögreglunnar og stukku út á götuna í veg fyrir bifreið og þurfti ökumaður hennar að nauðhemla til að koma í veg fyrir að lenda á mönnunum. Lögregla segir að ekki hafi verið hjá því komist að handtaka mennina tvo og færa þá í fangageymslu en þeir voru talsvert ölvaðir.
Lögreglan á Selfossi segir í dagbók sinni, að um páskahelgina hafi verið haldið uppi öflugu þjóðvegaeftirliti á vegum í Árnessýslu. 180 voru kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.

Lögreglan í Árnessýslu fékk aðstoð lögreglumanns frá Ríkislögreglustjóra sem fór um með hraðaeftirlitsmyndavél og dvaldi meðal annars á Laugarvatni þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Af 238 ökutækjum sem áttu leið um Laugarvatn á þeim tíma sem hraðamæling stóð yfir þar voru ökumenn 74 kærðir. Til viðbótar voru ökumenn kærðir vegna 47 annara umferðarlagabrota víðsvegar um sýsluna.

Síðdegis á föstudaginn langa ók ölvaður ökumaður yfir á rangan vegarhelming á Biskupstungnabraut undir Ingólfsfjalli og lenti utan í bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem frá honum var tekið blóðsýni. Minni háttar tjón varð á bifreiðunum. Annar ökumaður var staðinn að ölvunarakstri á Selfossi um helgina.

Ökumaður jeppabifreiðar skarst mikið á höfði er hann ók aftan á kerru með heyrúllum sem dregin var af vörubifreið í Kömbum um miðnætti síðastliðið. Sá slasaði var fluttur á slysadeild Landspítala í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans. Ekki liggur enn fyrir um ástæðu þess að jeppabifreiðinni var ekið aftan á kerruna og er málið í rannsókn.

Í síðustu viku var brotist inn í fjóra báta í Þorlákshöfn. Úr einum bátnum, Guðfinnu VE 249, var stolið fartölvu ásamt tölvukubb sem við hana var tengdur. En úr hinum bátunum var einungis stolið lyfjum. Auk þess var brotist inn á þremur öðrum stöðum þar á meðal í frystihús Hafnarness við Unubakka þaðan sem um 70 kg af humri var stolið. Þessi innbrot áttu sér stað dagana frá 15. til 18. apríl.

Aðfaranótt sl. þriðjudags var brotist inn í fyrirtækið Fossdekk við Eyraveg á Selfossi og þaðan stolið verkfærum og eitthvað smávegis af peningum. Þeir sem veitt geta upplýsingar um þessi innbrot eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Árnessýslu, sími 480 1010.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli