Frétt

| 22.12.2000 | 12:52Fyrstu samningar við bændur verða senn undirritaðir

Sæmundur Kr. Þorvaldsson (t.v.) við gróðursetningu í Dýrafirði í sumar ásamt Bryndísi Friðgeirsdóttur og Ármanni Jóhannessyni.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson (t.v.) við gróðursetningu í Dýrafirði í sumar ásamt Bryndísi Friðgeirsdóttur og Ármanni Jóhannessyni.
Fyrstu samningar milli bænda á Vestfjörðum og skógræktarverkefnisins Skjólskóga verða undirritaðir milli jóla og nýárs. Þar með eru vestfirskir bændur farnir að geta ræktað skóga á sínum jörðum með stuðningi ríkisins, líkt og í öðrum landshlutum. Bæirnir sem hér um ræðir eru Alviðra, Fell, Gemlufall, Fremri-Hjarðardalur og Höfði í Dýrafirði og Kirkjuból í Valþjófsdal, Tröð, Hóll og Neðri-Breiðadalur í Önundarfirði.
Alls er um að ræða 516 hektara lands til skógræktar og 88 hektara af ræktuðum túnum sem ætlunin er að skýla með skjólbeltakerfum. Alls hafa verið gróðursettar á þessum jörðum 75 þúsund skógarplöntur í ár, samkvæmt upplýsingum frá Sæmundi Kr. Þorvaldssyni, framkvæmdastjóra Skjólskóga á Vestfjörðum. Þetta eru allt jarðir sem komnar voru í gang í „gamla“ verkefninu (áhugafélag) þannig að áður voru ábúendurnir búnir að gróðursetja eitthvað á annað hundrað þúsund plantna.

82 jarðir á Vestfjörðum bíða nú þess framkvæmdir hefjist hjá þeim. Þær skiptast þannig eftir sveitarfélögum:

Bolungarvíkurkaupstaður 1
Hólmavíkurhreppur 5
Ísafjarðarbær 24
Kaldrananeshreppur 3
Kirkjubólshreppur 2
Reykhólahreppur 15
Súðavíkurhreppur 12
Tálknafjarðarhreppur 5
Vesturbyggð 15

Í flestum tilfellum hér vestra eru bændur að fara í svokallaða landbótaskógrækt þar sem áherslan er lögð á endurheimt góðra beitilanda í skjóli skógar – beitarskóga, segir Sæmundur, en einnig til að mynda skjól með skógi eða skjólbeltum fyrir ræktun. „Þetta krefst þess að hugað sé að beitarmálum búpenings og almennt að landnýtingarmálum á viðkomandi jörðum. Það verður að segjast að sá þáttur hefur verið tímafrekur, en jafnframt lærdómsríkur og ánæjulegur fyrir starfsmenn verkefnisins og bændurna.“

Nú er verið að gera ræktunaráætlanir fyrir 10 nýjar jarðir, aðallega í Vesturbyggð og Reykhólasveit, og í ljósi fjárveitinga til verkefnisins á næsta ári (30 milljónir) mun verða hægt að fjölga nýjum jörðum upp í a.m.k. 20 á árinu 2001. Þar koma líklega inn einhverjar jarðir sem munu stefna að timburnytjaskógrækt í stærri stíl, og má hugsa sér að í Inn-Djúpi, í Tálknafirði, á Barðaströnd og í Reykhólasveit muni á næstu áratugum fara að sjást umfangsmiklir nytjaskógar.

Verkefnið Skjólskógar á Vestfjörðum er eitt þriggja landshlutabundinna skógræktarverkefna sem landbúnaðarráðherra gangsetti í sumar. Hin eru Norðurlandsskógar og Vesturlandsskógar. Tilgangurinn er að veita fé í skógrækt bænda á lögbýlum, en það er stefnan að ríkið hætti að mestu skógrækt sjálft en feli eigendum landsins það verk eftir sérstökum samningum sem gerðir eru í hverju tilfelli.

Þessir samningar kveða á um að ríkir greiði 97% af samþykktum kostnaði við framkvæmd, þar með talin vinnulaun. Þetta þýðir að landeigendur sem til þess hafa aðstæður geta unnið við skógrækt á sinni jörð og fengið greidd nokkur vinnulaun auk kostnaðar.

Landshlutaverkefnin eru áætlanir til næstu 40 ára. Miðað er við að á þeim tíma verði ræktaður skógur á 5% láglendis í hverjum landshluta. Í tilfelli Skjólskóga á Vestfjörðum eru 5% láglendis alls 28.000 hektarar, sem er reyndar aðeins litlu meira en núverandi birkiþekja á Vestfjörðum.

Skjólskógar á Vestfjörðum eru með skrifstofu í Aðalstræti 26 á Þingeyri. Starfsmenn verkefnisins eru framkvæmdastjóri í fullu starfi og skógfræðingur í 2/3 starfi. Á næsta ári þarf að ráða 2 verkstjóra / svæðisstjóra í hlutastarf og trúlega þarf að ráða mann í fullt starf við kortagerð, gagnaskráningu og fleira, segir Sæmundur Kr. Þorvaldsson framkvæmdastjóri.

bb.is | 26.09.16 | 14:56 Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með frétt Í dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli