Frétt

Sturla Páll Sturluson | 17.04.2003 | 14:45Dabbi segir, Dabbi segir, dýrleg koma bráðum jól

Sturla Páll Sturluson.
Sturla Páll Sturluson.
Þessa dagana er að koma betur og betur í ljós hversu forsætisráðherra vor er farinn að svitna illilega undan fylgi stjórnarandstöðuflokkana. Þetta má sjá bæði á hegðan hans og gjörðum. Vor virðulegi forsætisráðherra hefur á örfáum dögum breyst í hálfgerðan skemmtikraft. Maðurinn sem hélt því hæst á lofti fyrir síðustu alþingiskosningar, að stjórnmálamenn ættu ekki að standa frammi fyrir kjósendum sínum síðustu dagana fyrir kosningar og ausa yfir þá kosningaloforðum til þess að kaupa sér atkvæði, stendur nú sjálfur blautur upp í klof með uppbrettar ermar og eys loforðum yfir kjósendur á báða bóga.
Atgangurinn er svo mikill að hörðustu sjálfstæðismenn vita vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þeir spyrja: Hvað er orðið af manninum sem prédikaði stíft um aðhald, ráðdeild og niðurgreiðslu erlendra skulda?

Nei, nú er bara spurt: Hvað þarf að bjóða mikið til þess að ná endurkjöri? Milljarðar í skattalækkanir, stórauknar fiskveiðiheimildir, bætt kjör láglaunafólks, aldraðra, öryrkja og sjúkra og svo mætti lengi lengi telja.

Ég persónulega hefði talið það líklegra til árangurs fyrir forsætisráðherra að skrýðast fallegum jólasveinsbúningi á meðan hann ríður um héruð og eys yfir þjóðina öllum þessum óvænta glaðningi og gjöfum. Jólasveinsbúningur gæti hugsanlega dugað til þess að plata þá allra yngstu til þess að trúa þó ekki væri nema hluta af því sem blessaður maðurinn er að lofa.

Við hin höfum horft upp á það í tólf ár hvernig fjarað hefur undan landsbyggðinni, félagslega velferðarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, láglaunafólki og minnihlutahópum og fylgst með því hvernig ríkisbankarnir og íslensku fiskimiðin hafa verið einkavinavædd, svo einhver dæmi séu nefnd. Við brosum aðeins góðlátlega að þessum skemmtilegu uppákomum forsætisráðherra.

Mér persónulega hlýnar oft um hjartarætur þegar ég hlusta á forsætisráðherra þessa dagana í útvarpi og sjónvarpi. Það minnir mig svo um margt á þá gömlu góðu daga þegar Davíð fór á kostum í Útvarpi Matthildi. Húmorinn er enn mjög góður og leikurinn til fyrirmyndar. Þá kemur Davíð alltaf á óvart í leik sínum þegar að hann fær áhorfandann til þess að trúa því að hann meini það sem hann er að segja.

Fágætt er að áhugaleikarar nái tökum á slíkri tækni. Davíð býr þó yfir þessum merka hæfileika og nýtir sér hann óspart í sýningum sýnum. Ég mæli því með þessum sýningum Davíðs fyrir alla þá sem hafa gaman af gálgahúmor. Þótt hér sé aðeins áhugaleikari á ferð, þá get ég ekki annað en gefið sýningunum fjórar stjörnur.

– Sturla Páll Sturluson,
formaður Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli