Frétt

mbl.is | 17.04.2003 | 11:28Birtingarmynd fátæktar hefur versnað á Íslandi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, ítrekaði á fundi á Hótel Borgarnesi á þriðjudagskvöld fyrri orð sín um að fátækt væri til staðar á Íslandi. Birtingarmynd fátæktar hefði versnað vegna þess að íslenska velferðarkerfið hefði verið að þróast í anda frjálshyggjunnar.
„Að undanförnu hef ég talsvert talað um fátækt og ég hef gagnrýnt stjórnvöld fyrir að leyfa henni að þróast eins og gert hefur verið. Og núna er mér sagt að það sé firra, ósannindi að hér sé fátækt. Líklegast teljast þetta vera gróusögur og persónulegar árásir. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það séu ekki til neinar tölur sem sýni þetta, engar opinberar hagtölur, engin opinber tölfræði. Og það sem ekki er skráð í opinber gögn er ekki til. Við sem segjum að það sé til erum að segja ósatt, breiða út gróusögur," sagði Ingibjörg Sólrún og benti á að til væru margvísleg gögn er staðfestu misskiptingu í samfélaginu, m.a. rannsóknir Stefáns Ólafssonar prófessors og Hörpu Njáls félagsfræðings, og tölur og upplýsingar frá Félagsþjónustu Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd, Þjóðkirkjunni og samtökum aldraðra og öryrkja.

„Við sjáum misskiptinguna ef við erum með augun opin og heyrum um hana ef við hlustum. Svo höfum við greind til að meta það sem fyrir augu og eyru ber. Sumir hafa það þannig að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki nema það sem þeim sjálfum hentar. Það er hæfileiki út af fyrir sig," sagði Ingibjörg. Hún vitnaði á fundinum í bréf sem hún fékk nýlega frá fimmtugri fráskilinni konu sem býr ein í eigin íbúð. Konan hefði 106 þúsund krónur í mánaðarlaun og ætti eftir 62 þúsund krónur til að greiða af húsnæði og framfleyta sér að öðru leyti. Ef skattleysismörkin væru 100 þúsund krónur sagðist konan í bréfinu til Ingibjargar geta farið til tannlæknis og leyft sér að fara í bíó eða leikhús. Hún léti sig ekki dreyma um slíkan munað og hefði m.a. fermt dóttur sína með styrk frá Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd.

„Þetta viljum við ekki, þetta ætlum við ekki að sætta okkur við vegna þess að fátækt er heilsuspillandi, hún er mannskemmandi, hún niðurlægir fólk, hún kemur niður á börnum, hún kemur niður á lífsgæðum í íslensku samfélagi, lífsgæðum allra," sagði Ingibjörg Sólrún.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli