Frétt

bb.is | 16.04.2003 | 09:47Sparisjóður Bolungarvíkur veitir fjölda styrkja til félaga og samtaka

Frá afhendingu styrkjanna. Benedikt, Ásgeir og Gestur sitja fremst.<br>Mynd: Gunnar Hallsson.
Frá afhendingu styrkjanna. Benedikt, Ásgeir og Gestur sitja fremst.<br>Mynd: Gunnar Hallsson.
Fyrsta úthlutun úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Bolungarvíkur, sem stofnaður var árið 2001, fór fram í ráðhússalnum í Bolungarvík á 95 ára afmæli sjóðsins í gær. Þrettán aðilar hlutu styrki í þessari fyrstu úthlutun, sem á að verða árlegur viðburður, og nema þeir samtals á þriðju milljón króna. Styrkina hlutu ýmis menningar- og íþróttafélög og samtök, flest þeirra í Bolungarvík og á Suðureyri þar sem sjóðurinn er einnig með afgreiðslu. Þeir aðilar sem styrkina hlutu eru taldir hér á eftir ásamt greinargerð sjóðsins með úthlutun til hvers og eins.
Á myndinni eru fulltrúar þeirra félaga og samtaka sem styrki hlutu ásamt Benedikt Bjarnasyni, fráfarandi stjórnarformanni Sparisjóðs Bolungarvíkur, Ásgeiri Sólbergssyni sparisjóðsstjóra og Gesti Kristinssyni, nýkjörnum stjórnarformanni sjóðsins.

Ungmennafélag Bolungarvíkur
UMFB gegnir veigamiklu hlutverki í íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Bolungarvík. Meginþungi félagsins er barna- og unglingastarf og eru foreldrar burðarásar þess starfs. Fjölmennustu greinarnar innan UMFB eru knattspyrna og sund. Félagið hefur nýverið keypt hús að Kirkjuvegi 1, sem miklar vonir eru bundnar við í félagsstarfinu. Styrkurinn er veittur UMFB til að deila niður á starfsemina eftir því sem félagið telur best.

Golfklúbbur Bolungarvíkur
Golfklúbburinn hefur á undanförnum árum lagt áherslu á barna- og unglingastarf. Í því sambandi hefur kennsla fyrir börn og unglinga verið án endurgjalds og ennfremur flatargjöld, árgjöld og kostnaður vegna móta fyrir sama aldurshóp. Einnig hefur mikið starf verið unnið við að rækta upp golfvöll í Syðridal. Nú hyggst klúbburinn taka til við að rækta svæðið umhverfis völlinn. Er styrkurinn veittur til þess og til að efla unglingastarf klúbbsins.

Hestamannafélagið Gnýr
Hestamannafélagið Gnýr verður 30 ára í maí nk. Félagið hefur fengið mikla hvatningu frá foreldrum barna hér í bæ um að reiðnámskeiðum, sem Rögnvaldur Ingólfsson hefur haldið mörg undanfarin ár, verði haldið áfram. Námskeið Rögnvaldar hafa tekist einstaklega vel og nemendum fjölgað ár frá ári. Félagið fær styrk til kaupa á öryggishjálmum og fræðsluefni fyrir námskeiðin.

Kvennakór Bolungarvíkur
Kvennakór Bolungarvíkur fær styrk til greiðslu söngkennara til raddþjálfunar og til tónleikahalds utan heimabyggðar og hyggst með því auka hróður bolvískrar söngmenningar.

Í einni sæng ehf.
Hið vestfirska kvikmyndafélag Í einni sæng ehf., sem gerði myndina Í faðmi hafsins árið 2001, hyggst nú leggja í nýtt verkefni. Um er að ræða nýja kvikmynd, sem ber heitið Á efsta degi. Fyrirhugað er að taka myndina upp á norðanverðum Vestfjörðum og nota innanhéraðsfólk eins og hægt er. Er styrkurinn veittur til þessarar kvikmyndar.

Danshópurinn
Danshópur barna hefur starfað í Bolungarvík síðan haustið 2000. Hópurinn hefur farið á Íslandsmeistaramót, sem er haldið í maí á hverju ári, og staðið sig mjög vel. Mjög ánægjulegt er, að ungt fólk hér eigi þess nú kost að stunda þessa íþrótt og er styrkurinn veittur til farar á Íslandsmeistaramót í dansi árið 2003.

Ysja ehf.
Fyrirtækið Ysja ehf. hyggst standa að menningardögum í Bolungarvík, sem hlotið hafa nafnið Hásetahátíð og áætlað er að halda dagana 8.-11. maí 2003. Á árum áður var 11. maí, lokadagurinn svonefndi, ætíð haldinn hátíðlegur í Bolungarvík, þegar vetrarvertíð sjómanna lauk og sumarvertíð hófst, en Bolungarvík er elsta verstöð landsins. Styrkurinn er veittur til Hásetahátíðar.

Heilsubærinn Bolungarvík á nýrri öld
Heilsueflingar- og þróunarverkefnið „Heilsubærinn Bolungarvík á nýrri öld“ hefur verið starfandi í Bolungarvík í þrjú ár. Eitt af meginmarkmiðum þess er fræðsla. Nú hefur verið hafið samstarf við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um námskeiðshald og fyrirlestra undir yfirskriftinni „Heilsuefling-Forvarnir“. Styrkurinn er veittur til þessa fræðsluátaks.

Leikfélagið Hallvarður súgandi
Leikfélagið Hallvarður súgandi hefur undanfarin ár sett upp leikrit og frumsýnt á „Sæluhelgi Súgfirðinga“. Félagið hefur lagt metnað sinn í að setja upp góðar og skemmtilegar sýningar og ætlar sér að halda því starfi áfram. Styrkurinn er veittur til fjármögnunar á sýningu þessa árs og til reksturs félagsins.

Kvenfélagið Ársól
Kvenfélagið Ársól á Suðureyri hefur unnið að uppbyggingu á leikvelli við hlið Sparisjóðs Bolungarvíkur á Suðureyri, sem gengur í daglegu tali undir nafninu Sumarróló. Verið er að búa völlinn leiktækjum

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli