Frétt

Stakkur 15. tbl. 2003 | 16.04.2003 | 08:43Skattalækkanir!

Að því kemur á fjögurra ára fresti, stundum oftar, því miður, að við kjósendur skiptum afar miklu máli. Allir áhugasamir um þingsetu, að ekki sé talað um ráðherrastóla, sýna okkur sérstaka athygli og setja fram gylliboð í bland við upprifjun eigin ágætis og fyrri verka. Loforð úr næstu kosningabaráttu á undan eru rifjuð upp og færð í nýjan búning, hafi ekki tekist að efna þau. Ofan á þessa framreiðslu er svo bætt úttekt á verk- og getuleysi annarra pólitíkusa og stjórnmálaflokka. Nú er komið að því eina ferðina enn. Skoðum þá hvað er í boði.

Sjálfstæðisflokkurinn reið á vaðið og bauð skattalækkanir. Á eftir fylgdu allir hinir flokkarnir, líka þeir er hafa fremur talið þörf skattahækkana, einkum á þá sem betur mega sín, eins og það er ætíð orðað. Vinstri grænir vilja líka lækka skatta eins og Samfylkingin. Hún enn er að útfæra leiðir til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Kannski er fylkingin sú alltaf að leita að hugmyndum. Á undanförnum vikum hafa þær breyst nánast frá degi til dags. Ekki er á þeim bænum lengur talað um fjölþrepa skattkerfi. Nú er fremur stílað inn á millistéttina en þá lakast settu. Gætir þeirrar tilhneigingar hjá öllum flokkum og framboðum. Framsóknarflokkurinn fer varlega og segir sínar lækkanir kosta minnst eða um 15 milljarða og helmingi minna en Sjálfstæðisflokkurinn býður.

Allir biðla nú til öryrkja, aldraðra og barnafólks, sem margt hvert missti barnabætur sínar fyrir allmörgum árum þegar tekjutenging var tekin upp. Lofað er afnámi hennar hjá Samfylkingu og verulegri hækkun barnabóta hjá Vinstri grænum. En hvað erum við að tala um? Í fyrsta lagi þá staðreynd, að einhvers staðar verður að fá fé til reksturs hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, og enn spretta þeir peningar ekki á trjánum. Engar barnabætur verða greiddar neinum án skattheimtu, fremur en ellilífeyrir og örorkubætur. Hinu er ekki að leyna og það hafa skynsamir menn vitað mjög lengi, að venjulegu fólki er mun betur treystandi til þess að ráðstafa aflafé sínu en ríki og sveitarfélögum. Á því byggir Sjálfstæðisflokkurinn, en meiri forsjárhyggju gætir í tillögum hinna. Það verður að segjast eins og er, þótt ef til vill megi benda á að jafnræðisreglan sé brotin, að tekjutenging barnabóta veldur því, sem betur fer, að líkur eru til þess að hinir tekjulægri fái þær fremur en þeir sem nóg hafa fyrir. Þess vegna eru sterk rök fyrir tekjutengingu og því varasamt að rjúka í að afnema hana að lítt athugðu máli.

Ekki má yfirbjóða dýrustu þætti framkvæmdar skattheimtu svo, að verulegur kostnaður hljótist af og afleiðingin verði sú, að þeir sem minnst hafa missi mest. Sama er með afnám virðisaukaskatts af barnafötum, sem auðvitað er falleg hugmynd. En á þá ekki með sama hætti að lækka barnabætur? Eindregið er varað við margþrepa tekjuskatti sem flækir alla framkvæmd og gerir skattheimtu dýra. Minnt skal á, að staðgreiðslukerfið á Íslandi er einfalt, auðskiljanlegt og dregur úr áhrifum tekjubreytinga milli ára. Almenn lækkun virkar best, það er að skattprósenta verði lægri, næst hækkun persónuafsláttar og síðast auknar almennar bætur.


bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli