Frétt

bb.is | 14.04.2003 | 09:00Miðar um alla kaffistofuna þar sem stendur hvað hlutirnir heita

Hópurinn sem heimsótti Íslandssögu hf.
Hópurinn sem heimsótti Íslandssögu hf.
Fimmti og sjötti bekkur Grunnskólans á Suðureyri heimsóttu fiskvinnslufyrirtækið Íslandssögu hf. þar í bæ í síðustu viku. Vel var tekið á móti hópnum og þótti heimsóknin takast hið besta í alla staði, sérstaklega vegna þess að þarna gafst börnunum tækifæri á að prófa sjálf að skera úr og pakka undir styrkri leiðsögn starfsmanna. Mörgum þótti líka gaman að sjá foreldra sína að störfum. Afrakstur þessarar heimsóknar er fréttafrásögn sem börnin skrifuðu sjálf og fer hér á eftir.
Við komum inn og það var tekið á móti okkur í mötuneytinu. Þar fengum við Prince Póló og kók en svo var okkur skipt í tvo hópa. Annar hópurinn fór í skoðunarferð en hinn fór að skera úr og snyrta fiskinn, pakkaði honum í litla kassa og raðaði þeim svo á bakka. Svo skiptu hóparnir um hlutverk og þeir sem höfðu farið í skoðunarferð fóru að vinna en þeir sem höfðu verið að vinna fóru í skoðunarferð. Flestum fannst skemmtilegast að skera úr en í öðru sæti var að pakka og í þriðja sæti að raða á bakkana. Okkur fannst þetta mjög skemmtileg skoðunarferð og mjög athyglisvert hvernig þetta er gert.

Þegar þetta var búið spurðum við Óðin Gestsson, einn af eigendum Íslandssögu, ýmissa spurninga. Okkur fannst gaman að vita að Íslandssaga hefur átt þrjú nöfn: Fyrst Freyja, svo Básafell og nú er það Íslandssaga.

Fiskvinnslan Íslandssaga hf.

Páll Friðbertsson stofnaði Fiskiðjuna Freyju á Suðureyri árið 1953. Seinna hét fyrirtækið Básafell en 6. desember 1999 varð það að Íslandssögu hf. Húsið sem fyrirtækið er í var byggt árið 1972.

Í Íslandssögu vinna um 80 manns. Tæpur helmingur þeirra er Íslendingar en svo vinna líka margir útlendingar þarna, til dæmis frá Filippseyjum, Tælandi, Venesúela, Slóvakíu, Serbíu og Marokkó en flestir þeirra koma frá Póllandi. Útlendingarnir sem vinna hjá Íslandssögu fara í tíma til þess að læra íslensku. Þess vegna eru miðar um alla kaffistofuna þar sem stendur hvað hlutirnir heita.

Eigendur fyrirtækisins eru Óðinn Gestsson, Guðni Einarsson, Elvar Einarsson og Guðmundur Kristjánsson. Fyrirtækið á tvo báta, Hrönn og Stekkjavík. Þeir Guðbjarni, Helgi, Óli og Bessi vinna á þeim. Grétar og Lillý hafa unnið lengst hjá fyrirtækinu en Alda, Erna og Valgerður hafa unnið styst. Grétar Smith er verkstjóri en Margrét Þórarinsdóttir er aðstoðarverkstjóri. Framkvæmdarstjórinn er Óðinn Gestsson.

Maður þarf að vera orðinn 14-16 ára til þess að geta fengið að vinna í Íslandssögu. Verst hvað við þurfum að bíða í mörg ár þangað til við getum komið og unnið þarna. :o(

Þau sem fóru í þessa ferð voru Alda Björk Sigurðardóttir, Aníta Þula Benediktsdóttir, Bergrós Eva Valsdóttir, Eydís Sævarsdóttir, Guðmundur Leó Skjaldarson, Harpa Rún Hilmarsdóttir, Kristey Bjarnadóttir, Ólöf Erna Guðbjarnadóttir, Sigurður Ágúst Sigurðsson og Sirrirat Siangma. Við viljum enn og aftur þakka starfsfólki Íslandssögu kærlega fyrir frábærar móttökur.

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli