Frétt

mbl.is | 12.04.2003 | 18:58Sparisjóður dæmdur til að endurgreiða 13,7 milljónir

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Sparisjóð Ólafsfjarðar til að endurgreiða bróður fyrrum sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Ólafsfjarðar 13,7 milljónir króna sem greiddar voru vegna ábyrgða sem sparisjóðsstjórinn hafði tekist á hendur í starfi sínu án heimildar. Fram kemur að Þorsteinn Þorvaldsson hóf störf sem sparisjóðsstjóri í Ólafsfirði árið 1983. Á árunum 1995-1996 komu upp grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í fjármálastjórn hans viðvíkjandi lánveitingum og ábyrgðum. Bankaeftirlitið tók málið til athugunar og í skýrslu sem gerð var 1997 kom m.a. fram að þrír aðilar eða fjárhagslega tengdir aðilar voru með heildarskuldbindingar yfir 40% af eigin fé sjóðsins. Leiddu þessar upplýsingar til þess að Þorsteinn sagði af sér sem sparisjóðsstjóri.
Síðar kom í ljós að Þorsteinn hafði skuldbundið Sparisjóð Ólafsfjarðar við ábyrgðir án þess að hafa borið það undir stjórn sjóðsins. Óumdeilt var að í þeim tilvikum hafi verið um að ræða ábyrgðir í þágu viðskiptamanna sparisjóðsins sem Þorsteinn naut ekki persónulegs ávinnings af.

Þorsteinn leitaði til bróður síns þegar ljóst var orðið að viðkomandi aðilar myndu ekki standa við skuldbindingar sínar og að ábyrgðirnar myndu falla á sparisjóðinn.

Alls voru um að fjórar ábyrgðir samtals að fjárhæð um 53,7 milljónir króna sem bróðir Þorsteinn greiddi til að reyna að forða bróður sínum frá refsiábyrgð. Fyrsta tilvikið var vegna víxils að fjárhæð 20 milljónir króna og tók bróðir Þorsteins 20 milljóna króna lán og greiddi víxilinn á gjalddaga. Annað tilvikið var vegna skuldabréfalána, samtals rúmlega 20 milljónir sem gjaldféllu árið 1998 og greiddi bróðirinn þau einnig.

Þriðja tilvikið varðar skuldabréf sem féll í gjalddaga 18. desember 1999 að fjárhæð nærri 6,5 milljónir. Þá skuldi greiddi bróðir Þorsteins einnig. Fjórða tilvikið kom þannig til að 17. janúar 2000 sendi Magnús Brandsson sparisjóðsstjóri Þorsteini bréf en þá hafði sparisjóðurinn fengið vitneskju um skuldabréf með gjalddaga 18. desember 2001. Tók Magnús fram í bréfinu að málið yrði kært til ríkissaksóknara ef skuldin yrði ekki greidd fyrir kl. 17 þennan sama dag. Skuldin var greidd að fullu þann 19. janúar 2001, rúmar 7,2 milljónir króna.

Bankaeftirlit Seðlabanka Íslands vísaði máli sem varðaði starfshætti Þorsteins sem sparisjóðsstjóra til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans árið 1997 og árið 2001 var ákæra gefin út á hendur Þorsteini. Meðal ákæruefna voru sakargiftir fyrir að hafa bundið sparisjóðinn við ábyrgðir í fyrstu þremur framangreindu tilvikunum. Dómur var kveðinn upp í málinu þann 18. febrúar 2002 í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Var Þorsteinn þar m.a. sakfelldur vegna ábyrgðargjafar í umræddum þremur tilvikum. Í ljósi útgáfu ákæru á hendur Þorsteini taldi bróðir hans að sparisjóðnum bæri að endurgreiða honum þær fjárhæðir sem greiddar voru vegna hinna fjögurra framangreindu tilvika. Þessu hafnaði sparisjóðurinn og því var málið höfðað.

Fram kom í héraðsdómi að í tveimur síðustu tilfellunum hefði sparisjóðsstjórinn áður gefið þau svör að yrði kært vegna þeirra ef kröfurnar yrðu greiddar að fullu. Héraðsdómur segir hins vegar að óvíst hafi verið um gildi þessara yfirlýsinga sparisjóðsstjórans þegar fyrir lá bréf bankaeftirlits Seðlabanka Íslands dags. 10. júlí 1997 til ríkislögreglustjórans og umfang máls þess sem af bréfinu leiddi. Þetta hafi sparisjóðnum mátt vera ljóst. Þykir héraðsdómi greiðsla bróðurins, án nokkurrar skyldu í ljósi yfirstandandi lögreglurannsóknar á starfsháttum Þorsteins Þorvaldssonar, náinna tengsla bræðranna við sparisjóðinn og aðkomu sjóðsins að fjármögnun greiðslnanna, hafi verið með þeim hætti að ósanngjarnt sé af sparisjónum að bera umrædda tvo löggerninga fyrir sig. Rétt sé því að víkja löggerningunum til hliðar. Er sparisjóðnum því gert að endurgreiða samtals 13,7 milljónir króna. Einnig er sparisjóðnum gert að greiða stefnanda 700 þúsund krónur í málskostnað. Héraðsdómur segir jafnframt, að vegna þess hvernig staðið var að stofnun skuldbindinganna af hálfu Þorsteins Þorvaldssonar megi hins vegar telja ljóst að hann beri skaðabótaábyrgð gagnvart sparisjóðnum vegna þess tjóns sem rekja megi til ábyrgðarveitinganna.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli