Frétt

Fréttablaðið - Gunnar Smári | 11.04.2003 | 09:47Þeir sem guldu frelsið með lífinu

Bandaríski herinn virðist geta valsað um Bagdad án mikillar mótspyrnu. 450.000 manna her Saddams sem rætt var um fyrir innrásina virðist aldrei hafa verið samstilltur. Mótspyrna hersins hefur verið tilviljanakennd og veik. Enn eru skærur víða um Írak og allt óvíst um hvort svo verði ekki áfram lengi enn. Jafnvel þótt Bandaríkjamönnum og Bretum takist að koma einhverri stjórn á landið og stöðva gripdeildir og upplausn mun ekki verða friðvænlegt í Írak lengi enn. Ekki frekar en á hernumdu svæðunum í Ísrael.
Það er erfitt að glöggva sig á hversu margir hafa misst lífið hingað til í innrás Bandaríkjamanna. Þeir skipta þúsundum og eins og alltaf í stríði eru flestir hinna föllnu óbreyttir borgarar. Þetta fólk var ekki spurt hvort það væri tilbúið að greiða fall Saddams með lífi sínu. Og enginn hefur rétt til að svara þeirri spurningu fyrir þeirra hönd. Þeir sem féllu í innrásinni voru jafn einstakir einstaklingar og ég og þú. Fyrir þeim var innrásin heimsendir – endalok lífs á jörðinni.

Ástæðan fyrir því að ég minni á þessa staðreynd er að íslenskir ráðamenn hafa átt það til að tala full léttúðlega um líf þessa fólks og gildi þess. Jafnvel sagt að mannfallið sé óumflýjanlegur fórnarkostnaður samhliða falli Saddams. Jafnvel líkt mannfallinu við bílslys í anda þess að fólk sé hvort eð er að deyja úti um allan heim.

Þótt menn geti gælt við svona vald yfir lífi ókunnugs fólks eru íslenskir ráðamenn blessunarlega ekki svona valdamiklir. Þeirra hluti í atburðarásinni var ekki annar en að hvetja árásarherina – og án þess að þau hvatningarorð bærust langt. Líklega hefur stuðningur íslenskra stjórnvalda farið framhjá flestum jarðarbúa utan Íslands. Enda ekki að furða. Þessi stuðningur kom raun fáum við nema okkur sem gáfum honum þá litlu vigt sem hann hafði.

En eins og líf einstaklinganna í Írak er einstakt þá það líka við um okkur – og okkar samvisku. Það er því jafn rangt að gera lítið úr því að þessi stuðningsyfirlýsing misbjóði íslenskum ríkisborgurum. Það er ekki hægt að leggja þá kröfu á neinn að hann samþykki stuðning við stríðsrekstur ef það brýtur gegn samvisku hans. Við eigum að virða samvisku náungans – ekki síður en líf hans.

Innrásin í Írak hefur verið réttlætt á margan hátt. Að undanförnu fyrst og fremst sem frelsun írösku þjóðarinnar undan oki harðstjórnar Saddams. Til að það megi ganga eftir er aðeins fyrsta skrefið að gera stjórn hans óvirka og lama mótstöðu hersins. Næstu skref eru að koma reglu á í landinu og byggja þar upp nýtt ríkisvald, nýtt þjóðfélag.

Hugmynd Bandaríkjamanna er að það gerist undir föðurlegri en strangri umsjón þeirra sjálfra. Nú má vera að það takist. En það þarf ekki svartsýnan mann til að efast um að slíkt gerist án átaka, skæruhernaðar og hryðjuverka með tilheyrandi hefnaraðgerðum hernámsliðsins og þeirra yfirvalda sem sitja í skjóli þess. Sá þáttur stríðsins bíður þess að síðasta mótspyrna hers Saddams sé brotin á bak aftur og lágmarksreglu komið á í Írak.

– Fréttablaðið / Gunnar Smári Egilsson.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli