Frétt

Múrinn - Sverrir Jakobsson | 10.04.2003 | 10:40Hvar á Ísland heima?

Undanfarnar vikur hefur hver leiðari Morgunblaðsins á fætur öðrum fjallað um nauðsyn þess að styðja ranglátt og ólögmætt árásarstríð og alla þá stríðsglæpi sem fylgt hafa í kjölfarið vegna stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Rökstuðningurinn er í samræmi við heimsmynd Morgunblaðsins um að veröldin sé sporbaugur utan um Bandaríkin og Ísland eigi að vera einhvers konar Merkúr, smáríki sem sé svo heppið að vera nálægt sólinni.
Svo virðist sem að gervallur Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið sömu afstöðu, þar sem að efnisleg rök skortir þá verði að líta á heildarmyndina. Okkur líki ekki allt sem Bandaríkin gera en við séum samt skuldbundin þeim. Að eilífu, að því er virðist. Þessi afstaða endurspeglar, eins og áður sagði, tiltekna heimsmynd. Samkvæmt henni er heiminum skipt í vestræn ríki, undir forystu Bandaríkjanna, og önnur ríki sem ýmist eru „frelsuð“ eða „útlagaríki“. Hervald Bandaríkjanna er eina aflið sem máli skiptir í heiminum og hernaðarsamstarf við þau á að vera „hornsteinninn í utanríkisstefnu Íslands“. Það er í góðu lagi að tala um „alþjóðasamfélagið“ svo fremi sem að það samfélag lúti stjórn Bandaríkjanna og þau séu hafin yfir alþjóðalög.

Þetta með að vera hafin yfir alþjóðalög er ekkert grín, Bandaríkin hafa gert ríkisstjórnum um allan heim boð um „samning“ um að bandaríska ríkisborgara megi ekki framselja til alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls. Ef sama ríkisstjórn situr að völdum eftir þingkosningar 10. maí mun hún skrifa upp á slíkan samning. Það er deginum ljósara, enda brúnaþungur utanríkisráðherra búinn að fullvissa alþingi um að annað sé „barnaskapur“.

Söguleg forsenda þessa einveldis Bandaríkjanna er að mati Morgunblaðsins og hægrimanna forysta þeirra í varnarstríði gegn „ógninni úr austri“, heimskommúnismanum. Björn Bjarnason og fleiri pistlahöfundar hafa verið duglegir við að minna á „ranga söguskoðun“ vinstrimanna sem hafa gegnum tíðina sett sig upp á móti Augusto Pinochet og öðrum geðþekkum bandamönnum hins frjálsa heims. Gallinn við þessa forsendu er hins vegar sú að hún er goðsögn sem Bandaríkjastjórn og önnur vestræn ríki hafa sjálf kveðið niður.

Ef kalda stríðið hefði í rauninni snúist um sjálfsvörn þeirra gegn óvini úr austri þá hefði því lokið af hálfu Vesturlanda 1990. Atlantshafsbandalagið hefði verið lagt niður og vestræn ríki snúið sér að friðsamlegri iðju. Þess í stað hafa þau hent sér af fullum krafti í það langtímaverkefni að endurreisa heimsyfirráð Vesturlanda og stríð austur í löndum eru orðin árlegur viðburður og verða sífellt blóðugri. Hrun heimskommúnismans hefur gefið vestrænum ríkjum frjálsar hendur gagnvart þriðja heiminum og vilji þeirra er orðinn skýr. Þau ætla að axla „byrði hvíta mannsins“, frelsa þjóðir í öðrum heimsálfum frá sjálfum sér og koma á nútímalegri nýlendustjórn.

Vissulega verður ýmsum óglatt við að horfa upp á jafn nakta og grímulausa heimsvaldastefnu, enda er aðrar leiðir til að rækta vestræna sjálfsmynd án þess að grípa til hernaðar gegn fjarlægum þjóðum. Um það snýst Evrópuhyggjan. Ríki Evrópusambandsins eiga að rækta garðinn sinn og byggja upp friðsælt og nútímalegt samfélag á þessum útskaga Evrasíuflekans áður en þau fara að hafa vit fyrir öðrum, nema þá í gegnum léttan þrýsting í viðskipta- og mannréttindamálum.

Þessi stefna er vissulega ekki augljós heimsvaldastefna, enda beinist Evrópuhugsjónin inn á við en ekki út á við. Í raun hefur þó Evrópusambandið verið sérlega viðmótsþýður stuðningsaðili við stríð sem háð hafa verið í skjóli hinnar nýju heimsvaldastefnu. Enda eru algildin sem flytja á til annarra landa til að byggja nýjan heim í nánast öllum tilvikum evrópsk. Það á eftir að koma í ljós hvort ríki Evrópu eru nú að vakna til vitundar um það hvert sú stefnir leiðir, þótt vissulega sé samstaða Frakklands, Þýskalands og Rússlands undanfarin misseri ánægjulegt merki um evrópska samstöðu sem nær mun lengra en það sem „Evrópusinnar“ hafa boðað til þessa.

Líklegum finnst flestum Íslendingum Evrópuhyggjan ívið geðslegri en sú vestræna heimsvaldastefna sem Morgunblaðið og kaldastríðshaukarnir predika. En Ísland á samt aðra sögu en nýlenduveldi Evrópu. Íslenska þjóðin axlaði aldrei „byrði hvíta mannsins“ með sama hætti og England, Rússland, Portúgal, Belgía eða Danmörk. Þá vorum við ekki í hópi „hinna staðföstu“ heldur þjóðanna sem voru „frelsaðar“ með föðurlegri leiðsö

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli