Frétt

bb.is | 09.04.2003 | 16:43Þróunin á sér ýmsar myndir – viðtal við séra Baldur í Vatnsfirði

Séra Baldur með Erica-ritvélina sem hann hefur notað í ótalda áratugi.
Séra Baldur með Erica-ritvélina sem hann hefur notað í ótalda áratugi.
Senn eru fjögur ár frá því að séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði við Djúp lét af embætti prófasts í Ísafjarðarprófastsdæmi. Þá hafði hann gegnt því embætti í rúman áratug en verið prestur í Vatnsfirði frá sumri 1956 eða ríflega 43 ár. Í Bæjarins besta sem kom út í dag er viðtal við séra Baldur, þar sem hann greinir meðal annars frá högum sínum eftir að hann lét af prestsskap. Hann og kona hans, Ólafía Salvarsdóttir, búa nú ein á hinu forna höfuðbóli. Búskapur er þar aflagður. Í sóknunum við innanvert Ísafjarðardjúp stappar nærri mannauðn. Séra Baldur segir þetta vera framhald af hnignuninni sem varð norðan Djúps á sínum tíma. „Þetta er víst kallað þróun. Núna nota menn orðið þróun um alla skapaða hluti. Líka um hnignun“, segir gamli presturinn í Vatnsfirði.
Allt hefur sinn tíma. Þetta er það sem sumir kalla öfugþróun og séra Baldur kallar hnignun en aðrir einfaldlega þróun. Allt hefur sinn tíma, líka þróun, hvort sem hún snýr rétt eða öfugt.

„Já, það fylgir þessu viss tómleiki“, segir séra Baldur um þau viðbrigði að láta af prestsskapnum. „Ekki þar fyrir, ég fæ ótal símtöl. En veturinn er langur. Jafnvel þó að elstu menn muni ekki eins góðan vetur og þennan. Reyndar muna elstu menn yfirleitt ekki nokkurn skapaðan hlut, ef út í það er farið. Já, veturinn hér er langur miðað við það sem áður var. Hér var oftlega áður fyrr fjöldi fólks um jól og páska, eftir því sem sóknin bauð upp á, þó að það hafi nú orðið minna með árunum. Nú er ákveðinn tómleiki. Og ekkert við því að gera. Mér fellur ekki að flytjast alveg strax suður á malbikið. Líka er viss breyting að vera hættur búskapnum. Ég var á tímabili með um 200 fjár í húsum. Ég hætti alveg með búfé árið eftir að ég hætti sem prófastur eða þar um bil.“

Niðurlag viðtalsins við séra Baldur Vilhelmsson í Bæjarins besta fer hér á eftir:

Í stofunni í Vatnsfirði er margt blóma. Séra Baldri hafa löngum verið hin andlegu málefnin tamari en veraldleg umsvif og því er hann spurður hvernig fari eiginlega með vökvun blómanna þegar Ólafía kona hans er fjarverandi. Hann viðurkennir undanbragðalaust að góðir grannar komi og vökvi blómin eftir þörfum.

Ekki leynir sér að séra Baldri þykir heldur vænt um þakkarskjöl sem eru innrömmuð í stofu. Eitt hljóðar svo:

Séra Baldur Vilhelmsson prófastur. Við þökkum þér af hjartans einlægni samstarf, leik og líf sem við höfum átt með þér hér í sókninni í hartnær 43 ár. Við óskum þér og konu þinni alls hins besta og að þið eigið fagurt og friðsælt ævikvöld. Sóknarbörn Unaðsdalssóknar.

„Sóknarbörnin mín hér mörg hver eða öll héldu okkur hóf inni í Reykjanesi“, segir séra Baldur. „Ég held að sóknarbörnin í Unaðsdalssókn hafi afhent okkur þetta þá. Snæfjallaströndin var alltaf mjög sérstök. Þar var fámennt strax eða mjög fljótlega eftir að ég kom í Vatnsfjörð. Reyndar var Ströndin fjölbyggð í gamla daga. Ferðalagið yfir Kaldalónið við upphaf míns prestsskapar var þess eðlis að ég er ekki viss um að allir færu það nú í dag.“

Annað skjal í stofu er svohljóðandi:

Séra Baldur Vilhelmsson, prestur og prófastur, Vatnsfirði, og frú Ólafía Salvarsdóttir. Þökkum störf ykkar í Vatnsfjarðarprestakalli frá 1956. Með vinarkveðju. Sóknarbörn við Djúp.

„Allar sóknarnefndirnar stóðu að þessu skjali. Þeir komu með þetta, allir formennirnir“, segir séra Baldur.

Gamli presturinn í Vatnsfirði fylgir gestum til dyra. Enn skín sólin glatt en þó er eins og einhver grámi sé að færast yfir. Skammt frá íbúðarhúsinu er gamalt slóðaherfi í grasinu og verður ekki notað framar.

Þróunin.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli