Frétt

Stakkur 14. tbl. 2003 | 09.04.2003 | 10:14Smábátaútgerðin ehf.

Glöggir lesendur blaðs allrar þjóðarinnar, sem nú er komið á netið í heild sinni, Lögbirtingablaðsins, hafa tekið eftir því að undanförnu, að hvert einkahlutafélagið á fætur öðru hefur verið stofnað í Bolungarvík. Tilgangur þeirra flestra ef ekki allra er að reka útgerð og fiskvinnslu. Það er ánægjulegt að sjá þann kraft, dugnað og áræði sem birtist með þessum hætti. Atvinnulíf í Bolungarvík hefur um langt skeið verið í fjötrum og nægir að minna á gríðarlegt gjaldþrot Nasco hf. sem tapaði nærri 700 milljónum króna á starfseminni þar einni saman og nærri milljarði þegar allt er talið. Eðlilega vakna spurningar um það hvers vegna svo hafi farið. Bolungarvík var fyrir tveimur áratugum fyrirmynd annarra útgerðarbæja með nærri 1300 íbúum og blómlegu atvinnulífi, en nú eru íbúarnir um 950 og umsvifin snöggtum minni. Að auki hefur sveitarfélagið tapað miklum fjármunum, sem það hefur látið í atvinnulíf í þeirri frómu trú, að það myndi gagnast íbúunum. Sú varð ekki raunin, því miður.

Ef til vill er það ein sönnunin enn að sveitarfélög eiga ekki að hafa það hlutverk að vasast í atvinnurekstri, en sú hefur verið trú alltof margra stjórnmálamanna og er enn draugur í stefnu sumra stjórnmálaafla á Íslandi. Sá kraftur sem kemur fram hjá mönnum eins og Guðmundi Einarssyni og fleirum, að nýta sér það svigrúm sem stjórnkerfi fiskveiða heimilar, er ómetanlegur og á eftir að reynast Bolungarvík og fleiri vestfirskum byggðum betur en að rífa niður kerfið. Saga Guðmundar er eftirtektarverð. Komnir eru þrír nýir bátar til Bolungarvíkur og einn til Tálknafjarðar, allir af tegundinni Cleopatra og smíðaðir hjá Trefjum hf. í Hafnarfirði. Einhvern tímann hefði þótt undarlegt að byggja fiskveiðar nánast eingöngu á plastbátum. En svona er nútíminn í upphafi 21. aldarinnar.

En sagan er ekki öll sögð, því enn eru fjórir bátar á leiðinni til Bolungarvíkur og það er sérstakt ánægjuefni að um er að ræða stærri báta en notaðir hafa verið áður og aðstaða þeirra sem sækja sjóinn batnar stórkostlega við þessa breytingu. Saga Guðmundar Einarssonar verðskuldar athygli langt út fyrir Vestfirði. Hann hefur unnið sér titilinn aflakóngur með réttu og heldur ótrauður áfram innan þess ramma sem honum er fært. Fleiri fylgja í kjölfarið í fyllstu merkingu þess orðs. Einn þeirra er Falur Þorkelsson, sem rekur útgerðarfélagið Huldu Kela í félagi við bróður sinn Guðna. Það er sláandi að heyra hvað Falur hefur að segja um aðstæður smábátaútgerðar Íslandi í BB í síðustu viku: „Það er allavega verið að stækka bátana en það þorir enginn að auka við sig kvótann eins og umræðan er í dag. Menn leggja ekki í að stofna til skulda út af veiðiheimildunum.“

Stjórnmálamenn ættu að leggja við hlustir áður en þeir yfirbjóða hver annan með hugmyndum um umbyltingu stjórnkerfis fiskveiða. Því má ekki breyta án samráðs við forsvarsmenn smábátaútgerðar, sem sýna kraft og dugnað, en telja sig fjötraða af hugmyndum um breytingar í því skyni að bjóða öðrum stjórnmálaflokkum betur. Það er svo, að einstaklingar í atvinnulífi vita oftast betur en pólitíkusar. Svo einfalt er það.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli