Frétt

| 16.12.2000 | 12:35Ævintýraleg Ísafjarðarferð sem endaði austur á Egilsstöðum

Flugvélin sem var á leið til Ísafjarðar í gær en sneri við á miðri leið lenti skyndilega í mikilli ísingu sem byrgði flugmönnunum sýn og hlóðst á vélina. Engir farþegar voru um borð heldur eingöngu jólapakkar og annar varningur. Í gær hafði verið í gildi aðvörun frá Veðurstofunni þar sem varað var við mjög mikilli ísingu á köflum í lofti yfir Breiðafirði og Vestfjörðum. Þessari aðvörun var aflétt um kl. hálftvö og var þá ákveðið að leggja af stað til Ísafjarðar.
Skyggni til lendingar á Ísafirði var þá alveg á mörkunum en samkvæmt reglum þarf að vera þar fimm kílómetra skyggni til þess að vél megi koma inn til lendingar. Þegar vélin sneri við vegna ísingarinnar yfir innanverðum Breiðafirði var skyggnið á Ísafirði fjórir kílómetrar. Ekki er þó ósennilegt að hægt hefði verið að lenda ef vélin hefði komist alla leið enda skipaðist veður skjótt í lofti þennan dag.

Samkvæmt heimildum Bæjarins besta hafði vélin flogið í góðum skilyrðum áleiðis vestur. Þegar hún fór inn í ísingarsvæðið gerðust hlutirnir afar snöggt enda voru skilyrði yfir landinu afar óvenjuleg í gær. Framrúðurnar í Fokker-vélunum eru mjög vel upphitaðar en skyndilega hlóðst á þær allt að tveggja til þriggja þumlunga ísingarlag. Klakinn bráðnar við rúðuna sjálfa svo að þar er gutlandi vatn. Einnig hleðst ísing á vængi og dregur úr hraða og flughæfni vélarinnar. Þegar flugmennirnir gáfu allt í botn og sneru við losnaði ísingin af skrúfublöðunum með látum.

Um svipað leyti og vélin sneri við lokuðust flugvellirnir í Reykjavík og í Keflavík. Flugmennirnir gerðu aðflug að Reykjavíkurflugvelli og fóru niður í lágmark en sáu ekki nokkurn skapaðan hlut. Þeir notuðu sérstaka þar til gerða hliðarglugga til að stinga höfðinu út um og reyndu að sjá flugbrautina í aðfluginu en þá var þreifandi bylur í Reykjavík og ekkert hægt að sjá. Þá sneru þeir frá og tóku strikið til Egilsstaða en þar var gott veður. Á leiðinni til Akureyrar hefði hins vegar mátt búast við ísingu.

Við komuna til Egilsstaða hafði myndast smágat á íslagið á framrúðunni flugstjóramegin og þar var hægt að grilla út við lendinguna sjálfa. Hins vegar notuðu menn hliðargluggann til að sjá út þegar vélinni var ekið eftir brautinni og að flugstöðinni.

Ekki er talið að vélin hafi verið í beinni hættu í gær enda er flughæfni Fokkeranna einstök við erfiðar aðstæður. Hins vegar getur ástandið orðið ískyggilegt ef vélar eru lengi í slíkum skilyrðum eins og urðu á leið Ísafjarðarvélarinnar í gær. Enda fara menn algerlega eftir viðvörunum um ísingarhættu og fara ekki inn á svæði þar sem aðvörun hefur verið gefin út. Eins og áður sagði voru skilyrði yfir landinu hins vegar mjög óvenjuleg í gær og væntanlega ekki fyrirsjáanleg, daginn þegar veturinn skall á með látum.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli