Frétt

Fréttablaðið | 07.04.2003 | 15:07Grunlaus með gleðikonu í bílskúrnum

Íbúi í úthverfi Hafnarfjarðar hafði ekki minnsta grun um að í bílskúr hans hefur á undanförnum mánuðum farið fram stórfellt vændi þar sem Daman í Hafnarfirði, 25 ára, stundaði iðju sína. „Ég leigi bara þessari ágætu konu en veit ekkert um iðju hennar,“ sagði maðurinn, sem hefur siglt um flest heimsins höf og séð gleðikonur í helstu hafnarborgum án þess þó að snerta þær. Hann sagði að Fréttablaðið væri að segja sér fréttir þar sem hann hefði ekki haft minnsta grun um að konan hefði lagt stund á vændi.
Eftir á að hyggja hafi hann grunað að konan byggi ekki í bílskúrnum, þar sem hún hefði verið með annað heimilisfang skráð. Farmaðurinn segir að konan hafi komið vel fyrir þegar hann samdi við hana um leigu frá og með 1. febrúar. „Hún sagðist vinna á næturvöktum og þar sem ég vinn á daginn sá ég hana sjaldan. Ég sá hana aldrei hér á kvöldin. En hún greiddi leiguna samviskusamlega,“ segir farmaðurinn, sem óskaði eftir nafnleynd og að Fréttablaðið birti ekki heimilisfang eða götunúmer til að koma ekki óorði á hverfið.

Daman vakti þjóðarathygli þegar hún bauð stórfelldan afslátt af þjónustu sinni síðasta haust. Þá lýsti hún því í samtali við Fréttablaðið að verðlag á vændismarkaðnum á Íslandi væri allt of hátt í samanburði við Norðurlöndin. Verðlagning hennar olli miklum titringi meðal annarra vændiskvenna á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim tíma var hún með rekstur sinn á Hvaleyrarholtinu í Hafnarfirði. Lögreglan í Hafnarfirði náði sambandi við vændiskonuna í gegnum vefinn einkamal.is í febrúar og sat í framhaldi þess um þá staði þar sem hún stundaði vinnu sína, meðal annars í bílskúrnum í úthverfi Hafnarfjarðar.

Hún og 37 ára sambýlismaður hennar voru síðan handtekin en hann hafði annast bókhald konunnar og er talinn hafa gert hana út. Daman játaði að hafa stundað vændi en þau bíða þess nú hvort saksóknari ákæri í málinu. Eftir heimsókn lögreglunnar fór útsendari sjónvarpsþáttarins Ísland í bítið einnig í bílskúrinn með upptökubúnað þar sem Daman talaði opinskátt um vændi sitt án þess að vita af upptökunni. Þar sagðist hún afgreiða tvo viðskiptavini á dag, fimm daga vikunnar. Miðað við 16 þúsund krónur hefur veltan verið rúmar 600 þúsund krónur á mánuði. Myndskeiðið var síðan sent út en andlit konunnar og umhverfi var gert óþekkjanlegt.

Farmaðurinn í Hafnarfirði segir að Daman hafi samið um leigu á bílskúrnum fram til 1. júní. „Þá sagðist hún ætla að fara til Danmerkur að læra viðskiptafræði,“ segir hann. Daman hyggst samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ganga í hjónaband með sambýlismanni sínum og samstarfsmanni í næsta mánuði.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli