Frétt

Halldór Halldórsson – fyrirlestur | 06.04.2003 | 13:19ESB og byggðamál

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.
Þegar ég fékk boð um að taka til máls á þessari ráðstefnu kom upp í hugann, hvort ég verði þá ekki eins og margir sem taka þátt í umræðu um ESB, bókstafstrúaður, annað hvort með eða á móti. Það hefur verið mjög áhugavert að skoða þær reglur sem eru í gildi innan ESB og fara yfir hvernig framtíðin er líkleg til að verða vegna mikillar stækkunar þess á næsta ári. Aðgangur að upplýsingum um ESB er mjög góður en lesefnið er óendanlegt og í raun ómögulegt að fræðast nema um afmarkaðan hluta sambandsins. Þetta er ekki einfalt mál.
Þá er einnig fróðlegt að gera tilraun til að ná heildarsýn yfir málin hér á landi, upplýsingar eru víða til staðar en mættu vera aðgengilegri að mínu mati. Það er ekkert einfalt mál heldur að fræðast um þær reglur sem eru í gildi hér á landi, hvað þá sjóði, stofnanir og fyrirtæki sem eiga með einhverjum hætti að vinna að byggðamálum.

Ég hafði orð á þessu við einn starfsmann ráðuneytis þegar ég var að leita að upplýsingum. Hann taldi þetta firru hina mestu. Þessar upplýsingar væru allar til staðar ég þyrfti bara að leita á þessari síðu, fá þessa og hina skýrsluna, hringja í hina og þessa stofnunina og þá fyndi ég þetta. Afstaða hans minnti mig á sögu af ferðamanni sem kom í þorp eitt hér á landi og kvartaði við heimamann undan því að merkingar væru ófullnægjandi. Heimamaður sagði óþarfi að merkja frekar. Við vitum hvar allt er, sagði hann.

Samanburður Ísland – ESB

Samanburður á byggðastefnu íslenska ríkisins og byggðastefnu ESB sýnir manni að stefnurnar eru nokkuð ólíkar. Annars vegar okkar byggðastefna sem virðist byggja meira á lánveitingum og svo byggðastefna ESB sem miðast meira við átaksverkefni, nýsköpun, beina styrki og uppbyggingu grunngerðar. Hugmyndafræðin á bak við byggðastefnu hér á landi er aðeins farin að breytast eða svo sýnist manni við samanburð. Byggðastefnan í orði hefur eitthvað sveigst að þeirri hugmyndafræði sem nýtt er í Evrópu. Hvernig þetta verður í framkvæmd er mjög erfitt að sjá því eitt helsta tæki stjórnvalda í byggðamálum, Byggðastofnun, hefur verið hálflömuð undanfarin ár. Hún þótti orðin mjög pólitískt meðvituð og því var breytt. Það kann að vera ágætt en hlutirnir gerast of hægt þegar mörg erfið mál eru í gangi í byggðum landsins.

Ég er sannfærður um að móta þarf stefnuna til lengri tíma heldur en gert er. Það er stuttur tími sem byggðaáætlun gildir eða frá 2002 til 2005. Í næstu byggðaáætlun verður hugsanlega skipt aftur um hugmyndafræði eða hluta hennar þannig að tíminn á milli þess sem byggðaáætlanir eru samþykktar fer í að byggja upp í samræmi við það, endurhæfa starfsfólk og stofnanir. Allir hafa nóg að gera sem vinna í kerfinu en þeir sem þurfa á þjónustu þess að halda standa utan við, bíða eftir einhverju sem þeir vita varla hvað er og alls ekki hvað verður.

Hér á landi erum við komin vel á veg með okkar grunngerð þó ákveðin landssvæði eigi töluvert eftir ennþá. Framlög til vegamála hafa aukist verulega á undanförnum árum enda þörfin mikil. Vegakerfið spannar eina 13.000 km hér á landi, þar af 5.200 km sem eru aðalvegakerfið eða grunnnetið. Af þessum 5.200 km eru 144 km á höfuðborgarsvæðinu. Þó grunngerð innan sveitarfélaga sé mjög víða í góðu lagi, þ.e. hafnir, vatnsveitur, skólar, leikskólar, íþróttaaðastaða eða í stuttu máli flest það sem fólk og fyrirtæki sækjast eftir, þá hefur atvinnulífið látið mjög undan á landsbyggðinni. Þar hafa breytingar í sjávarútvegi haft töluvert að segja, sérstaklega í einstökum byggðarlögum vegna tilflutnings á aflaheimildum en í heildina mest vegna þess að við erum einungis að veiða brot af því sem við veiddum hér á árum áður eða 170.000 tonn af þorski á ári í stað 400.000 tonna sem dæmi. Breytingar í sjávarútvegi eru ekki eina ástæðan heldur vantar líka nýjar atvinnugreinar inn í byggðarlögin, fjölbreytni í atvinnu og þjónustu. Gott svar við þessu er uppbygging fárra en sterkra byggðakjarna í landshlutunum.

Byggðastefna á Íslandi

Orðið byggðaþróun hef ég ekki séð skilgreint en í samþykktri byggðaáætlun segir m.a. þetta: „Byggðin, atvinnulífið og náttúra eru ekki andstæður heldur samverkandi þættir. Lögð er áhersla á að opinberar aðgerðir sem ætlað er að efla atvinnulíf og að treysta byggð í landinu stuðli jafnframt að sjálfbærri þróun samfélagsins.“

Hugtakið byggðastefna felur þannig væntanlega í sér að það sé skipuleg viðleitni stjórnvalda til að hafa áhrif á þróun byggðar. Byggðastefna á að vera liður í því almenna hlutverki hins opinbera að skipuleggja samfélagið og hafa áhrif á þróun þess t

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli