Frétt

bb.is | 30.11.2016 | 11:49Póstmál í ólestri á Þingeyri

Vankantar hafa verið á þjónustu Íslandspóst við Þingeyri.
Vankantar hafa verið á þjónustu Íslandspóst við Þingeyri.

Ásgerður Soffía Nönnudóttir, íbúi á Þingeyri, segist vera búin að fá nóg af lélegri póstþjónustu Íslandspósts á Þingeyri. Frá því er greint á vef DV. Pósthúsinu á Þingeyri var lokað fyrir tveimur árum og þjónustan flutt til Ísafjarðar. Pósturinn er nú flokkaður á Ísafirði og starfsmaður Íslandspóst keyrir með póstinn til Þingeyrar.
Soffía segir póstmálin vera í miklum ólestri og hún ætli framvegis að sækja póstinn sinn sjálf, á undanförnum mánuðum hafa þrír pakkar til hennar týnst, þar af ein skírnargjöf, og hending sé ef bréfpóstur berst á rétt heimilisfang.

„Til að byrja með gekk þetta ágætlega en síðan öflugur starfsmaður hætti í sumar þá hefur þjónustan verið í fullkomnum ólestri. Starfsmannaveltan hefur verið gríðarleg og ég held að fimmti einstaklingurinn sé að sinna þessu verkefni núna,“ segir Soffía í samtali við DV.

Hún segir pakka sem hún hefur pantað á netinu hafa skilað sér til Þingeyrar samkvæmt skráningarkerfi póstsins en þeir hafi ekki borist: „Ég panta reglulega frá Ali Express og á undanförnum mánuðum hafa þrír pakkar ekki skilað sér. Í kerfi póstsins er aftur á móti skráð að pakkarnir hafi skilað sér til Þingeyrar en þeir bárust aldrei. Sá síðasti á að hafa borist til Þingeyrar 10. nóvember en ég hef ekki séð tangur né tetur af honum.“ Og bætir við að þegar hún hafi haft samband við Íslandspóst var henni tjáð að þrjá mánuði tæki að hafa upp á pakkanum.

Þá fari bréfpóstur, sem oft inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar einnig á flakk, og í heilan mánuð í haust hafi enginn bréfpóstur borist á heimili hennar. „Áttræður nágranni minn, sem býr tveim götum frá mér, hefur þrívegis komið með bréf sem áttu að berast mér. Það er ljóst að við í fjölskyldunni fáum aðeins brot af þeim persónulega pósti sem okkur á að berast. Í þessum pósti eru viðkvæmar persónuupplýsingar, eins og bankayfirlit og annað, sem maður kærir sig kannski ekki um að fari út um allt,“ segir Soffía.

Annar Þingeyringur, Jón Reynir Sigurðsson, hefur lent í því að pakkar til hans fari á Flateyri í stað Þingeyrar og þegar hann hafi beðið um að fá pakkann sendan á Þingeyri þegar mistökin voru ljós var ekki hægt að verða við því: „Ég fékk bara fylgibréfið en sjálfur pakkinn fór til Flateyrar. Ég bað Íslandspóst um að redda þessu í hvelli, enda kostnaður og óþægindi sem fylgdu þessu fyrir mig og ekki við mig að sakast þótt starfsfólk Íslandspósts þekki ekki muninn á Þingeyri eða Flateyri. En það var ekki hægt að verða við því.“

Hjá Íslandspósti fengust þau svör að nýr starfsmaður sæi um póstútburð á Þingeyri, sem hafi verið að læra inn á starfið. Búið sé að fara yfir vinnuferlið og fylgst verði náið með málinu í framhaldinu. Þá segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, að fyrirtækið taki skyldur sínar mjög alvarlega og vilji koma í veg fyrir að mál af þessu tagi komi upp.

brynja@bb.isbb.is | 08.12.16 | 14:50 „Ég var alltaf kúreki“

Mynd með frétt Í nýjasta tölublaði Bæjarins besta sem borið er í hús í dag er spjallað við þúsundþjalasmiðinn Þröst Jóhannesson um nýútkomna bók hans Bjalla og bæjarstjórinn sem gat ekki flogið. Bókin er önnur barnabók Þrastar en hann hafði áður sent frá sér ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 12:43Uppsagnir hjá Kampa á Ísafirði og Bolungarvík

Mynd með fréttRækjuvinnslan Kampi á Ísafirði hefur sagt upp sjö starfsmönnum fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns og er fyrirtækið með starfstöðvar bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Einum var sagt upp í Bolungarvík og sex á Ísafirði. Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa, ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 10:59Bókakvöld á Bryggjukaffi

Mynd með fréttÞað er ekki ofsögum sagt að hér á landi búi bókaþjóð og ansi margt sem verpist um þá iðju að skrifa bækur og lesa þær og má nú segja að sé háannatími á hjá báðum hópum. Rithöfundar flengjast um allar koppagrundir ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 09:44Vilja byggja Skíðheima upp á vistvænan hátt

Mynd með fréttÁ aðalfundi Stofnunar Rögnvaldar Ólafssonar næstkomandi mánudag fer fram kynning á nýútkominni bók Björns G. Björnssonar sem ber heitið „Fyrsti arkitektinn“ og fjallar um ævi og störf Rögnvaldar Á. Ólafssonar. Einnig mun Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur segja frá bókinni „Af norskum ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 09:05Kallað eftir erindum á ráðstefnu um skemmtiferðaskip

Mynd með fréttHáskólasetur Vestfjarða undirbýr nú ráðstefnu sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-4. apríl 2017 undir yfirskriftinni „Hvert stefnum við í móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi?“ Leitast verður við að varpa ljósi á þróun þessarar ört vaxandi greinar ferðaþjónustunnar hér á ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 07:37Óska eftir athugasemdum við reglur um úthlutun byggðakvóta

Mynd með fréttÍ fréttatilkynningu frá Ísafjarðarbæ kemur fram að sveitarfélagið óski eftir athugasemdum við setningu sérstakra reglna Ísafjarðarbæjar um úthlutun byggðakvóta veiðiárið 2016/2017. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvað að til Ísafjarðarbæjar verði úthlutað 734 tonnum af byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Af þeim úthlutaða kvóta ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 16:53Óður og Flexa vöktu mikla gleði

Mynd með fréttÞað var þéttsetinn bekkurinn í Edinborgarsal í morgun er nemendur af yngsta stigi grunnskólanna í Súðavík, Bolungarvík, á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri komu þangað til að verða vitni að þeim Óði, Flexu og fleiri skondnum karakterum í dansverkinu „Óður og Flexa ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 15:35Segir niðurskurðinn aðför að vestfirsku samfélagi

Mynd með fréttAðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir í samtali við Ríkisútvarpið að niðurskurður á fjármagni til undirbúnings Dýrafjarðarganga sé aðför að samfélögum og atvinnulífi vestra. Sambandið undrist vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðuneytisins og krefjist leiðréttingar á þessari ákvörðun. Í samgönguáætlun er gert ráð ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 14:01Það hlustar auðvitað ekki nokkur heilvita maður á svona rugl tillögu!

Mynd með fréttEinar K. Guðfinnsson fyrrverandi alþingsmaður talar skýrt og skorinort við bb.is um fyrirlögð fjárlög sem virðast slá Dýrafjarðargöng út af borðinu á næsta ári. „Það hlustar auðvitað ekki nokkur heilvita maður á svona rugl tillögu, það er fullkomin pólitísk samstaða allra ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 13:22Svæðisbundinn stuðningur við sauðfjárrækt endurskilgreindur

Mynd með fréttÍ tilkynningu frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að svæðisbundinn stuðningur við sauðfjárrækt verði endurskilgreindur. Þetta er gert í samræmi við ný búvörulög og var Byggðastofnun falið að útfæra svæðisbundinn stuðning með einfaldari og skýrari hætti á þeim landsvæðum sem háðust ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli