Frétt

bb.is | 29.11.2016 | 10:56Hvað á að gera við mandarínukassann?


Þegar nær dregur jólum vilja sorpflokkunarmálin flækjast fyrir þeim sem hafa tileinkað sér þær breytingar sem orðið hafa á því hvernig íbúar losa sig við það sem ekki lengur telst til nytja innan heimilis. Sú var nú tíð er allt fór í einn poka og fólk kannski hreinlega ekkert að velta fyrir sér hvað yrði um ruslið, eða líkt og amma mín sáluga sem þeytti áldósum af tröppunum heiman frá sér í sjóinn undir setningunni „Lengi tekur sjórinn við.“ Í dag vitum við aðeins meira, sjórinn vill ekki áldósirnar, enginn vill plast og það rusl sem urðað var í Suðurtanganum fyrir þrjátíu árum er þar enn – bleiurnar jafnvel með innihaldinu. Við vitum betur að við þurfum að vanda okkur og þrátt fyrir rífandi gang á mörkuðum, þá fáum við ekki aðra jörð.

Í jólamánuðinum skýtur upp kollinum rusl sem aðra mánuði er ekki eins fyrirferðamikið og ár hvert vakna upp spurningar líkt og „hvað á að gera við mandarínukassann?“ Á heimasíðu Ísafjarðarbæjar er að finna skjal með nokkuð ítarlegum flokkunarleiðbeiningum sem grípa má til ef eitthvað vefst fyrir. Það frekar en önnur mannanna verk er þó ekki fullkomið og til dæmis liggur ekki ljóst fyrir eftir lestur þess hvað á að gera við mandarínukassann, en til að koma því frá – þá fer hann í almenna sorpið.

Annað sem er meira í umferð nú en á öðrum tímum eru ljósaseríur og þarf að skila þeim á móttökustöðvar, það má þó gera það án endurgjalds og hægt að nýta ferðina er næst verður farið með sparperurnar sem einnig þarf að skila inn. Það er þó ekki þannig með rafhlöður sem oft vilja falla í „vafaflokkinn,“ þær má setja í poka ofan í litla hólfið í endurvinnslutunnunni. Jólapappírinn sem flæðir í tonnavís um allar koppagrundir er líða tekur á mánuðinn, fer svo í stóra hólfið með hinum pappírnum. Annars er ágætis ráð að endurnýta annan pappír til að pakka inn gjöfum áður en hann svo á endanum fer sína leið.

Hjá Ísafjarðarbæ í dag skilar um 20% sorps sér í endurvinnslutunnurnar og hefur sú prósentutala haldist nokkuð stöðug frá því er íbúar höfðu náð tökunum á nýja sorpflokkunarkerfinu, að sögn Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar. Segir hann jafnframt að kannski sé ekki hægt að gera almenna kröfu um mikið meira fyrr en bærinn tekur að hirða lífrænt sorp sem hann segir að búast megi við að komi til framkvæmda árið 2018.

annska@bb.isbb.is | 08.12.16 | 15:48 Krefjast þess að Alþingi standi við göngin

Mynd með frétt Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum, SASV, krefjast þess að Alþingi geri nauðsynlegar breytingar á fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 og tryggi nauðsynlegt fjármagn svo halda megi þeirri áætlun sem ákveðin hafði verið um opnun tilboða í Dýrafjarðargöng í janúar næstkomandi. Þetta ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 14:50„Ég var alltaf kúreki“

Mynd með fréttÍ nýjasta tölublaði Bæjarins besta sem borið er í hús í dag er spjallað við þúsundþjalasmiðinn Þröst Jóhannesson um nýútkomna bók hans Bjalla og bæjarstjórinn sem gat ekki flogið. Bókin er önnur barnabók Þrastar en hann hafði áður sent frá sér ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 12:43Uppsagnir hjá Kampa á Ísafirði og Bolungarvík

Mynd með fréttRækjuvinnslan Kampi á Ísafirði hefur sagt upp sjö starfsmönnum fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns og er fyrirtækið með starfstöðvar bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Einum var sagt upp í Bolungarvík og sex á Ísafirði. Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa, ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 10:59Bókakvöld á Bryggjukaffi

Mynd með fréttÞað er ekki ofsögum sagt að hér á landi búi bókaþjóð og ansi margt sem verpist um þá iðju að skrifa bækur og lesa þær og má nú segja að sé háannatími á hjá báðum hópum. Rithöfundar flengjast um allar koppagrundir ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 09:44Vilja byggja Skíðheima upp á vistvænan hátt

Mynd með fréttÁ aðalfundi Stofnunar Rögnvaldar Ólafssonar næstkomandi mánudag fer fram kynning á nýútkominni bók Björns G. Björnssonar sem ber heitið „Fyrsti arkitektinn“ og fjallar um ævi og störf Rögnvaldar Á. Ólafssonar. Einnig mun Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur segja frá bókinni „Af norskum ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 09:05Kallað eftir erindum á ráðstefnu um skemmtiferðaskip

Mynd með fréttHáskólasetur Vestfjarða undirbýr nú ráðstefnu sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-4. apríl 2017 undir yfirskriftinni „Hvert stefnum við í móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi?“ Leitast verður við að varpa ljósi á þróun þessarar ört vaxandi greinar ferðaþjónustunnar hér á ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 07:37Óska eftir athugasemdum við reglur um úthlutun byggðakvóta

Mynd með fréttÍ fréttatilkynningu frá Ísafjarðarbæ kemur fram að sveitarfélagið óski eftir athugasemdum við setningu sérstakra reglna Ísafjarðarbæjar um úthlutun byggðakvóta veiðiárið 2016/2017. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvað að til Ísafjarðarbæjar verði úthlutað 734 tonnum af byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Af þeim úthlutaða kvóta ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 16:53Óður og Flexa vöktu mikla gleði

Mynd með fréttÞað var þéttsetinn bekkurinn í Edinborgarsal í morgun er nemendur af yngsta stigi grunnskólanna í Súðavík, Bolungarvík, á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri komu þangað til að verða vitni að þeim Óði, Flexu og fleiri skondnum karakterum í dansverkinu „Óður og Flexa ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 15:35Segir niðurskurðinn aðför að vestfirsku samfélagi

Mynd með fréttAðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir í samtali við Ríkisútvarpið að niðurskurður á fjármagni til undirbúnings Dýrafjarðarganga sé aðför að samfélögum og atvinnulífi vestra. Sambandið undrist vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðuneytisins og krefjist leiðréttingar á þessari ákvörðun. Í samgönguáætlun er gert ráð ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 14:01Það hlustar auðvitað ekki nokkur heilvita maður á svona rugl tillögu!

Mynd með fréttEinar K. Guðfinnsson fyrrverandi alþingsmaður talar skýrt og skorinort við bb.is um fyrirlögð fjárlög sem virðast slá Dýrafjarðargöng út af borðinu á næsta ári. „Það hlustar auðvitað ekki nokkur heilvita maður á svona rugl tillögu, það er fullkomin pólitísk samstaða allra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli