Frétt

bb.is | 28.11.2016 | 09:42Ráðinu ætlað að vera rödd ungmenna í Strandabyggð

Fjölmörg ungmenni komu saman á Kaffi Riis á Hólmavík á fyrsta ungmennaþing Strandabyggðar
Fjölmörg ungmenni komu saman á Kaffi Riis á Hólmavík á fyrsta ungmennaþing Strandabyggðar

Á miðvikudag var fyrsta ungmennaþing Strandabyggðar haldið á Kaffi Riis Hólmavík og komu þar saman 35 ungmenni. Á þinginu var kosið í Ungmennaráð Strandabyggðar af ungmennum Strandabyggðar í fyrsta skiptið en nýtt erindisbréf Ungmennaráðs var samþykkt af sveitastjórn 13. september síðastliðinn. Mikill stuðningur var við ungmennaþingið frá sveitarfélaginu þar sem starfsmenn Strandabyggðar tóku að sér verkefni ungmennanna svo þau kæmust á þingið.

Ungmennaráð Strandabyggðar var stofnað í maí 2012. Ungmennaráð var skipað 5 ungmennum á aldrinum 14 til 25 ára sem voru valin af Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd. Árið 2016 varð breyting á fyrirkomulagi Ungmennaráðs þar sem farið var að vinna með beint lýðræði. Ráðið heyrir undir Tómstundasvið Strandabyggðar en starfar undir stjórn ungmennaþings.

Ungmennaráð skal skipað fimm fulltrúum til eins árs í senn, sem kosnir eru á fyrsta ungmennaþingi vetrarins. Á fundinum á miðvikudag voru eftirtaldir kosnir í ráðið: Máney Dís Baldursdóttir, Guðrún Júlíana Sigurðardóttir, Kristín Lilja Sverrisdóttir, Kristbergur Ómar Steinarsson og Birna Karen Bjarkadóttir. Einnig voru kosnir fimm varamenn.

Hlutverki þess er ætlað að vera tengiliður og rödd ungmenna í Strandabyggð við yfirvöld og ráðgefandi um málefni ungmenna, gæta hagsmuna ungmenna og efla umfjöllun um málefni hópsins. Skal ráðið halda utan um ungmennaþing fjórum sinnum á ári, þar sem ungmenni koma saman og koma skoðunum sínum á framfæri. Einnig er því ætlað að efla og skipuleggja félagslíf og almenna fræðslu fyrir ungmenni á aldrinum 13-25 ára í sveitarfélaginu og bæta samfélagið með jákvæðu hugarfari og sýna gott fordæmi með því að virkja ungmenni í samfélaginu.

Fulltrúar Ungmennaráðs fá greitt fyrir setur á Ungmennaráðsfundum samkvæmt samþykkt um kjör og fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Strandabyggðar.

annska@bb.isbb.is | 08.12.16 | 14:50 „Ég var alltaf kúreki“

Mynd með frétt Í nýjasta tölublaði Bæjarins besta sem borið er í hús í dag er spjallað við þúsundþjalasmiðinn Þröst Jóhannesson um nýútkomna bók hans Bjalla og bæjarstjórinn sem gat ekki flogið. Bókin er önnur barnabók Þrastar en hann hafði áður sent frá sér ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 12:43Uppsagnir hjá Kampa á Ísafirði og Bolungarvík

Mynd með fréttRækjuvinnslan Kampi á Ísafirði hefur sagt upp sjö starfsmönnum fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns og er fyrirtækið með starfstöðvar bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Einum var sagt upp í Bolungarvík og sex á Ísafirði. Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa, ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 10:59Bókakvöld á Bryggjukaffi

Mynd með fréttÞað er ekki ofsögum sagt að hér á landi búi bókaþjóð og ansi margt sem verpist um þá iðju að skrifa bækur og lesa þær og má nú segja að sé háannatími á hjá báðum hópum. Rithöfundar flengjast um allar koppagrundir ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 09:44Vilja byggja Skíðheima upp á vistvænan hátt

Mynd með fréttÁ aðalfundi Stofnunar Rögnvaldar Ólafssonar næstkomandi mánudag fer fram kynning á nýútkominni bók Björns G. Björnssonar sem ber heitið „Fyrsti arkitektinn“ og fjallar um ævi og störf Rögnvaldar Á. Ólafssonar. Einnig mun Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur segja frá bókinni „Af norskum ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 09:05Kallað eftir erindum á ráðstefnu um skemmtiferðaskip

Mynd með fréttHáskólasetur Vestfjarða undirbýr nú ráðstefnu sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-4. apríl 2017 undir yfirskriftinni „Hvert stefnum við í móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi?“ Leitast verður við að varpa ljósi á þróun þessarar ört vaxandi greinar ferðaþjónustunnar hér á ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 07:37Óska eftir athugasemdum við reglur um úthlutun byggðakvóta

Mynd með fréttÍ fréttatilkynningu frá Ísafjarðarbæ kemur fram að sveitarfélagið óski eftir athugasemdum við setningu sérstakra reglna Ísafjarðarbæjar um úthlutun byggðakvóta veiðiárið 2016/2017. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvað að til Ísafjarðarbæjar verði úthlutað 734 tonnum af byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Af þeim úthlutaða kvóta ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 16:53Óður og Flexa vöktu mikla gleði

Mynd með fréttÞað var þéttsetinn bekkurinn í Edinborgarsal í morgun er nemendur af yngsta stigi grunnskólanna í Súðavík, Bolungarvík, á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri komu þangað til að verða vitni að þeim Óði, Flexu og fleiri skondnum karakterum í dansverkinu „Óður og Flexa ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 15:35Segir niðurskurðinn aðför að vestfirsku samfélagi

Mynd með fréttAðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir í samtali við Ríkisútvarpið að niðurskurður á fjármagni til undirbúnings Dýrafjarðarganga sé aðför að samfélögum og atvinnulífi vestra. Sambandið undrist vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðuneytisins og krefjist leiðréttingar á þessari ákvörðun. Í samgönguáætlun er gert ráð ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 14:01Það hlustar auðvitað ekki nokkur heilvita maður á svona rugl tillögu!

Mynd með fréttEinar K. Guðfinnsson fyrrverandi alþingsmaður talar skýrt og skorinort við bb.is um fyrirlögð fjárlög sem virðast slá Dýrafjarðargöng út af borðinu á næsta ári. „Það hlustar auðvitað ekki nokkur heilvita maður á svona rugl tillögu, það er fullkomin pólitísk samstaða allra ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 13:22Svæðisbundinn stuðningur við sauðfjárrækt endurskilgreindur

Mynd með fréttÍ tilkynningu frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að svæðisbundinn stuðningur við sauðfjárrækt verði endurskilgreindur. Þetta er gert í samræmi við ný búvörulög og var Byggðastofnun falið að útfæra svæðisbundinn stuðning með einfaldari og skýrari hætti á þeim landsvæðum sem háðust ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli