Frétt

bb.is | 04.04.2003 | 14:05Sýknaður í Hæstarétti af ákæru fyrir aðgerðir gegn arnarvarpi

Haförn við Breiðafjörð.<br>Mynd: Hjálmar R. Bárðarson.
Haförn við Breiðafjörð.<br>Mynd: Hjálmar R. Bárðarson.
Jón Sveinsson æðarbóndi og fyrrum sjóliðsforingi frá Miðhúsum í Reykhólasveit var í gær sýknaður í Hæstarétti af ákæru fyrir að hafa á árunum 2000 og 2001 raskað hreiðurstað arna og spillt friðlýstum náttúruminjum í þeim tilgangi að hindra arnarvarp í Miðhúsaeyjum. Jafnframt skal allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti greiðast úr ríkissjóði, þar með talin 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda Jóns fyrir Hæstarétti, Magnúsar Thoroddsen. Þar með sneri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem hafði sakfellt Jón og dæmt hann til greiðslu 80 þúsund króna sektar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Hvorugur aðili undi dómi Héraðsdóms og áfrýjaði ríkissaksóknari málinu til Hæstaréttar til refsiþyngingar en Jón krafðist sýknu.
Jón var ákærður fyrir brot gegn tilteknum ákvæðum í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum um náttúruvernd. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ljóst hvort sá staður sem örn kynni að verpa á gæti fallið undir „lífsvæði dýra“ í ákvæðinu sem Jón sætti ákæru fyrir og kvað á um að ávallt skyldi „gæta fyllstu varkárni og nærgætni gagnvart villtum dýrum og lífsvæðum þeirra og forðast óþarfa truflun“. Var umrætt orðalag talið of almennt og því ekki nægilega ótvírætt og glöggt. Að mati dómsins uppfyllti það ekki þær kröfur sem gera verði til skýrleika refsiheimilda. Þá varð ekki séð að friðlýsing Hríseyjar fyrir landi Miðhúsa tæki til friðunar fugla og sérstaks lífríkis þeirra eða búsvæða.

Með ákæru 13. febrúar 2002 var Jóni gefið að sök að hafa haustið 2000 farið annars vegar í hólmann Arnarstapa, sem er í landi jarðarinnar Miðhúsa, og rekið þar niður við hreiðurstað arnar þrjá mannhæðarháa staura, og hins vegar í Hrísey í landi sömu jarðar og sett þar fjórar tréfjalir yfir syllu við hreiðurstað arnar nyrst á eyjunni eins og nánar var lýst í ákæru. Einnig er honum gefið að sök með ákæru 10. maí 2002 að hafa um sumarið 2001 farið annars vegar í fyrrgreindan hólma, komið þar fyrir tveimur þrífótum úr timbri við hreiðurstað arnar og hins vegar í Hrísey þar sem hann hafi reist háa stöng með flaggi við hreiðurstað arnar á syllu nyrst á eyjunni eins og nánar greindi í ákæru.

Jón viðurkenndi framangreinda háttsemi en taldi að sér hafi verið refsilaust að setja upp umrædd mannvirki í því skyni að verjast ágangi arnar í æðarvarpi í Miðhúsaeyjum. Fram kom í málinu að Jón hefur um árabil stundað dúntekju í landi Miðhúsa og haft af því tekjur. Hann hélt því fram, að verpi örn á þessu svæði, eins og áður hafi gerst, fæli hann æðarfugl frá varpstað og eyðileggi varpið. Geti örninn þannig valdið miklu tjóni í æðarvarpinu. Kvaðst Jón hafa orðið fyrir talsverðum búsifjum á umliðnum árum vegna ágangs arnar í varpinu. Þannig hafi tjón af minni dúntekju undanfarin sex ár numið um 250.000 til 500.000 krónum. Byggði hann á því að nytjar hans af dúntekjunni njóti verndar íslensku stjórnarskrárinnar og stjórnarskipunarlaga.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli