Frétt

bb.is | 17.11.2016 | 13:24Einar K. Guðfinnsson taki við sem formaður stjórnar LF

Einar Kristinn Guðfinnson
Einar Kristinn Guðfinnson

Stjórn Landssambands fiskeldisstöðva samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að leggja til við aukaaðalfund LF að Einar Kristinn Guðfinnsson verði kjörinn í stjórn sambandsins og taki þar við formennsku í stjórn þess.
Stjórn Landssambands fiskeldisstöðva mat það svo að fengur yrði af því fyrir atvinnugreinina féllist Einar á að ganga til liðs við landssambandið, nú að lokinni þingmennsku. Ákvað stjórn LF því að leita til hans um þátttöku í stjórn sambandsins sem stjórnarformaður. Á það hefur Einar fallist.

Í fréttatilkynningu frá Landsambandi fiskeldisstöðva kemur fram að Einari þætti spennandi að fá tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun þessarar mikilvægu atvinnugreinar, sem þegar hefur valdið straumhvörfum á einstökum landssvæðum, eins og kunnugt er og getur orðið burðarás í atvinnulífi fleiri byggðarlaga sem staðið hafa höllum fæti.

Ennfremur kemur fram að að mati Einars Kristins er einnig nauðsynlegt að huga að fleiri þáttum svo sem samgöngumálum og menntunarmálum í samhengi við þessa ört vaxandi atvinnugrein sem þarf á sífellt fleira starfsfólki að halda með fjölbreytta menntun af ýmsu tagi. Segir Einar mikilvægt að skapa vel menntuðu fólki aukin atvinnutækifæri og búsetuskilyrði á landsbyggðinni með sama hætti og t.d. hefur tekist á Austurlandi á undanförnum tíu árum þar sem ný kjölfesta varð til í Reyðarfirði.

„Það er svo ekki síður brýnt að eiga náið og gott samstarf við stjórnvöld og eftirlitsstofnanir um þróun greinarinnar og stuðla að góðri samvinnu við landeigendur og veiðiréttarhafa um vernd og viðgang villtra laxastofna. Vonandi verður unnt að skapa vettvang þar sem allir hagsmunaaðilar sjá sér hag í að snúa bökum saman og standa þannig sem best að uppbyggingu fiskeldisins. Að því vilja fiskeldismenn vinna og þess vegna er það í senn sómi og tilhlökkunarefni fyrir mig að slást í þann hóp,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson.

bryndis@bb.is

bb.is | 02.12.16 | 16:50 Vilja gefa Töniu og fjölskyldu góða jólagjöf

Mynd með frétt Stöllurnar Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir og Karen Gísladóttir standa fyrir liðakeppni undir yfirskriftinni „Gerum gagn“ í Stúdíó Dan á Ísafirði þann 10. desember næstkomandi. Keppnin er bæði til gamans gerð, jafnframt því sem hún er fjáröflun fyrir Töniu Ciulwik og fjölskyldu hennar. ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 15:48Feita mamma frumsýnd í G.Í.

Mynd með fréttNemendur á efsta stigi við Grunnskólann á Ísafirði frumsýna í dag leikritið Feita mamma eftir Auði Jónsdóttur á fullveldisfagnaði 10.bekkjar. Sýningin í dag verður fyrir nemendur í 8.10.bekk G.Í. og nágrannaskóla og eftir sýninguna verður slegið upp balli í skólanum. Á ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 13:23Jólaljósin tendruð á Ísafirði og Suðureyri

Mynd með fréttÁ sunnudag er annað dagur aðventu og eru nú þegnar þessa lands teknir til við að koma sér í jólagírinn með ýmsu móti, jafnframt því sem hátíðarundirbúningur er hafinn á mörgum heimilum. Tendrun ljósa á jólatrjám í flestum byggðum bólum er ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 11:50Íhuguðu að sniðganga tendrun jólaljósanna

Mynd með fréttKennarar við Tónlistarskólann á Ísafirði sýndu á fundi sínum á mánudag eindreginn vilja til að koma ekki að tendrun jólaljósanna á Silfurtorgi með nokkrum hætti, en Lúðrasveit skólans og barnakór hafa í gegnum tíðina glatt bæjarbúa með tónlistarflutningi sínum við þetta ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 09:37Segir hótanir um brottrekstur færast í vöxt

Mynd með fréttÁ nýafstöðnu þingi Sjómannasambandsins skoraði sambandið á íslenska útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn. Í ályktun þingsins segir að vantraust hafi farið vaxandi milli sjómanna og útgerðarmanna síðustu misserin, að í sumum tilfellum sé um algjöran trúnaðarbrest að ræða. Eins ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 09:01OV auglýsir samfélagsstyrki

Mynd með fréttOrkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2016, en úthlutun samfélagsstyrkja er árlegur viðburður hjá fyrirtækinu. Við styrkúthlutun er leitast við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði og miðað við að einstakar styrkveitingar geti verið á bilinu 50.000 til ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 07:45Netverslun hefur áhrif á jólaverslun á Ísafirði

Mynd með fréttÍ fréttum Ríkisútvarpsins á dögunum var fjallað um netverslun á Íslandi og kom þar fram að fleiri virðist ætla gera jólainnkaupin á netinu en áður. Í spá Rannsóknarseturs verslunarinnar um jólaverslunina í ár segir að líklegt verði að meira verði um ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 16:50Öll miðasala af heimaleik Vestra til Birkis Snæs

Mynd með fréttMeistaraflokkur Vestra í körfubolta tekur á móti FSu á Jakanum á morgun föstudaginn 2. desember klukkan 20. Öll miðasala rennur til Birkis Snæs Þórissonar sem hefur glímt við erfið veikindi en fagnar eins árs afmæli sínu þann 7. desember næstkomandi. Birkir ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 15:50Hefur lifað ótrúlegar breytingar

Mynd með fréttÍ nýjasta tölublaði Bæjarins Besta er talað við Engilbert S. Ingvarsson, sem var lengst af bóndi á Tirðilmýri við Ísafjarðardjúp. Engilbert er fæddur árið 1927 og bjó stóran hluta lífs síns við Ísafjarðardjúp, fyrst sem barn og síðar meir sem bóndi. ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 13:53Skólamál á Flateyri í samráðsferli

Mynd með fréttBæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar hafa ákveðið að sameina ekki leik- og grunnskólastig Flateyrar án samráðs við íbúa. Forseti bæjarstjórnar segir það hafa verið mistök að hefja ekki samráð við íbúa fyrr. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpins. Frá því hefur verið greint á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli