Frétt

bb.is | 17.11.2016 | 07:33Þungt hljóð í sjómönnum

Kosið verður um nýgerða kjarasamninga sjómanna þann 15. desember næstkomandi.
Kosið verður um nýgerða kjarasamninga sjómanna þann 15. desember næstkomandi.


Það er þungt hljóðið í Vestfirskum sjómönnum eftir um það bil fjögurra daga langt verkfall á nýliðinni helgi. „Við höfum verið að fara yfir þennan samning sem skrifað var undir og nú er komið í ljós að Trúnaðarmannaráð Verk-Vest eru strax búnir að hafna honum. Við höfum ekki hugmynd um af hverju var skrifað undir til að byrja með,“ segir Ari Auðunn Pétursson sjómaður á Stefni ÍS.

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða, sagði í samtali við Bæjarins Besta í gær að Trúnaðarmannaráð félagsins hafi ekki séð annað í stöðunni en að hafna samningnum: „Það var einfaldlega einróma niðurstaða fundarmanna að ekki væri hægt að samþykkja samninginn, og er það kauptryggingin sem situr helst í mönnum, en upphafshækkun er ekki sú sama í samningi okkar félagsmanna og í nýundirrituðum samningi Sjómannasambandsins. Sú hækkun sem Sjómannasambandið samdi um skilar sér því ekki til þeirra sjómanna sem eru okkar félagi.“

Stefnir ÍS og önnur Vestfirsk skip héldu til veiða á þriðjudagskvöld eftir verkfall sjómanna. Ari Auðunn undrar sig á að ekki hafi verið kosið strax um samningana, þetta sé í raun ekki annað en frestun á verkfalli þar sem allir sjómenn hafi verið í landi þar til á þriðjudagskvöld: „Við vorum búnir að búa okkur undir langt verkfall og harða baráttu, en náðum ekki einu sinni viku í verkfalli áður en það var búið að hripa niður einhvern tittlingaskít á blað sem er ekki virði pappírsins sem hann er skrifaður á. Allt bara til þess að koma flotanum aftur á miðin. Fresta verkfalli með því að fresta kosningu þrátt fyrir að allir sjómenn væru í landi. Það er einblínt á kjör og aðstæður hjá þeim sjómönnum sem hafa það langbest.“

Kosið verður um samningana þann 15. desember og segir Ari Auðunn hljóðið í sjómönnum í kringum sig vera á þá leið að hann eigi ekki von á öðru en samningum verði hafnað.

brynja@bb.is

 bb.is | 02.12.16 | 16:50 Vilja gefa Töniu og fjölskyldu góða jólagjöf

Mynd með frétt Stöllurnar Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir og Karen Gísladóttir standa fyrir liðakeppni undir yfirskriftinni „Gerum gagn“ í Stúdíó Dan á Ísafirði þann 10. desember næstkomandi. Keppnin er bæði til gamans gerð, jafnframt því sem hún er fjáröflun fyrir Töniu Ciulwik og fjölskyldu hennar. ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 15:48Feita mamma frumsýnd í G.Í.

Mynd með fréttNemendur á efsta stigi við Grunnskólann á Ísafirði frumsýna í dag leikritið Feita mamma eftir Auði Jónsdóttur á fullveldisfagnaði 10.bekkjar. Sýningin í dag verður fyrir nemendur í 8.10.bekk G.Í. og nágrannaskóla og eftir sýninguna verður slegið upp balli í skólanum. Á ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 13:23Jólaljósin tendruð á Ísafirði og Suðureyri

Mynd með fréttÁ sunnudag er annað dagur aðventu og eru nú þegnar þessa lands teknir til við að koma sér í jólagírinn með ýmsu móti, jafnframt því sem hátíðarundirbúningur er hafinn á mörgum heimilum. Tendrun ljósa á jólatrjám í flestum byggðum bólum er ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 11:50Íhuguðu að sniðganga tendrun jólaljósanna

Mynd með fréttKennarar við Tónlistarskólann á Ísafirði sýndu á fundi sínum á mánudag eindreginn vilja til að koma ekki að tendrun jólaljósanna á Silfurtorgi með nokkrum hætti, en Lúðrasveit skólans og barnakór hafa í gegnum tíðina glatt bæjarbúa með tónlistarflutningi sínum við þetta ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 09:37Segir hótanir um brottrekstur færast í vöxt

Mynd með fréttÁ nýafstöðnu þingi Sjómannasambandsins skoraði sambandið á íslenska útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn. Í ályktun þingsins segir að vantraust hafi farið vaxandi milli sjómanna og útgerðarmanna síðustu misserin, að í sumum tilfellum sé um algjöran trúnaðarbrest að ræða. Eins ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 09:01OV auglýsir samfélagsstyrki

Mynd með fréttOrkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2016, en úthlutun samfélagsstyrkja er árlegur viðburður hjá fyrirtækinu. Við styrkúthlutun er leitast við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði og miðað við að einstakar styrkveitingar geti verið á bilinu 50.000 til ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 07:45Netverslun hefur áhrif á jólaverslun á Ísafirði

Mynd með fréttÍ fréttum Ríkisútvarpsins á dögunum var fjallað um netverslun á Íslandi og kom þar fram að fleiri virðist ætla gera jólainnkaupin á netinu en áður. Í spá Rannsóknarseturs verslunarinnar um jólaverslunina í ár segir að líklegt verði að meira verði um ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 16:50Öll miðasala af heimaleik Vestra til Birkis Snæs

Mynd með fréttMeistaraflokkur Vestra í körfubolta tekur á móti FSu á Jakanum á morgun föstudaginn 2. desember klukkan 20. Öll miðasala rennur til Birkis Snæs Þórissonar sem hefur glímt við erfið veikindi en fagnar eins árs afmæli sínu þann 7. desember næstkomandi. Birkir ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 15:50Hefur lifað ótrúlegar breytingar

Mynd með fréttÍ nýjasta tölublaði Bæjarins Besta er talað við Engilbert S. Ingvarsson, sem var lengst af bóndi á Tirðilmýri við Ísafjarðardjúp. Engilbert er fæddur árið 1927 og bjó stóran hluta lífs síns við Ísafjarðardjúp, fyrst sem barn og síðar meir sem bóndi. ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 13:53Skólamál á Flateyri í samráðsferli

Mynd með fréttBæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar hafa ákveðið að sameina ekki leik- og grunnskólastig Flateyrar án samráðs við íbúa. Forseti bæjarstjórnar segir það hafa verið mistök að hefja ekki samráð við íbúa fyrr. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpins. Frá því hefur verið greint á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli