Frétt

bb.is | 16.11.2016 | 14:54Gísli á Uppsölum í Þjóðleikhúsið


Elfar Logi Hannesson, pottur, panna og flest önnur áhöld Kómedíuleikhússins hefur haft í nægu að snúast frá því er hann frumsýndi einleikinn um sveitunga sinn, einbúann Gísla á Uppsölum, í septembermánuði. Hefur sýningunni verið afar vel tekið og þegar búið að sýna hana tuttugu sinnum og segir Elfar Logi að viðtökurnar hafi komið sér og leikstjóranum og meðhöfundinum, Þresti Leó Gunnarssyni, skemmtilega á óvart, en hugmyndir þeirra í upphafi ferðar voru öllu lágstemmdari: „Þegar við Þröstur Leó lögðum upp í þessa vegferð og átak við það að gera sögu sveitunga okkar Gísla á Uppsölum skil í leikverki bjuggumst við jafnvel við að ná kannski 4-5 sýningum en nú eru þær orðnar 20 og mikið framundan.“

Kómedíuleikhúsið hefur sannarlega sett svip sinn á Vestfirskt menningarlíf og er einleikurinn um Gísla á Uppsölum fertugasta uppfærsla leikhússins. „Það hefur sannað sig aftur og aftur í 19 ára sögu Kómedíuleikhússins að líf þess er sannarlega kómedía. Það eru náttúrulega bara forréttindi að fá að sýna leikrit svona oft og víða og hvað þá að fá svo gott sem fullt hús á hverjum stað, það hefur sko ekki alveg gerst of oft í hinu kómíska leikhúsi.“ Segir Elfar Logi sem gefur að skilja er afar ánægður með móttökurnar. Fram til þessa hefur allra vinsælasta sýning leikhússins verið einleikurinn um Gísla Súrsson, svo það er spurning hvort það viti ekki á gott að vinna með nafnið áfram: „Ég er bara í Gíslatöku ekkert annað og ann því vel, ætli maður geri ekki næst leikrit um vorn bæjarstjóra Gísla Halldór eða nafna hans Landa Einarsson.“

Áður en af því verður heldur Gísli á Uppsölum áfram að koma við hjarta landsmanna og í næstu viku heldur hann norður yfir heiðar með aukasýningu á Akureyri einnig verða sýningar á Siglufirði og Sauðárkróki. Þar á eftir verður sýning á Ísafirði þann 30.nóvember. Það má þó kannski segja að Gísli leggi upp í sína mestu frægðarför til þessa er hann á nýju ári heldur í leikhús allra landsmanna, Þjóðleikhúsið, þar sem fyrsta sýning verður í Kúlunni föstudaginn 13. janúar.

annska@bb.isbb.is | 09.12.16 | 17:17 Í æfingabúðum á Ítalíu

Mynd með frétt Um þessar mundir eru þrír Íslenskir skíðagöngumenn í æfingabúðum á vegum FIS á Ítalíu. Hópurinn samanstendur af Ísfirðingnum og gönguskíðakappanum Alberti Jónssyni, gönguskíðaþjálfara Skíðafélags Ísfirðinga Steven Gromatka, og Kristrúnu Guðnadóttur frá skíðafélaginu Ulli. Æfingabúðirnar eru nýjar fyrir Skíðasamband Íslands, en ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 16:49Blakveisla á helginni

Mynd með fréttÍ dag kl. 20:00 etja kappi okkar konur í blaki og Ýmir í 1. deild Íslandsmótsins og má reikna með skemmtilegri baráttu. Blaklið Vestra koma vel undan sumri þetta árið og rífandi gangur hjá báðum liðum. Kvennaliðið er núna í fjórða ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 15:54Hefja gerð Menningarstefnu Vestfjarða

Mynd með fréttAðalfundur Félags vestfirskra listamanna verður haldinn á Edinborg Bistró næstkomandi þriðjudag og mætir til þingsins Skúli Gautason sem nýverið tók við starfi menningarfulltrúa Vestfjarða. Mun Skúli segja frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða sem hefur á ný auglýst eftir umsóknum og verður með opið ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 14:50Stjórnvöld og Seðlabanki leiti lausna

Mynd með fréttGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, tekur undir með áhyggjuröddum að sterkt gengi krónunnar hafi slæm áhrif á útflutningsfyrirtæki. Hann segir uppsagnir líkar þeim sem voru gerðar hjá Kampa í gær hafa legið í loftinu. „Það er mikið áhyggjuefni þegar fyrirtæki með ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 13:25Verulegur aukakostnaður vegna barnaverndar

Mynd með fréttFram kemur í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar að árið 2016 skeri sig úr vegna mikils kostnaðar við barnavernd. Ástæðan er fyrst og fremst veruleg hækkun lögfræðikostnaðar vegna málarekstrar og hækkun vistunarkostnaðar. Í áætlun kemur fram að ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 11:45Nú í höndum fjárlaganefndar

Mynd með fréttFyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2017 er nú lokið og fjárlaganefnd hefur fengið frumvarpið aftur til meðhöndlunar. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í morgun og næsti fundur er boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum bb.is mun verða lögð fram tillaga um að ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 10:59Í lausu lofti á Vestfjörðum

Mynd með fréttÍ nýútkomnu tónlistarmyndbandi Peter Piek við lagið 1st Song má sjá tónlistarmanninn ásamt fjölda annarra hoppandi um víðan völl. Landslag, aðstæður og jafnvel einstaklingar koma kunnuglega fyrir sjónir, því myndbandið var tekið upp hér á landi og að stórum hluta á ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:33Styrking krónu kallar á agaðri hagstjórn

Mynd með fréttÍ gær bárust fréttir af því að Kampi á Ísafirði hefði sagt upp sjö manns vegna erfiðs reksturs sem rekja má til sterkrar stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir styrkingu krónunnar ískyggilega þróun: „Þetta er ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:01Voru gestir á finnska forsetaballinu

Mynd með fréttÍsfirðingnum Huldu Leifsdóttur og eiginmanni hennar Tapio Koivukari var boðið á forsetaball finnska forsetans í tilefni þjóðhátíðardags Finna. Ballið var haldið í forsetahöllinni í Helsinki 6. desember. Hulda er búsett í Finnlandi, en Tapio, maður Huldu, er rithöfundur og fékk í ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 07:41Launahækkanir kennara kosta um 46,1 milljónir

Mynd með fréttHeildaráhrifin af kjarasamningunum kennara nema um 46,1 milljónum króna fyrir Ísafjarðarbæ. Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum við grunnskólakennara fela samningarnir í sér 7,5% launahækkun frá 1. des 2016, og 3,5% hækkun frá 1. mars 2017. Auk þess felur samningurinn í sér að greiða ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli