Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 04.04.2003 | 10:14Aukin verðmæti úr sama hráefni

Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður
Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður
„Gerð er tillaga um að rannsóknir er miða að verðmætaaukningu og nýsköpun í fiskvinnslu á næstu árum verði stórauknar. Gera verður greiningu á því hvar mestu möguleikar íslenskrar fiskvinnslu eru fólgnir og eðlilegt að til þeirrar vinnu séu kvaddir bæði sérfræðingar Rf og þeir sem í greininni starfa að vöruþróun og markaðsmálum.“ Þannig hljóðaði ein þeirra tillagna sem nefnd sjávarútvegsráðherra um framtíðarmöguleika fiskvinnslunnar skilaði af sér á haustdögum árið 2001.
Undirritaður var formaður þessarar nefndar sem hafði margþætt hlutverk. Með tillögu þessari var í senn verið að vekja athygli á jákvæðri þróun að þessu leyti á undangengnum árum, en einnig að árétta að í aukinni þekkingu, þróunarvinnu og ásetningi um að nýta sem best okkar mikilvægustu auðlind, væru fólgnir margvíslegir möguleikar.

Rökstuðningur okkar fyrir því að þannig bæri að standa að málum var margvíslegur og byggðist á ítarlegri greinargerð Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, sem var unnin sérstaklega fyrir nefndina. RF hafði komist að þeirri niðurstöðu, að með markvissum aðgerðum væri hægt að stórauka aflaverðmæti og útflutningsverðmæti sjávarútvegs. Meðal annars var haft í huga að Norðmenn hefðu látið vinna gríðarmikið verk á þessu sviði, sem benti til hins sama. Ljóst er að þessir frændur vorir ætla að leggja verulegt fjármagn í þessa hluti á allra næstu árum og gera ráð fyrir mikilum ávinningi.

Stöðnunar hefur gætt

Með þetta í huga rökstuddum við okkar tillögu með eftirfarandi hætti:

„Stöðnunar hefur gætt í útflutningsverðmæti sjávarfangs undanfarin ár og það minnkaði raunar árið 2000. Miklir möguleikar eru hins vegar taldir vera á því að auka verðmætasköpun sjávarútvegsins verulega að mati Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. RF bendir á að mikil verðmætaaukning og nýsköpun geti verið fólgin í vöru- og vinnsluþróun í hefðbundnum greinum fiskvinnslu, vinnslu aukaafurða, leit að efnum sem ekki eru nýtt í dag, aukningu fiskeldis, auknum útflutningi tækja og þjónustu og allt þetta með undirstöðu í aukinni fagmenntun í greininni. RF bendir einnig á að í hefðbundinni fiskvinnslu megi auka verðmæti með bættri meðferð afla, bættri tækni við geymslu á fiski um borð í fiskiskipum, betri stýringu á umhverfis- og vinnsluþáttum svo og aukinni nýtingu uppsjávarfisks og aukaafla til manneldis.“

Úr 130 í 240 milljarða

Það var vegna þessa að sérstök nefnd hefur unnið áfram að þessu verkefni að frumkvæði sjávarútvegsráðherra. Hún hefur nú skilað mikilli greinargerð, svonefndri AVS-skýrslu, sem fól í sér nánari úrvinnslu á þeim hugmyndum sem við höfðum sett fram akkúrat einu ári fyrr. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að raunhæft sé að auka vinnslu og útflutningsverðmæti sjávarútvegsins á næstu árum upp í 240 milljarða. Til samanburðar má þess geta að útflutningsverðmætið var 130 milljarðar króna árið 2001. Er í skýrslu AVS-hópsins einkum horft til fiskeldis, líftækni og vinnslu aukaafurða auk bættrar tækni við fiskvinnslu.

Miklir möguleikar

Sjávarútvegsráðherra hefur nú komið á fót sérstökum sjóði er vinnur að því að gera þessa hluti að raunveruleika, með því að stuðla að auknu verðmæti íslenskra sjávarafurða. Ástæða er til þess að binda miklar vonir við þetta verk. Í sjávarútveginum eru fólgnir miklir möguleikar. Menn hafa sýnt það að unnt er að auka verðmæti úr fisktegundum sem áður var fleygt (skötuselur t.d) og með stóraukinni nýtingu við hefðbundna vinnslu vegna aukinnar tækni. Ennfremur með því að nýta tækni til niðurskurðar á flökum, og nýta hausa, hryggi og annað það sem fór beint í gúanó og mætti þannig lengi áfram telja.

Hvarvetna er mikill áhugi

Maður verður hvarvetna var við mikinn áhuga manna í sjávarútveginum á því að finna enn fleiri nýjar leiðir til verðmætasköpunar. Þar er af mörgu að taka. Fyrirtæki á borð við 3X-Stál, Skagann og Marel eru í sífelldri þróunarvinnu sem mun skila sér í nýjum möguleikum í sjávarútvegi, einkum fiskvinnslu. Þannig gerir tæknin tvennt. Hún útrýmir störfum, en skapar einnig ný störf. Þannig verður sjávarútvegurinn síkvikur og skapandi og mun eins og áður færa okkur ný verðmæti úr takmarkaðri auðlind og verða um ókomin ár máttugasta og þýðingarmesta útflutningsatvinnugrein okkar.

Sjávarútvegur býr til bankastörf

Í þessu sambandi má líka árétta ábendingar okkar úr fyrrnefndri skýrslu um framtíðarmöguleika fiskvinnslunnar:

„Sérstaklega ber að hyg

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli