Frétt

bb.is | 08.11.2016 | 07:31Kvíði barna og ungmenna


Á morgun verður í sjötta sinn haldinn foreldradagur Heimilis og skóla og er hann í samstarfi við Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga. Viðfangsefnið að þessu sinni er kvíði barna og ungmenna, staða og lausnir og af því tilefni verður morgunverðarfundur fyrir foreldra, kennara og aðra áhugasama á Grandhótel kl. 8:15-10:00. Að sögn Margrétar Halldórsdóttir sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar munu starfsmenn sviðsins fá upptökur af fundinum enda er efnið öllu skólafólki hugleikið. Margrét segir að greinist börn með kvíða eða önnur geðheilsuvandamál sé unnið með þau í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en sálfræðingur stendur börnunum og fjölskyldum þeirra til boða á vegum Ísafjarðarbæjar. Í skólum sveitarfélagsins eru haldin HAM (Hugræn atferlisnámskeið) og svokölluð Fjörkálfanámskeið en þau eru til að byggja upp nemendur sem eru í basli með hegðun eða kvíða eða ná ekki að fóta sig innan skólans. Hér í eina tíð hafi verið haldin Ævintýranámskeið fyrir unglinga sem gáfust vel og verða jafnvel tekin aftur upp.

Margrét segir að hvergi á Íslandi sé ásættanleg geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn þó svo að miklar framfarir hafi orðið undanfarin ár.

Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stofnunina vera með samning við BUGL (Barna- og unglingageðdeild) og teymi á þeirra vegum komi að minnsta kosti tvisvar á önn vestur, í teyminu er geðlæknir og annar sérhæfður starfsmaður. Algengustu verkefni teymisins séu ADHD sjúkdómar og vinna starfsmenn heilsugæslunnar og skólans náið með teyminu, barninu og fjölskyldu barnsins. „Heilsugæslan veitir hinsvegar almenna læknisþjónustu við börn, þar með talið vegna kvíða og þunglyndis auk ýmiskonar þráhyggju, hegðunarraskana og þroskavandamála í samvinnu við ýmsa sérfræðinga.“ segir Hallgrímur að lokum.

Að sögn Stefaníu Ásmundsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Bolungarvíkur býður skólinn upp á sálfræðiþjónustu eftir þörfum, sömuleiðis sé aðgengi að skólahjúkrunarfræðingi og félagsfræðingi og starfsfólk skólans leiti til BUGL teymis Heilbrigðisstofnunar þegar á þarf að halda.

Hjá Menntaskólanum á Ísafirði hefur náms- og starfsráðgjafi verið nemendum innan handar ef þeir eru að lenda í erfiðleikum og eins og grunnskólarnir getur skólinn nýtt þjónustu BUGL í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Að sögn Stellu Hjaltadóttir náms- og starfsráðgjafa er núna að byrja námskeið sem heitir „Sterkari ég í samstarfi við Fjölsmiðjuna og Auði Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing. „Á námskeiðinu “ Sterkari ég“ læra nemendur að tileinka sér aðferðir sem gagnast við að takast á við erfiðleika, mótlæti, vanlíðan o.fl. Skoðað er hvernig hugsanir, hegðun og líðan tengjast og hvernig hægt er að nýta sér þá tengingu til að eflast í leik og starfi.

bryndis@bb.is


bb.is | 08.12.16 | 14:50 „Ég var alltaf kúreki“

Mynd með frétt Í nýjasta tölublaði Bæjarins besta sem borið er í hús í dag er spjallað við þúsundþjalasmiðinn Þröst Jóhannesson um nýútkomna bók hans Bjalla og bæjarstjórinn sem gat ekki flogið. Bókin er önnur barnabók Þrastar en hann hafði áður sent frá sér ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 12:43Uppsagnir hjá Kampa á Ísafirði og Bolungarvík

Mynd með fréttRækjuvinnslan Kampi á Ísafirði hefur sagt upp sjö starfsmönnum fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns og er fyrirtækið með starfstöðvar bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Einum var sagt upp í Bolungarvík og sex á Ísafirði. Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa, ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 10:59Bókakvöld á Bryggjukaffi

Mynd með fréttÞað er ekki ofsögum sagt að hér á landi búi bókaþjóð og ansi margt sem verpist um þá iðju að skrifa bækur og lesa þær og má nú segja að sé háannatími á hjá báðum hópum. Rithöfundar flengjast um allar koppagrundir ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 09:44Vilja byggja Skíðheima upp á vistvænan hátt

Mynd með fréttÁ aðalfundi Stofnunar Rögnvaldar Ólafssonar næstkomandi mánudag fer fram kynning á nýútkominni bók Björns G. Björnssonar sem ber heitið „Fyrsti arkitektinn“ og fjallar um ævi og störf Rögnvaldar Á. Ólafssonar. Einnig mun Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur segja frá bókinni „Af norskum ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 09:05Kallað eftir erindum á ráðstefnu um skemmtiferðaskip

Mynd með fréttHáskólasetur Vestfjarða undirbýr nú ráðstefnu sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-4. apríl 2017 undir yfirskriftinni „Hvert stefnum við í móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi?“ Leitast verður við að varpa ljósi á þróun þessarar ört vaxandi greinar ferðaþjónustunnar hér á ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 07:37Óska eftir athugasemdum við reglur um úthlutun byggðakvóta

Mynd með fréttÍ fréttatilkynningu frá Ísafjarðarbæ kemur fram að sveitarfélagið óski eftir athugasemdum við setningu sérstakra reglna Ísafjarðarbæjar um úthlutun byggðakvóta veiðiárið 2016/2017. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvað að til Ísafjarðarbæjar verði úthlutað 734 tonnum af byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Af þeim úthlutaða kvóta ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 16:53Óður og Flexa vöktu mikla gleði

Mynd með fréttÞað var þéttsetinn bekkurinn í Edinborgarsal í morgun er nemendur af yngsta stigi grunnskólanna í Súðavík, Bolungarvík, á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri komu þangað til að verða vitni að þeim Óði, Flexu og fleiri skondnum karakterum í dansverkinu „Óður og Flexa ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 15:35Segir niðurskurðinn aðför að vestfirsku samfélagi

Mynd með fréttAðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir í samtali við Ríkisútvarpið að niðurskurður á fjármagni til undirbúnings Dýrafjarðarganga sé aðför að samfélögum og atvinnulífi vestra. Sambandið undrist vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðuneytisins og krefjist leiðréttingar á þessari ákvörðun. Í samgönguáætlun er gert ráð ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 14:01Það hlustar auðvitað ekki nokkur heilvita maður á svona rugl tillögu!

Mynd með fréttEinar K. Guðfinnsson fyrrverandi alþingsmaður talar skýrt og skorinort við bb.is um fyrirlögð fjárlög sem virðast slá Dýrafjarðargöng út af borðinu á næsta ári. „Það hlustar auðvitað ekki nokkur heilvita maður á svona rugl tillögu, það er fullkomin pólitísk samstaða allra ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 13:22Svæðisbundinn stuðningur við sauðfjárrækt endurskilgreindur

Mynd með fréttÍ tilkynningu frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að svæðisbundinn stuðningur við sauðfjárrækt verði endurskilgreindur. Þetta er gert í samræmi við ný búvörulög og var Byggðastofnun falið að útfæra svæðisbundinn stuðning með einfaldari og skýrari hætti á þeim landsvæðum sem háðust ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli