Frétt

bb.is | 04.04.2003 | 07:59Stjórnvöld styðji við þróunar- og markaðsstarf í tæknigeiranum

Bækistöðvar Póls hf. á Ísafirði.
Bækistöðvar Póls hf. á Ísafirði.
Hörður Ingólfsson, stjórnarformaður Póls hf. á Ísafirði, segir nauðsynlegt að stjórnvöld leggi fram aukið fé til að styðja við markaðsrannsóknir, markaðssetningu og þróunarstarf tæknifyrirtækja. Þetta sé óhjákvæmilegt ef vilji sé fyrir því á annað borð að fyrirtækin haldi velli og haldi frumkvæði á heimsmarkaði á því tímabili hágengis krónunnar sem spáð er á næstu fjórum árum. Þegar sé hátt raungengi krónunnar farið að bitna á afkomu útflutnings. Fyrir sitt leyti hafi Póls gripið til hagræðingar í rekstri sem miði að því að sigla fyrirtækinu í gegnum þetta tímabil. Hörður segir hins vegar óhjákvæmilegt að áðurnefndir þættir muni sitja meira á hakanum en æskilegt sé.
„Starfsemi framleiðsludeildar og markaðsdeildar verður að mestu óbreytt en annars staðar verður skorið niður. Þáttur í þessum aðgerðum er að staða fjármálastjóra og framkvæmdastjóra hefur verið sameinuð í eitt starf og yfirbygging félagins verið skorin niður“.

Póls hefur nánast allar sínar tekjur í erlendum gjaldmiðlum en nær öll gjöld eru í íslenskum krónum. „Það er bláköld staðreynd, að gengi krónunnar er nú skráð svipað og í ársbyrjun 2000. Síðan þá hafa innlendar launa- og kostnaðarhækkanir verið um og yfir 20%, og margir liðir, svo sem flutningar og samskipti, hækkað miklu meira en það. Það er sama hvernig fyrirtæki í útflutningi reikna, raungengi krónunnar er allt of hátt skráð“, segir Hörður.

Póls hf. er eitt af leiðandi fyrirtækjum í heiminum á sviði þróunar, framleiðslu og markaðssetningar á hátæknivörum fyrir fiskiðnað. Hörður segir þann kröftuga fiskiðnað sem var til staðar á norðanverðum Vestfjörðum á seinni hluta nýliðinnar aldar hafa verið uppsprettu þeirrar þekkingar og reynslu sem varð hvatinn að stofnun fyrirtækisins. Í dag fari hins vegar um 90-95% framleiðslunnar á erlendan markað. „Með útrás á erlenda markaði hefur Póls tekist að ná góðri fótfestu þrátt fyrir erfiðleika á heimamörkuðum og þannig staðið af sér þær miklu breytingar sem urðu á ytra umhverfi á liðnum áratug. Þótt fyrirtækið sé örsmátt á heimsmælikvarða vegur það engu að síður stórt í sínu umhverfi. Þannig vorum við í fimmta sæti hæstu skattgreiðenda á Vestfjörðum á árinu 2002“, segir Hörður.

Ný uppfinning, svokallað flæðisamval, er sú nýjung sem hefur borið uppi stækkun fyrirtækisins síðustu þrjú árin. „Þessa hugmynd tókst fyrirtækinu að einkaleyfisvernda. Sá góði árangur sem náðst hefur með sölu fjölda véla af þessari gerð hefur enn frekar eflt tiltrú á vaxtarmöguleika fyrirtækisins.“

Hörður segir að auðlind Póls hafi verið og sé enn fyrst og fremst hugvitið sem starfsmenn og frumherjar fyritækisins hafa lagt því til. Hjá fyrirtækinu starfar fólk úr mörgum atvinnustéttum, svo sem iðnverkamenn, verkfræðingar, tæknifræðingar, rafeindavirkjar, vélsmiðir, kerfisfræðingar og ekki síst fólk sem er sjálfmenntað á sínu sviði. Þrátt fyrir hátt menntunarstig og mörg hálaunastörf er fjárfesting á bak við hvert starf í fyrirtækinu óveruleg samanborið við aðrar atvinnugreinar. Heildarfjármunir sem bundnir eru í félaginu nema aðeins um 150 milljónum króna eða rétt um 4 milljónir króna á hvert starf“, sagði Hörður.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli