Frétt

Eiríkur Jónsson lögfræðingur | 03.04.2003 | 13:54Réttur okkar allra

Eiríkur Jónsson skipar 5. sætið á lista Samfylkingarinnar.
Eiríkur Jónsson skipar 5. sætið á lista Samfylkingarinnar.
Í kosningunum 10. maí velja landsmenn þá stefnu sem ríkja mun í landsstjórninni næstu árin og einnig þá forystu sem á að fylgja stefnunni eftir. Mörg þúsund einstaklingar ganga að kjörborðinu í Alþingiskosningum í fyrsta sinn og fá þannig kærkomið tækifæri til að hafa bein áhrif á uppbyggingu þess samfélags sem þeir lifa og hrærast í. Þá er mikilvægt að vanda valið, enda ráða pólitísk úrlausnarefni dagsins í dag því hvernig þjóðfélagi morgundagsins verður háttað – því þjóðfélagi sem okkar unga fólksins bíður að taka við.
Vilt þú vinna gegn vaxandi fátækt?

Í kosningunum tökum við grundvallarafstöðu til þess á hvaða forsendum og á hvaða gildum við viljum að þetta þjóðfélag morgundagsins byggist. Stefna Samfylkingarinnar er skýr. Hún vill byggja það upp á sjónarmiðum um jöfnuð, félagshyggju og samhjálp. Samfylkingin horfir með mikilli hryggð upp á þá stöðugu þróun sem orðið hefur á undanförnum árum í átt til aukins ójafnaðar, vaxandi fátæktar og afturfarar í þjónustu velferðarkerfisins. Gegn þessari fátækt og þessum ójöfnuði stendur Samfylkingin, og ég vona að ungt fólk sé því sammála að það hlýtur að vera eitt brýnasta verkefni okkar kynslóðar að snúa við þessari þróun, vinna að auknu félagslegu réttlæti og tryggja öllum þjóðfélagsþegnum framtíðarinnar mannsæmandi lífskjör. Að því vinnur Samfylkingin.

Vilt þú jafnan aðgang að námi?

Í kosningunum tökum við afstöðu til þess hvert við teljum mikilvægi menntakerfisins vera og hvernig við viljum það byggt upp. Samfylkingin leggur mikla áherslu á að fjárfesting í menntun verði aukin og jafn aðgangur að menntun tryggður. Öflugt og opið menntakerfi er helsta undirstaða velferðarkerfisins enda skapar það öllum möguleika á því að skapa sér sem og þjóðinni bjarta framtíð. Því miður hefur Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú hefur farið með menntamálaráðuneytið í 12 ár, sýnt algjört skilningsleysi í menntamálum. Helstu einkenni þessa tímabils hafa verið fjársvelti menntastofnana og aukin kostnaðarþátttaka nemenda. Lánasjóður íslenskra námsmanna er einnig langt frá því að gegna því hlutverki sínu að tryggja öllum aðgang að námi. Það þarf hugarfarsbreytingu í menntamálum. Framlög til menntamála eru ekki útgjöld, þau eru fjárfesting til framtíðar og skila sér margfalt til baka. Þessari hugarfarsbreytingu mun Samfylkingin standa fyrir.

Vilt þú úrræði í húsnæðismálum?

Í kosningunum tökum við afstöðu til úrræða við hinum sívaxandi vanda á húsnæðismarkaði, sem kemur mjög illa niður á ungu fólki. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki reynst fær til að bregðast við vandanum, heldur þvert á móti lagt sitt af mörkum til að auka hann frekar, t.d. með verulegri hækkun vaxta til félagslegra byggingaraðila. Samfylkingin kynnir hugmyndir um átak í byggingu smárra íbúða fyrir ungt fólk, sem hið opinbera kæmi að með stofnstyrkjum til að lækka verð. Auk þess leggjum við til að hlutfall lána hækki hjá ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð.

Vilt þú hærri barnabætur?

Í kosningunum tökum við afstöðu til þess hvort við sættum okkur við þær aðstæður sem ungu barnafólki eru skapaðar. Jaðarskattar á ungt fjölskyldufólk eru allt of háir, skólagjöld leikskóla eru komin algjörlega úr böndunum og félagslega nauðsynlegar tómstundir hafa orðið að forréttindum á grunnskólastigi. Samfylkingin hefur kynnt ýmsar tillögur til úrbóta. Hún vill m.a. taka upp ótekjutengdar barnabætur með öllum börnum til 18 ára aldurs. Með því og öðrum aðgerðum vill Samfylkingin bæta hag fjölskyldna í landinu.

Tekur þú afstöðu gegn stríði?

Í kosningunum tökum við afstöðu til þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar að sitja möglunarlaust undir hvers kyns hernaðarbrölti Bandaríkjanna og bandamanna þeirra sem sniðgengið hafa mikilvægasta samráðsvettvang þjóða heimsins og úthella nú blóði í Írak. Ísland á að reka sjálfstæða utanríkisstefnu sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. Samfylkingin hafnar stríðinu í Írak.

Þú hefur áhrif

Með atkvæði okkar þann 10. maí höfum við unga fólkið veruleg áhrif og tökum afstöðu til óteljandi atriða í þjóðfélagsgerðinni. Sýn Samfylkingarinnar er skýr. Hún vill byggja upp samfélag á grundvelli samhjálpar og jafnra tækifæra. Hún ætlar að ráðast til atlögu við fátækt. Hún vill byggja upp öflugt menntakerfi sem stendur öllum opið. Hún vill að allir eigi raunhæfa möguleika á að skapa sér heimili og búa sér og fjölskyldu sinni vænlegt umhverfi. Nýttu atkvæðisréttinn vel.

– Eiríkur Jónsson.

Höfundur er lögfræð

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli