Frétt

bb.is | 18.10.2016 | 15:58Ísfirðingar margra landa í nýrri bók

Herdís M. Hübner. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Herdís M. Hübner. Ljósmynd: Ágúst Atlason.

Í nóvember kemur út bókin „Átthagar – Ísfirðingar margra landa segja frá,“ eftir Herdísi M. Hübner. Í bókinni ræðir Herdís við níu konur sem allar hafa verið búsettar á Ísafirði í langan tíma, en eiga rætur sínar í fjarlægum heimkynnum. Herdís segir ólíka þætti hafa kveikt hugmyndina að því að skrifa bókina. „Ég hef sjálf mjög gaman af því að lesa sögur frá fjarlægum löndum, ekki síst sögur úr hversdagslífinu og mér finnst alltaf jafn áhugavert að sjá að það sem skiptir mestu máli í lífinu er eins fyrir allar manneskjur, óháð því hvar þær búa eða við hvaða aðstæður. Að sama skapi finnst mér spennandi að heyra um hve fjölskrúðugt mannlífið getur verið og margt sem er ólíkt í öðrum menningarheimum. Við erum ótrúlega heppin hér á Ísafirði að hafa fengið hingað fólk frá öllum heimshornum sem hefur sest hér að og auðgað samfélagið á margvíslegan hátt og mig langaði að vekja athygli á því.“

Herdís er grunnskólakennari á Ísafirði, en hefur einnig verið ötul við þýðingar og má þar nefna metsölubækurnar „Borða, biðja elska“ eftir Elizabeth Gilbert og „Ég fremur en þú“ eftir Jojo Moyes. Átthagar hefur verið um eitt og hálft ár í smíðum, frá því byrjað var að taka viðtölin og þar til bókin var tilbúin. Það er Vestfirska forlagið sem gefur bókina út og er hún væntanleg úr prentsmiðjunni 7. nóvember.

Viðmælendur Herdísar koma víða að, en þeir eru: Árný Aurangasri Hinriksson frá Sri Lanka, Barbara Gunnlaugsson frá Póllandi, Beata Joó frá Ungverjalandi, Beverly Stephenson frá Jamaica, Helga Ingeborg Hausner frá Þýskalandi, Paula Isabel Orellana de Díaz frá El Salvador, Monica Mackintosh frá Ástralíu, Nina Ivanova frá Rússlandi og Pálína (Pom) Sinthu frá Tælandi.

Herdís segist mjög ánægð með bókina, frásagnir kvennanna séu allar mjög áhugaverðar og skemmtilega ólíkar. Hún segist ekki alveg hafa gert sér grein fyrir hverju hún mætti búast við áður en hún lagði af stað. „Útkoman fór fram úr mínum björtustu vonum. Auk þess var það frábær aukabónus fyrir mig að kynnast í gegnum þetta verkefni frábærum konum sem ég þekkti ekki fyrir. Svo verð ég að segja að bókin er enn fallegri en ég hafði gert mér vonir um, og er það ekki síst að þakka snillingunum Ágústi Atlasyni ljósmyndara sem tók svo fínar myndir fyrir okkur og Hauki Má Helgasyni sem sá um umbrotið og kápuna.“

Herdís segir jafnframt fjölmargt í sögum kvennanna hafa komið sér á óvart, jafnvel hjá þeim sem hún þekkti best fyrir. Hún segir það þó hafa komið sér mest á óvart hversu vel konurnar tóku allar í erindi hennar um að vera með í bókinni. „Þær voru strax tilbúnar að vera með og segja mér sögu sína. Það finnst mér ekki sjálfgefið og ég er mjög þakklát fyrir þetta traust. Ég vona að ég hafi ekki brugðist því og hafi komið sögunum þeirra sómasamlega til skila til lesenda.“annska@bb.isbb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli