Frétt

bb.is | 14.10.2016 | 09:49Margt ábótavant við ráðningu orkubússtjóra

Ráðning orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða uppfyllir tæplega kröfur um faglega og góða stjórnarhætti og margt ábótavant við ráðningarferlið. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfshætti stjórnar Orkubúsins. Óeining var innan stjórnar um ráðninguna og sagði Árni Brynjólfsson sig úr stjórn Orkubúsins eftir að stjórnin ákvað að ráða Elías Jónatansson. Hann gagnrýndi ráðningarferlið harkalega í frétt bb.is í vor. Í öllum megindráttum tekur Ríkisendurskoðun undir gagnrýni Árna.

25 umsækjendur voru um starf orkubússtjóra. Ráðningarskrifstofan Hagvangur var stjórn Orkubúsins innan handar við ráðninguna.

Ráðgjafar ráðningarskrifstofunnar og fulltrúar stjórnarinnar völdu sameiningu fimm umsækjendur sem taldir voru uppfylla best þær hæfniskröfur sem gerðar voru til starfsins. Þessir fimm umsækjendur fóru í viðtöl hjá Hagvangi en Viðar Helgason, stjórnarformaður Orkubúsins, og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, varaformaður stjórnar, tóku einnig þátt í viðtölunum.

Veikleiki á matsferli Hagvangs

Í sérstöku minnisblaði, dagsettu 10. mars 2016, gerðu fulltrúar ráðningarskrifstofunnar grein fyrir mati sínu á hæfni tveggja hæfustu umsækjendanna með hliðsjón af menntunar- og hæfniskröfum. Í þessu minnisblaði er ekki leitast við að bera umsækjendurna tvo sérstaklega saman eða gera upp á milli þeirra með tilliti til menntunar þeirra, starfs- og stjórnunarreynslu og rekstrarþekkingar, samskipta- og leiðtogahæfni, sóknarhugar eða sýnar á framtíð Orkubúsins. Lokaniðurstaðan var einfaldlega sú að „báðir þessir aðilar væru hæfir til að gegna starfi Orkubússtjóra Vestfjarða“.

Um þá þrjá umsækjendur sem heltust úr lestinni er ekki heldur fjallað í minnisblaðinu og engin rök færð fyrir því að þeir þóttu lakari kostur en þeir tveir sem hlutu áframhaldandi brautargengi. Ríkisenduskoðun segir að þetta hljóti að teljast nokkur veikleiki á matsferlinu.

Var ekki ljóst að það ætti að ganga frá ráðningu í síma

Hinn 9. mars 2016, þ.e. daginn áður en minnisblað Hagvangs var dagsett, sendi formaður stjórnar Orkubús Vestfjarða öðrum stjórnarmönnum tölvubréf og boðaði til fundar daginn eftir. Lagt var til að um símafund yrði að ræða þar sem tveir stjórnarmenn væru staddir erlendis. Í tölvubréfinu kom fram að viðtölum við umsækjendur væri lokið og væri ráðningarskrifstofan að vinna umsögn um niðurstöður þeirra. Tilgangur símafundarins væri „að ræða áherslur okkar og næstu skref“.


Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að það hafi komið a.m.k. tveimur stjórnarmönnum nokkuð á óvart hvernig símafundurinn þróaðist og eins og kunnugt er sagði annar þeirra sig úr stjórninni eftir að atkvæðagreiðslu lauk. Í tölvubréfi til annarra stjórnarmanna frá 19. mars 2016, þ.e. rúmri viku eftir að símafundurinn var haldinn, komst hinn svo að orði: „Í upphafi fundar var mér það ekki ljóst að við værum að fara að ganga frá ráðningu í síma.“

Í sama tölvubréfi þessa stjórnarmanns kom einnig fram að hann hefði viljað fá meiri tíma og eiga meiri hlut í þessu stóra ráðningarmáli. Jafnframt hefði verið mikilvægt að fá ítarlegri útlistun á því hvað nákvæmlega olli því að aðrir umsækjendur en þeir tveir sem stóðu eftir í lokin heltust úr lestinni. Þá hefði álit ráðningarskrifstofunnar ekki sagt margt annað en að tveir umsækjendur væru taldir hæfastir. Ýmislegt hefði því betur mátt fara. Þessi stjórnarmaður samþykkti engu að síður ráðningu nýs orkubússtjóra á fundinum eins og þrír aðrir stjórnarmenn.

Stríðir gegn reglum Orkubúsins og hlutafélagalögum

Ríkisendurskoðun segir það vekja athygli að umrætt minnisblað Hagvangs frá 10. mars var ekki sent sem fundargagn stjórnarmönnum til upplýsingar og undirbúnings heldur var einungis gerð grein fyrir efni þess á símafundinum. Þetta stríðir gegn starfsreglum Orkubúsins um að fundargögn skuli að jafnaði send stjórnarmönnum minnst tveimur dögum fyrir boðaðan fund. Ríkisendurskoðun vekur athygli á því að samkvæmt lögum um hlutafélög megi ekki taka mikilvæga ákvörðun án þess að allir stjórnarmenn hafi haft tök á því að fjalla um málið sé þess kostur.

Ríkisendurskoðun finnur að því að stjórnarformaður Orkubúsins gætti hvorki að starfsreglum stjórnar Orkubús Vestfjarða né lögum um hlutafélög þegar hann hafnaði því að gera í fundargerð grein fyrir þeirri eindregnu ósk Árna Brynjólfssonar að það yrði sérstaklega bókað að hann styddi ekki fyrirhugaða ráðningu orkubússtjóra.

Ríkisendurskoðun tók einnig til skoðunar námsleyfi og starfslok Kristjáns Haraldssonar, fyrrverandi orkubússtjóra. Ekki er gerð athugasemd við námsleyfið en Ríkisendurskoðun telur eðlilegt að um slík leyfi verði settar fastmótaðar reglur, m.a. um lengd þeirra.

smari@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 07:32 Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með frétt Hrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli