Frétt

bb.is | 12.10.2016 | 16:48Mugison lofar sinni bestu plötu til þessa


Segja má að tónlistarmaðurinn Mugison hafi legið undir feldi undanfarin misseri, en fimm ár eru frá því að kappinn gaf út síðustu plötu sína, metsöluplötuna Haglél. Viðbrögðin við henni voru slík að það hefði um tíma sennilega mátt mæla þau á Richter-kvarðanum. Landið nötraði og varla mátti hitta mannsbarn á Íslandi um tíma sem ekki sönglaði „Stingum aaaaf…,“ kynslóðirnar hópuðust í plötubúðir og keyptu rúmlega 31.000 eintök af plötunni, eitthvað sem seint verður endurtekið í íslenskri plötusölu. Mugison var snortinn yfir viðbrögðunum og þakkaði fyrir sig með því að bjóða landsmönnum til risa-tónleika í Hörpu.

Nú er búið að blása til tónleika á ný, í byrjun desember stígur Mugison aftur á stokk í Eldborgarsal Hörpu til að kynna nýju plötuna, sem hann er búinn að nostra við af natni. Platan sem ber titilinn Enjoy er væntanleg á markaðinn eftir þrjár vikur og segir Mugison plötuna vera sína bestu til þessa.

„Þessi er alveg geðveik, þó maður segi það nú alltaf“ svarar Örn Elías er blaðamaður spyr um innihaldið; „Verandi orðinn fertugur kall og reynt ýmislegt, þá fullyrði ég að þetta er langbesta platan mín!“

Hann segir að það hafi þó ekki verið án átaka að koma plötunni frá sér, ferlið sé búið að vera bæði langt og strangt. „Mér fannst aðalmálið vera að ná fram réttu tilfinningunni. Stundum er klári kallinn við stjórnvölinn og hann á það til að taka tilfinninguna úr lögunum. Það gekk ekki og eru sum lögin til í tólf útgáfum og þess vegna er búið að taka þennan djöfulsins tíma að gera þessa plötu. Ég var eins og smiður sem smíðar, pússar og slípar og smíðar, pússar og slípar svo aftur – og aftur. Ég hefði nú sennilega verið rekinn í miðju verki ef ég væri í alvörunni smiður, en ég veit hinsvegar að ég er að skila af mér góðu verki.“

Örn Elías fékk til liðs við sig fjöldann allan af tónlistarfólki við gerð plötunnar, eða yfir þrjátíu ef allt er til talið og segir hann það skila sér í stærsta hljóðheimi sem hann hefur skapað í verkum sínum. Hann hefur deilt einu lagi með fylgjendum sínum á Facebook, laginu I‘m a Wolf og hefur það fengið frábærar viðtökur og er til að mynda mest spilaða lagið á netlista icelandicmusic.com

Örlætið sem einkennir Mugison verður einnig við völd á útgáfutónleikunum, er hver sem á þá kaupir miða fær diskinn í kaupbæti. „Ég sá Prins gera þetta fyrir einhverjum tíu árum og fannst þetta töff. Það er líka svo flott að fólk fái það nýjasta með sér í höndunum að tónleikum loknum, til að skoða betur heima. Svolítið svona eins og leikskrá sem getur gefið meiri dýpt eftir á.“

Mugison lofar rosalegum tónleikum þar sem öllu verður til tjaldað, fallegu lögin verða enn fallegri og grófu lögin negld niður eins og það sé stormur í aðsigi. Leynigestir, ljósadýrð, galdrabrögð og geggjuð tónlist flutt af ástríðu og einlægni sem hann er hvað þekktastur fyrir. Nokkuð ljóst er að aðdáendur hafa gert sér ljósa grein fyrir hvað væri í vændum, er það seldist upp á tónleikana á klukkutíma eftir að þeir komu í sölu á tix.is í morgun. Mugison brást við af mikilli snerpu og bætti við aukatónleikum þann 7. desember.

Vestfirðingar þurfa ekki að örvænta, það verða líka útgáfutónleikar með sama sniði á Ísafirði og stefnt er að því að þeir komi fyrstir, en endanleg tímasetning mun liggja fyrir í næstu viku.

annska@bb.is

 bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli